Mazdaspeed2 á teikniborðinu Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2014 09:56 Mazda2 verður kynntur til sögunnar af fjórðu kynslóð í haust. Kraftaútgáfa af hinum smávaxna Mazda2 er í þróun hjá Mazda en fjórða kynslóð Mazda2 bílsins kemur á markað nú í haust. Líkt og með aðrar kraftagerðir Mazda bíla fær hann viðbótina „speed“ í heiti sitt. Þessi bíll fellur í flokk með mörgum álitlegum smáum spyrnukerrum. Þar á meðal eru bílar eins og Ford Fiesta ST, Volkswagen Polo GTI, Renault Clio RS 200, Mini Cooper S, Fiat 500 Abarth og Seat Ibiza Cupra. Því er þröng á þingi er kemur að þessari gerð bíla, en Mazda ætlar engu að síður ekki að eftirláta ofantöldum bílum um sviðið. Mazda hefur gengið mjög vel að selja bíla sína undanfarið og hafa nýir bílar þeirra fengið frábærar móttökur þeirra sem fjalla um bíla, sem og meðal bílkaupenda. Mazdaspeed2 gæti fengið sömu vél og verður í Mazda MX-5 Miata, þ.e. fremur smáa vél með forþjöppu sem kreistir út um 200 hestöflum. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent
Kraftaútgáfa af hinum smávaxna Mazda2 er í þróun hjá Mazda en fjórða kynslóð Mazda2 bílsins kemur á markað nú í haust. Líkt og með aðrar kraftagerðir Mazda bíla fær hann viðbótina „speed“ í heiti sitt. Þessi bíll fellur í flokk með mörgum álitlegum smáum spyrnukerrum. Þar á meðal eru bílar eins og Ford Fiesta ST, Volkswagen Polo GTI, Renault Clio RS 200, Mini Cooper S, Fiat 500 Abarth og Seat Ibiza Cupra. Því er þröng á þingi er kemur að þessari gerð bíla, en Mazda ætlar engu að síður ekki að eftirláta ofantöldum bílum um sviðið. Mazda hefur gengið mjög vel að selja bíla sína undanfarið og hafa nýir bílar þeirra fengið frábærar móttökur þeirra sem fjalla um bíla, sem og meðal bílkaupenda. Mazdaspeed2 gæti fengið sömu vél og verður í Mazda MX-5 Miata, þ.e. fremur smáa vél með forþjöppu sem kreistir út um 200 hestöflum.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent