Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, var í viðtali við Sky News í Bretlandi í morgun þar sem hann ræddi jarðhræringanna undir Vatnajökli. Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt ástandinu mikinn áhuga og fjölmargar fréttir hafa verið birtar erlendis.
Þá var Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, einnig í viðtali við Sky í gær, sem og Jón Júlíus Karlsson, fréttamaður Stöðvar 2. Myndböndin af viðtölum Heimis og Ólafs má sjá hér að neðan.