Nissan að ná Honda í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2014 15:31 Nissan X-Trail Síðustu 25 ár hefur keppni japanskra bílaframleiðenda í Bandaríkjunum verið tveggja hesta hlaup, þ.e. á milli Toyota og Honda. Nissan hefur komið svo langt á eftir í sölu bíla þar að þeir hafa ekki talist keppinautur hinna tveggja. Það hefur nú skyndilega breyst og ekki munar orðið miklu á sölu Honda og Nissan þar vestra, en Toyota er enn söluhæst. Nú er Honda með 9,1% heildarmarkaðarins í Bandaríkjunum, en var með 11% árið 2009. Nissan hefur hinsvegar klifrað uppí 8,6%, en var með 7,4% árið 2009. Það hefur dregið svo mikið saman milli fyrirtækjanna að hætt er við því að Nissan nái öðru sætinu af Honda innan tveggja ára. En hvað skildi valda þessari breytingu? Bílablaðamenn Automotive News vilja meina að Honda bjóði nú fáar gerðir bíla sem valda spenningi hjá fólki. Þeir framleiði ennþá frábæra bíla sem bila ekki, en þeir einfaldlega nái ekki að heilla kaupendur um þessar mundir. Bílar eins og Honda Civic og Honda Accord, sem einu sinn heilluðu fólk með djörfu og framúrstefnulegu útlit, séu alls ekki þannig í dag. Nissan hafi á hinn veginn tekist af beygja af leið fremur óspennandi bíla og framleiði nú bíla sem fá fólk til að snúa höfði. Ef þessi greining er raunsönn sýnir það hversu miklu máli útlit bíla skiptir. Einn þáttur enn á þátt í því hve Nissan hefur dregið á Honda, en Nissan býður nú 27 módelgerðir bíla í Bandaríkjunum en Honda aðeins 16 og hefur Nissan fjölgað mjög bílgerðum þar undanfarið. Sala bíla í Bandaríkjunum skiptir bæði fyrirtækin afar miklu máli, en 49% af hagnaði Nissan kemur þaðan og 41% hjá Honda. Sala Nissan hefur vaxið um 13% það sem af er ári í Bandaríkjunum og hefur Nissan verið með mjög djarfa verðstefnu þar og gefið góða afslætti af bílum sínum. Honda hefur ekki farið sömu leið og vill hreinlega ekki gefa eftir í verði þó samkeppnin harðni. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent
Síðustu 25 ár hefur keppni japanskra bílaframleiðenda í Bandaríkjunum verið tveggja hesta hlaup, þ.e. á milli Toyota og Honda. Nissan hefur komið svo langt á eftir í sölu bíla þar að þeir hafa ekki talist keppinautur hinna tveggja. Það hefur nú skyndilega breyst og ekki munar orðið miklu á sölu Honda og Nissan þar vestra, en Toyota er enn söluhæst. Nú er Honda með 9,1% heildarmarkaðarins í Bandaríkjunum, en var með 11% árið 2009. Nissan hefur hinsvegar klifrað uppí 8,6%, en var með 7,4% árið 2009. Það hefur dregið svo mikið saman milli fyrirtækjanna að hætt er við því að Nissan nái öðru sætinu af Honda innan tveggja ára. En hvað skildi valda þessari breytingu? Bílablaðamenn Automotive News vilja meina að Honda bjóði nú fáar gerðir bíla sem valda spenningi hjá fólki. Þeir framleiði ennþá frábæra bíla sem bila ekki, en þeir einfaldlega nái ekki að heilla kaupendur um þessar mundir. Bílar eins og Honda Civic og Honda Accord, sem einu sinn heilluðu fólk með djörfu og framúrstefnulegu útlit, séu alls ekki þannig í dag. Nissan hafi á hinn veginn tekist af beygja af leið fremur óspennandi bíla og framleiði nú bíla sem fá fólk til að snúa höfði. Ef þessi greining er raunsönn sýnir það hversu miklu máli útlit bíla skiptir. Einn þáttur enn á þátt í því hve Nissan hefur dregið á Honda, en Nissan býður nú 27 módelgerðir bíla í Bandaríkjunum en Honda aðeins 16 og hefur Nissan fjölgað mjög bílgerðum þar undanfarið. Sala bíla í Bandaríkjunum skiptir bæði fyrirtækin afar miklu máli, en 49% af hagnaði Nissan kemur þaðan og 41% hjá Honda. Sala Nissan hefur vaxið um 13% það sem af er ári í Bandaríkjunum og hefur Nissan verið með mjög djarfa verðstefnu þar og gefið góða afslætti af bílum sínum. Honda hefur ekki farið sömu leið og vill hreinlega ekki gefa eftir í verði þó samkeppnin harðni.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent