Líkist æ meir kvikuinnskoti sem ekki nái til yfirborðs Kristján Már Unnarsson skrifar 17. ágúst 2014 19:30 Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi. Jarðvísindamenn eru nú komnir upp á Bárðarbungu til að koma fyrir fleiri mælitækjum í von um að afla nákvæmari upplýsinga um hræringarnar í eldstöðinni. Þeir vilja koma fyrir fleiri jarðskjálftamælum á Vatnajökli til að geta staðsett dýpi skjálftanna betur og var ákveðið að þyrla Landhelgisgæslunnar færi nú síðdegis með bæði mælitæki og sérfræðinga á vettvang. Áformað var að þyrlan lenti bæði á Bárðarbungu og í Grímsvötnum en ásamt áhöfn eru um borð fimm jarðvísindamenn og fulltrúi almannavarna.Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sig til flugs síðdegis.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir hrinuna nú dæmigerða fyrir kvikufærslur sem gossaga síðustu fjörutíu ára sýni að leiði yfirleitt fljótt til eldgoss, fáeinum klukkutímum eftir að hún hefst, frá hálftíma og upp í 14 klukkutímum síðar. „Langflest af þessum tuttugu gosum sem við þekkjum vel hafa orðið innan við 14 klukkutímum eftir að hrinan brestur á. Þessir 14 tímar eru þegar liðnir," segir Páll í viðtali við Stöð 2. Hann segir að margar slíkar hrinur hafi hins vegar endað sem kvikuinnskot, sem ekki hafi náð til yfirborðs. „Þetta er farið að líkjast því æ meira, eftir því sem tíminn líður, að þetta sé kvikuinnskot sem ekki nái til yfirborðs." Hann tekur þó fram að ekki sé útilokað að það nái alla leið upp og endi í gosi. Páll segir atburðarásina minna mjög á upphaf Kröfluelda. Þá hafi komið gangainnskot og kvikuhlaup í nokkur ár áður en raunverulegt eldgos kom upp á yfirborðið. Smágos hafi þó stundum fylgt áður en fyrsta alvörugosið kom fimm árum eftir að atburðarásin byrjaði. Hann telur jafnvel að menn geti þurft að bíða í mörg ár eftir gosi, eins og raunin varð í Eyjafjallajökli, þar sem það tók átján ár fyrir kvikuna að komast upp á yfirborð. „Mig grunar að þetta geti líka orðið raunin hér í sambandi við Bárðarbungu." segir Páll Einarsson. Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. 16. ágúst 2014 20:10 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 Ekki ólíklegt að gos hefjist Jarðskjálftahrinan sem hófst uppúr kl 3 í gærmorgun heldur áfram við Bárðarbungu. Virknin hefur færst til og er nú í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu en þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofu Íslands. Vísindamenn telja að virknin orsakist af innskotavirkni kviku í jarðskorpunni. 17. ágúst 2014 12:19 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi. Jarðvísindamenn eru nú komnir upp á Bárðarbungu til að koma fyrir fleiri mælitækjum í von um að afla nákvæmari upplýsinga um hræringarnar í eldstöðinni. Þeir vilja koma fyrir fleiri jarðskjálftamælum á Vatnajökli til að geta staðsett dýpi skjálftanna betur og var ákveðið að þyrla Landhelgisgæslunnar færi nú síðdegis með bæði mælitæki og sérfræðinga á vettvang. Áformað var að þyrlan lenti bæði á Bárðarbungu og í Grímsvötnum en ásamt áhöfn eru um borð fimm jarðvísindamenn og fulltrúi almannavarna.Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sig til flugs síðdegis.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir hrinuna nú dæmigerða fyrir kvikufærslur sem gossaga síðustu fjörutíu ára sýni að leiði yfirleitt fljótt til eldgoss, fáeinum klukkutímum eftir að hún hefst, frá hálftíma og upp í 14 klukkutímum síðar. „Langflest af þessum tuttugu gosum sem við þekkjum vel hafa orðið innan við 14 klukkutímum eftir að hrinan brestur á. Þessir 14 tímar eru þegar liðnir," segir Páll í viðtali við Stöð 2. Hann segir að margar slíkar hrinur hafi hins vegar endað sem kvikuinnskot, sem ekki hafi náð til yfirborðs. „Þetta er farið að líkjast því æ meira, eftir því sem tíminn líður, að þetta sé kvikuinnskot sem ekki nái til yfirborðs." Hann tekur þó fram að ekki sé útilokað að það nái alla leið upp og endi í gosi. Páll segir atburðarásina minna mjög á upphaf Kröfluelda. Þá hafi komið gangainnskot og kvikuhlaup í nokkur ár áður en raunverulegt eldgos kom upp á yfirborðið. Smágos hafi þó stundum fylgt áður en fyrsta alvörugosið kom fimm árum eftir að atburðarásin byrjaði. Hann telur jafnvel að menn geti þurft að bíða í mörg ár eftir gosi, eins og raunin varð í Eyjafjallajökli, þar sem það tók átján ár fyrir kvikuna að komast upp á yfirborð. „Mig grunar að þetta geti líka orðið raunin hér í sambandi við Bárðarbungu." segir Páll Einarsson.
Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. 16. ágúst 2014 20:10 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 Ekki ólíklegt að gos hefjist Jarðskjálftahrinan sem hófst uppúr kl 3 í gærmorgun heldur áfram við Bárðarbungu. Virknin hefur færst til og er nú í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu en þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofu Íslands. Vísindamenn telja að virknin orsakist af innskotavirkni kviku í jarðskorpunni. 17. ágúst 2014 12:19 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00
Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30
Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. 16. ágúst 2014 20:10
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
Ekki ólíklegt að gos hefjist Jarðskjálftahrinan sem hófst uppúr kl 3 í gærmorgun heldur áfram við Bárðarbungu. Virknin hefur færst til og er nú í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu en þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofu Íslands. Vísindamenn telja að virknin orsakist af innskotavirkni kviku í jarðskorpunni. 17. ágúst 2014 12:19
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28
Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30