BAC Mono tuskar til McLaren P1 á Silverstone Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2014 17:18 Hvað er grátlegra en að hafa fjárfest í einum dýrasta bíl heims sem á að drottna á akstursbrautum og tapa síðan fyrir bíl sem kostar sjöfalt minna. Það fékk þessi eigandi MacLaren P1 bíls að reyna um daginn á Silverstone brautinn frægu í Englandi. MacLaren P1 bíllinn er miklu aflmeiri og sýnir það á beinu köflunum og nánast stingur hinn smáa BAC Mono af þar en tapar henni jafnóðum niður er kemur að beygjum brautarinnar. Á endanum nær BAC Mono bíllinn að fara framúr MacLaren bílnum og sér hann ekki meira. BAC Mono bíllinn er alls ekki ódýr bíll og kostar um 18 milljónir í Bretlandi, en fyrir MacLaren P1 bílinn þarf að greiða 132 milljónir króna. Hann er 903 hestöfl, er sneggri en 3 sekúndur í hundraðið, kemst í 300 km hraða á innan við 17 sekúndum og er rafrænt takmarkaður við 350 km/klst hámarkshraða. Það dugar honum ekki þó til að fara kappakstursbrautina hér hraðar en BAC Mono. Það sést þó á meðfylgjandi myndskeiði að ökumaður BAC Mono bílsins þekkir betur til brautarinnar og er greinilega æfðari ökumaður, svo ekki er víst að þetta yrði niðurstaðan ef bílarnir stæðu jafnir hvað ökumenn varðar. BAC Mono er magnaður brautarbíll. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent
Hvað er grátlegra en að hafa fjárfest í einum dýrasta bíl heims sem á að drottna á akstursbrautum og tapa síðan fyrir bíl sem kostar sjöfalt minna. Það fékk þessi eigandi MacLaren P1 bíls að reyna um daginn á Silverstone brautinn frægu í Englandi. MacLaren P1 bíllinn er miklu aflmeiri og sýnir það á beinu köflunum og nánast stingur hinn smáa BAC Mono af þar en tapar henni jafnóðum niður er kemur að beygjum brautarinnar. Á endanum nær BAC Mono bíllinn að fara framúr MacLaren bílnum og sér hann ekki meira. BAC Mono bíllinn er alls ekki ódýr bíll og kostar um 18 milljónir í Bretlandi, en fyrir MacLaren P1 bílinn þarf að greiða 132 milljónir króna. Hann er 903 hestöfl, er sneggri en 3 sekúndur í hundraðið, kemst í 300 km hraða á innan við 17 sekúndum og er rafrænt takmarkaður við 350 km/klst hámarkshraða. Það dugar honum ekki þó til að fara kappakstursbrautina hér hraðar en BAC Mono. Það sést þó á meðfylgjandi myndskeiði að ökumaður BAC Mono bílsins þekkir betur til brautarinnar og er greinilega æfðari ökumaður, svo ekki er víst að þetta yrði niðurstaðan ef bílarnir stæðu jafnir hvað ökumenn varðar. BAC Mono er magnaður brautarbíll.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent