Hvernig gat þetta endað vel? Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2014 11:13 Mótorhjólaslys enda oftast afar illa enda eru mótorhjólamenn nokkuð berskjaldaðir gegn bílum á vegum úti. Hér er ansi magnað dæmi um slys sem endað gæti illa, en bæði heppni og lipurð ökumanns mótorhjólsins sem hér ekur ógnarhratt aftan á bíl, gerir það að verkum að slysið lítur út eins og vel heppnað atriði í bíómynd. Ökumaður mótorhjólsins kastast uppá þak bílsins en fer heljarstökk fyrir lendinguna og lendir standandi á þakinu. Hreint magnað atriði þó svo það hafi ekki verið skipulagt. Auðvitað gerðist þetta á hinum hættulegu vegum í Rússlandi og eins og svo oft áður náðist það á myndavél sem Rússum er svo tamt að hafa á mælaborðinu í bílum sínum. Kannski ætti þessi mótorhjólamaður að sækja um vinnu í Cirque du Soleil! Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent
Mótorhjólaslys enda oftast afar illa enda eru mótorhjólamenn nokkuð berskjaldaðir gegn bílum á vegum úti. Hér er ansi magnað dæmi um slys sem endað gæti illa, en bæði heppni og lipurð ökumanns mótorhjólsins sem hér ekur ógnarhratt aftan á bíl, gerir það að verkum að slysið lítur út eins og vel heppnað atriði í bíómynd. Ökumaður mótorhjólsins kastast uppá þak bílsins en fer heljarstökk fyrir lendinguna og lendir standandi á þakinu. Hreint magnað atriði þó svo það hafi ekki verið skipulagt. Auðvitað gerðist þetta á hinum hættulegu vegum í Rússlandi og eins og svo oft áður náðist það á myndavél sem Rússum er svo tamt að hafa á mælaborðinu í bílum sínum. Kannski ætti þessi mótorhjólamaður að sækja um vinnu í Cirque du Soleil!
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent