Hvernig gat þetta endað vel? Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2014 11:13 Mótorhjólaslys enda oftast afar illa enda eru mótorhjólamenn nokkuð berskjaldaðir gegn bílum á vegum úti. Hér er ansi magnað dæmi um slys sem endað gæti illa, en bæði heppni og lipurð ökumanns mótorhjólsins sem hér ekur ógnarhratt aftan á bíl, gerir það að verkum að slysið lítur út eins og vel heppnað atriði í bíómynd. Ökumaður mótorhjólsins kastast uppá þak bílsins en fer heljarstökk fyrir lendinguna og lendir standandi á þakinu. Hreint magnað atriði þó svo það hafi ekki verið skipulagt. Auðvitað gerðist þetta á hinum hættulegu vegum í Rússlandi og eins og svo oft áður náðist það á myndavél sem Rússum er svo tamt að hafa á mælaborðinu í bílum sínum. Kannski ætti þessi mótorhjólamaður að sækja um vinnu í Cirque du Soleil! Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent
Mótorhjólaslys enda oftast afar illa enda eru mótorhjólamenn nokkuð berskjaldaðir gegn bílum á vegum úti. Hér er ansi magnað dæmi um slys sem endað gæti illa, en bæði heppni og lipurð ökumanns mótorhjólsins sem hér ekur ógnarhratt aftan á bíl, gerir það að verkum að slysið lítur út eins og vel heppnað atriði í bíómynd. Ökumaður mótorhjólsins kastast uppá þak bílsins en fer heljarstökk fyrir lendinguna og lendir standandi á þakinu. Hreint magnað atriði þó svo það hafi ekki verið skipulagt. Auðvitað gerðist þetta á hinum hættulegu vegum í Rússlandi og eins og svo oft áður náðist það á myndavél sem Rússum er svo tamt að hafa á mælaborðinu í bílum sínum. Kannski ætti þessi mótorhjólamaður að sækja um vinnu í Cirque du Soleil!
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent