Tók skýrt fram að hann hefði ekki hætt vegna ráðherra Bjarki Ármannsson skrifar 26. ágúst 2014 12:39 Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri. Vísir/Valli Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tók það skýrt fram í fyrsta viðtali sínu við Umboðsmann Alþingis að hann hefði ekki sagt upp störfum sínum vegna afskipta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra af rannsókn lögreglu. Þetta segir í þriðja bréfi Umboðsmanns til ráðherra sem birt var í dag. Umboðsmaður óskaði eftir upplýsingum frá ráðherra um fundi hennar með lögreglustjóra á meðan rannsókn stóð yfir á meintum upplýsingaleka úr ráðuneyti hennar. Óskað var eftir upplýsingum um þessi samskipti, sem nú verða tekin til formlegrar athugunar, eftir að fullyrt var í frétt DV að Stefán hefði sagt upp störfum vegna afskipta Hönnu Birnu af rannsókninni. Í bréfi Umboðsmanns segir að Stefán hafi þvertekið fyrir þetta og sagst hafa lýst yfir vilja sínum til að skipta um starfsvettvang. Í bréfinu er þó haft eftir Stefáni að samskipti hans við ráðherra hafi verið sett í „mjög einkennilega stöðu“ vegna rannsóknarinnar. Hanna Birna greindi frá því í svari sínu við fyrsta bréfi Umboðsmanns að hún hafi spurt Stefán hvort honum þætti „óþægilegt“ að ræða við sig á meðan rannsókn á ráðuneyti hennar stóð og hann hafi sagt að svo væri ekki. Í samtali við fjölmiðla í kjölfarið sagðist Stefán ekki gera neinar athugasemdir við þessa frásögn Hönnu Birnu. Að því er fram kemur í nýju bréfi Umboðsmanns, útskýrði Stefán þetta frekar í viðtali sínu við umboðsmann. Þar segir hann að þótt hann hafi engar athugasemdir gert við frásögn ráðherra þýði það ekki að hann hafi engu við hana að bæta. „Ég held að það sem kemur fram í bréfinu geti alveg staðið eitt og sér, en það eru kannski ýmsar viðbætur og viðbótarupplýsingar og annað af minni hálfu, en ég geri ekki athugasemdir við það sem kemur fram í bréfinu,“ er haft eftir Stefáni í bréfi Umboðsmanns. Líkt og fram hefur komið, hefur Hanna Birna harðlega gagnrýnt þetta nýjasta bréf Umboðsmanns og sagt að í því sé reynt að gera samtöl hennar við lögreglustjóra tortryggileg. Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30 Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18 Stefán leitaði til ríkissaksóknara Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafði samband við ríkissaksóknara þar sem fyrirspurnir ráðherra hafi verið á þann veg að hann þurfti að afla upplýsinga um rannsóknina á lekamálinu. 26. ágúst 2014 12:15 Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25 Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Stefán vill ekki tjá sig um hvort hann hafi orðið fyrir þrýstingi „Ég hef enga heimild til að ræða rannsókn einstakra mála.“ 29. júlí 2014 16:51 Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða. 26. ágúst 2014 11:55 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tók það skýrt fram í fyrsta viðtali sínu við Umboðsmann Alþingis að hann hefði ekki sagt upp störfum sínum vegna afskipta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra af rannsókn lögreglu. Þetta segir í þriðja bréfi Umboðsmanns til ráðherra sem birt var í dag. Umboðsmaður óskaði eftir upplýsingum frá ráðherra um fundi hennar með lögreglustjóra á meðan rannsókn stóð yfir á meintum upplýsingaleka úr ráðuneyti hennar. Óskað var eftir upplýsingum um þessi samskipti, sem nú verða tekin til formlegrar athugunar, eftir að fullyrt var í frétt DV að Stefán hefði sagt upp störfum vegna afskipta Hönnu Birnu af rannsókninni. Í bréfi Umboðsmanns segir að Stefán hafi þvertekið fyrir þetta og sagst hafa lýst yfir vilja sínum til að skipta um starfsvettvang. Í bréfinu er þó haft eftir Stefáni að samskipti hans við ráðherra hafi verið sett í „mjög einkennilega stöðu“ vegna rannsóknarinnar. Hanna Birna greindi frá því í svari sínu við fyrsta bréfi Umboðsmanns að hún hafi spurt Stefán hvort honum þætti „óþægilegt“ að ræða við sig á meðan rannsókn á ráðuneyti hennar stóð og hann hafi sagt að svo væri ekki. Í samtali við fjölmiðla í kjölfarið sagðist Stefán ekki gera neinar athugasemdir við þessa frásögn Hönnu Birnu. Að því er fram kemur í nýju bréfi Umboðsmanns, útskýrði Stefán þetta frekar í viðtali sínu við umboðsmann. Þar segir hann að þótt hann hafi engar athugasemdir gert við frásögn ráðherra þýði það ekki að hann hafi engu við hana að bæta. „Ég held að það sem kemur fram í bréfinu geti alveg staðið eitt og sér, en það eru kannski ýmsar viðbætur og viðbótarupplýsingar og annað af minni hálfu, en ég geri ekki athugasemdir við það sem kemur fram í bréfinu,“ er haft eftir Stefáni í bréfi Umboðsmanns. Líkt og fram hefur komið, hefur Hanna Birna harðlega gagnrýnt þetta nýjasta bréf Umboðsmanns og sagt að í því sé reynt að gera samtöl hennar við lögreglustjóra tortryggileg.
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30 Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18 Stefán leitaði til ríkissaksóknara Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafði samband við ríkissaksóknara þar sem fyrirspurnir ráðherra hafi verið á þann veg að hann þurfti að afla upplýsinga um rannsóknina á lekamálinu. 26. ágúst 2014 12:15 Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25 Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Stefán vill ekki tjá sig um hvort hann hafi orðið fyrir þrýstingi „Ég hef enga heimild til að ræða rannsókn einstakra mála.“ 29. júlí 2014 16:51 Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða. 26. ágúst 2014 11:55 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54
Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30
Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18
Stefán leitaði til ríkissaksóknara Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafði samband við ríkissaksóknara þar sem fyrirspurnir ráðherra hafi verið á þann veg að hann þurfti að afla upplýsinga um rannsóknina á lekamálinu. 26. ágúst 2014 12:15
Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25
Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41
Stefán vill ekki tjá sig um hvort hann hafi orðið fyrir þrýstingi „Ég hef enga heimild til að ræða rannsókn einstakra mála.“ 29. júlí 2014 16:51
Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða. 26. ágúst 2014 11:55