Hraða viðgerðum í Kelduhverfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2014 17:42 Úr Öxarfirði. Vísir/Vilhelm Langbylgja RÚV næst í Kelduhverfi og Öxarfirði þótt FM útsendingar RÚV á svæðinu hafi ekki verið eins og best verður á kosið. Þetta kemur fram í tilkynningu RÚV til Vísis. Þar segir að viðgerðum á FM sendum hafi verið hraðað og vonast til að þeir verði komnir í betra horf eigi síðar en 26. ágúst. Erlendur Garðarsson, sumarbústaðaeigandi í Kelduhverfi, lýsti í samtali við Vísi fyrr í dag hve illa væri komið fyrir íbúum og öðrum á svæðinu. Eftir að mastur á Viðarfjalli féll í vetur væri ómögulegt að hlusta á útvarpsrásir RÚV. „Ég var að hlusta á Rás 2 áðan þar sem fólk í Kelduhverfinu var hvatt til þess að fylgjast vel með fréttum og leiðbeiningum á RÚV,“ segir Erlendur. Það sé sérstaklega fyndið en þó ekki í ljósi þess að fólk nær ekki RÚV. Bylgjan sé í raun og veru eina útvarpsstöðin sem náist á svæðinu og fólk treysti á. Gunnar Örn Guðmundsson, forstöðumaður RÚV, segir í tilkynningunni að því miður þekki allir að hökt geti komið í flest dreifikerfi um stundarsakir. „Möstur og útsendingarlofnet eiga það til að falla vegna vályndra veðra og sífellt er unnið að því að bæta fyrir þau möstur sem hafa fallið eða eru úreld vegna bættrar tækni.“ Gunnar Örn vísar til þess þegar mastrið féll á Viðarfjalli í vetur. „Það gerði það að verkum að FM útsendingar RÚV í Keldukverfi og Öxarfirði hafa ekki verið eins og best verður á kosið. RÚV hefur unnið með sérfræðingum Vodafone að því að setja upp nýjan búnað til að bæta það sem brást.“ Sem betur fer ógni þetta ekki dreifingu RÚV á svæðinu því eftir sem áður náist langbylgjuútsendingar vel á svæðinu auk stafrænar útsendingar sjónvarps og útvarps og netþjónusta sé með eðlilegum hætti. „Vegna atburðarrásarinnar við Bárðarbungu var ákveðið að hraða viðgerðum á FM sendum á svæðinu og er vonast til að þeir verði komnir í betra horf eigi síðar en 26. ágúst.“ Bárðarbunga Tengdar fréttir Hugsar til félaga sinna í Kelduhverfinu "Þetta er high-risk svæði þannig að það er algjör slóðaháttur að yfirvöld hafi ekki tekið sig saman í andlitinu og komið þessu í lag,“ segir Erlendur Garðarsson. 23. ágúst 2014 16:20 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Langbylgja RÚV næst í Kelduhverfi og Öxarfirði þótt FM útsendingar RÚV á svæðinu hafi ekki verið eins og best verður á kosið. Þetta kemur fram í tilkynningu RÚV til Vísis. Þar segir að viðgerðum á FM sendum hafi verið hraðað og vonast til að þeir verði komnir í betra horf eigi síðar en 26. ágúst. Erlendur Garðarsson, sumarbústaðaeigandi í Kelduhverfi, lýsti í samtali við Vísi fyrr í dag hve illa væri komið fyrir íbúum og öðrum á svæðinu. Eftir að mastur á Viðarfjalli féll í vetur væri ómögulegt að hlusta á útvarpsrásir RÚV. „Ég var að hlusta á Rás 2 áðan þar sem fólk í Kelduhverfinu var hvatt til þess að fylgjast vel með fréttum og leiðbeiningum á RÚV,“ segir Erlendur. Það sé sérstaklega fyndið en þó ekki í ljósi þess að fólk nær ekki RÚV. Bylgjan sé í raun og veru eina útvarpsstöðin sem náist á svæðinu og fólk treysti á. Gunnar Örn Guðmundsson, forstöðumaður RÚV, segir í tilkynningunni að því miður þekki allir að hökt geti komið í flest dreifikerfi um stundarsakir. „Möstur og útsendingarlofnet eiga það til að falla vegna vályndra veðra og sífellt er unnið að því að bæta fyrir þau möstur sem hafa fallið eða eru úreld vegna bættrar tækni.“ Gunnar Örn vísar til þess þegar mastrið féll á Viðarfjalli í vetur. „Það gerði það að verkum að FM útsendingar RÚV í Keldukverfi og Öxarfirði hafa ekki verið eins og best verður á kosið. RÚV hefur unnið með sérfræðingum Vodafone að því að setja upp nýjan búnað til að bæta það sem brást.“ Sem betur fer ógni þetta ekki dreifingu RÚV á svæðinu því eftir sem áður náist langbylgjuútsendingar vel á svæðinu auk stafrænar útsendingar sjónvarps og útvarps og netþjónusta sé með eðlilegum hætti. „Vegna atburðarrásarinnar við Bárðarbungu var ákveðið að hraða viðgerðum á FM sendum á svæðinu og er vonast til að þeir verði komnir í betra horf eigi síðar en 26. ágúst.“
Bárðarbunga Tengdar fréttir Hugsar til félaga sinna í Kelduhverfinu "Þetta er high-risk svæði þannig að það er algjör slóðaháttur að yfirvöld hafi ekki tekið sig saman í andlitinu og komið þessu í lag,“ segir Erlendur Garðarsson. 23. ágúst 2014 16:20 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Hugsar til félaga sinna í Kelduhverfinu "Þetta er high-risk svæði þannig að það er algjör slóðaháttur að yfirvöld hafi ekki tekið sig saman í andlitinu og komið þessu í lag,“ segir Erlendur Garðarsson. 23. ágúst 2014 16:20