Skjálftavirkni mikil í nótt Sveinn Arnarsson skrifar 24. ágúst 2014 06:45 Stórir skjálftar hafa mælst í nótt beint undir Bárðarbungu Vísir/Sveinn Klukkan 5:30 í morgun mældist jarðskjálfti að stærð um 5 við Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin hefur verið mikil í nótt undir Dyngjujökli. Áður hafði mælst jarðskjálfti um miðnætti sem mældist 5.3 stig. Ekki eru nein merki þess að virknin sé að minnka eða að dregið hefur úr gosóróa á svæðinu. Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa mælst um 360 skjálftar á svæðinu frá miðnætti til sjö í morgun. Eða rétt tæplega einn skjálfti á hverri mínútu. Mikil og stöðug jarðskjálftavirni hefur verið í berggangnum undir Dyngjujökli. Bergagngurinn teygir sig nú æ lengra til norðausturs og er norðurendi þeirra skammt frá jökulsporðinum. Bergangurinn hefur lengst mikið síðustu sólarhringana að mati jarðeðlisfræðinga. Stærsti skjálftinn sem mældist undir Dyngjujökli var 3.5 stig, klukkan 4:39 í morgun. Hins vegar hafa stóru skjálftarnir, 5.3 og 5.0 að stærð, mælst undir sjálfri Bárðarbungu. Jarðeðlisfræðingar á vakt Veðurstofunnar, Martin Hensch og Gunnar B. Guðmundsson, sem blaðamaður Vísis náði tail af, túlka þá skjálfta á þá vegu að þrýsingslækkun eigi sér stað undir öskju Bárðarbungu og að kvika sé að leita inn í bergganginn. Askja Bárðarbungu sé því að aðlaga sig að breyttum þrýstingi undir eldstöðinni.Tveir stórir skjálftar mældust yfir 5 að stærð. Mikil virkni hefur verið í Vatnajökli í nóttMynd/skjáskotAukins gosóra hefur ekki gætt í nótt þrátt fyrir þessa stóru skjálfta. Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu íslands, segir þessa jarðskjálfta vera fyrstu skjálfana af þessari stærðargráðu sem mælast í Bárðarbungu síðan í Gjálpargosinu árið 1996. Ekki eru enn nein merki um aukinn gosóróa eða að gos sé hafið. Viðbúnaðarstig Almannavarna er enn á hæsta stigi. Lokanir svæða eru enn í gildi og hefur engin ákvörðun verið tekin um afléttingu þeirra. Ríkislögreglustjóri ákvað á fundi í gærkvöld að vinna ennþá á neyðarstigi og verður sú staða endurmetin með fundi vísindamanna Almannavarna í hádeginu í dag. Bárðarbunga Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Klukkan 5:30 í morgun mældist jarðskjálfti að stærð um 5 við Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin hefur verið mikil í nótt undir Dyngjujökli. Áður hafði mælst jarðskjálfti um miðnætti sem mældist 5.3 stig. Ekki eru nein merki þess að virknin sé að minnka eða að dregið hefur úr gosóróa á svæðinu. Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa mælst um 360 skjálftar á svæðinu frá miðnætti til sjö í morgun. Eða rétt tæplega einn skjálfti á hverri mínútu. Mikil og stöðug jarðskjálftavirni hefur verið í berggangnum undir Dyngjujökli. Bergagngurinn teygir sig nú æ lengra til norðausturs og er norðurendi þeirra skammt frá jökulsporðinum. Bergangurinn hefur lengst mikið síðustu sólarhringana að mati jarðeðlisfræðinga. Stærsti skjálftinn sem mældist undir Dyngjujökli var 3.5 stig, klukkan 4:39 í morgun. Hins vegar hafa stóru skjálftarnir, 5.3 og 5.0 að stærð, mælst undir sjálfri Bárðarbungu. Jarðeðlisfræðingar á vakt Veðurstofunnar, Martin Hensch og Gunnar B. Guðmundsson, sem blaðamaður Vísis náði tail af, túlka þá skjálfta á þá vegu að þrýsingslækkun eigi sér stað undir öskju Bárðarbungu og að kvika sé að leita inn í bergganginn. Askja Bárðarbungu sé því að aðlaga sig að breyttum þrýstingi undir eldstöðinni.Tveir stórir skjálftar mældust yfir 5 að stærð. Mikil virkni hefur verið í Vatnajökli í nóttMynd/skjáskotAukins gosóra hefur ekki gætt í nótt þrátt fyrir þessa stóru skjálfta. Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu íslands, segir þessa jarðskjálfta vera fyrstu skjálfana af þessari stærðargráðu sem mælast í Bárðarbungu síðan í Gjálpargosinu árið 1996. Ekki eru enn nein merki um aukinn gosóróa eða að gos sé hafið. Viðbúnaðarstig Almannavarna er enn á hæsta stigi. Lokanir svæða eru enn í gildi og hefur engin ákvörðun verið tekin um afléttingu þeirra. Ríkislögreglustjóri ákvað á fundi í gærkvöld að vinna ennþá á neyðarstigi og verður sú staða endurmetin með fundi vísindamanna Almannavarna í hádeginu í dag.
Bárðarbunga Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira