Top Gear myndar Citroën á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2014 10:27 Ófáir bílaframleiðendur og bílatímarit hafa notað íslenska náttúru sem bakgrunn er teknar eru upp auglýsingar eða kynningarmyndbönd fyrir nýja bíla þeirra. Einn þeirra hefur greinilega nýlega verið á Íslandi, en þar fer Top Gear iPad Magazine með nýjan bíl frá Citroën, þ.e. Citroën Cactus. Úr varð ríflega 4 mínútnar langt og hugljúft myndskeið þar sem ekið er um í Mývatnssveit og víðar á Norðurlandi. Top Gear menn hrífast greinilega mikið af íslenskum hverasvæðum því þau leika stóran þátt í bakgrunni myndskeiðsins. Í upphafi sést hvar bílinn ekur frá borði úr Norrænu á Seyðisfirði. Ökumaður bílsins er ekki einn af þríeykinu sem framleiða Top Gear sjónvarpsþættina vinsælu, en hann er engu að síður öfundsverður af vinnu sinni. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent
Ófáir bílaframleiðendur og bílatímarit hafa notað íslenska náttúru sem bakgrunn er teknar eru upp auglýsingar eða kynningarmyndbönd fyrir nýja bíla þeirra. Einn þeirra hefur greinilega nýlega verið á Íslandi, en þar fer Top Gear iPad Magazine með nýjan bíl frá Citroën, þ.e. Citroën Cactus. Úr varð ríflega 4 mínútnar langt og hugljúft myndskeið þar sem ekið er um í Mývatnssveit og víðar á Norðurlandi. Top Gear menn hrífast greinilega mikið af íslenskum hverasvæðum því þau leika stóran þátt í bakgrunni myndskeiðsins. Í upphafi sést hvar bílinn ekur frá borði úr Norrænu á Seyðisfirði. Ökumaður bílsins er ekki einn af þríeykinu sem framleiða Top Gear sjónvarpsþættina vinsælu, en hann er engu að síður öfundsverður af vinnu sinni. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent