707 hestafla Challenger á 7 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2014 10:26 Þeir eru ekki margir bílarnir yfir 700 hestöfl sem fá má á 7 milljónir króna. Chrysler ætlar þó að bjóða kaupendum uppá Dodge Challenger og Dodge Charger í 707 hestafla SRT Hellcat útfærslu og mun verð þeirra verða í kringum 61.000 dollarar, eða um 7 milljónir króna. Þessir bílar fara kvartmíluna á um 10,5 sekúndum og eru með hámarkshraða uppá 328 km/klst. Chrysler hefur viðurkennt að lítill markhópur sé fyrir svona bíla en stundum þurfi fyrirtækið að bjóða bíla sem fáir hafa beðið um, en koma á óvart. Salan á þessum bílum er ekki hafin en svo mun verða á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Bílarnir verða fyrst sýndir á bílasýningunni í New York seinna á þessu ári. Til að setja afl og verð þessara bíla í eitthvert samhengi þá má fá Mercedes Benz S65 AMG með 621 hestafl undir húddinu á 222.925 dollara, eða 25,6 milljónir króna, eða hátt í fjórum sinnum meira fé. Bentley Flying Spur sem skartar 616 hestöflum frá 12 strokka vél, rétt eins og Bensinn, kostar um 200.000 dollara, eða 23 milljónir króna. Sá bíll sem næst kemst þessum Hellcat bílum hvað varðar afl og verð er líklega Cadillac CTS-V með 565 hestafla vél, en hann kostar 65.825 dollara, eða 7,6 milljónir. Hann skortir hinsvegar 142 hestöfl í Hellcat bílana og er dýrari. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent
Þeir eru ekki margir bílarnir yfir 700 hestöfl sem fá má á 7 milljónir króna. Chrysler ætlar þó að bjóða kaupendum uppá Dodge Challenger og Dodge Charger í 707 hestafla SRT Hellcat útfærslu og mun verð þeirra verða í kringum 61.000 dollarar, eða um 7 milljónir króna. Þessir bílar fara kvartmíluna á um 10,5 sekúndum og eru með hámarkshraða uppá 328 km/klst. Chrysler hefur viðurkennt að lítill markhópur sé fyrir svona bíla en stundum þurfi fyrirtækið að bjóða bíla sem fáir hafa beðið um, en koma á óvart. Salan á þessum bílum er ekki hafin en svo mun verða á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Bílarnir verða fyrst sýndir á bílasýningunni í New York seinna á þessu ári. Til að setja afl og verð þessara bíla í eitthvert samhengi þá má fá Mercedes Benz S65 AMG með 621 hestafl undir húddinu á 222.925 dollara, eða 25,6 milljónir króna, eða hátt í fjórum sinnum meira fé. Bentley Flying Spur sem skartar 616 hestöflum frá 12 strokka vél, rétt eins og Bensinn, kostar um 200.000 dollara, eða 23 milljónir króna. Sá bíll sem næst kemst þessum Hellcat bílum hvað varðar afl og verð er líklega Cadillac CTS-V með 565 hestafla vél, en hann kostar 65.825 dollara, eða 7,6 milljónir. Hann skortir hinsvegar 142 hestöfl í Hellcat bílana og er dýrari.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent