Fótbolti

Rummenigge hefur ekki áhyggjur af hótunum Platini

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Þegar allt lék í lyndi hjá Platini og Ribery.
Þegar allt lék í lyndi hjá Platini og Ribery. Vísir/getty
Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri Bayern Munchen, staðfesti í gær að Frank Ribery hefði komist að samkomulagi við franska knattspyrnusambandið um að leggja landsliðsskónna á hilluna.

Ribery ákvað í ágúst að leggja landsliðsskónna á hilluna eftir að hafa leikið 80 leiki fyrir franska landsliðið. Talaði Ribery um að hann vildi einbeita sér að því að leika fyrir Bayern Munchen næstu ár en hann hefur glímt við töluvert af meiðslum undanfarin ár.

Forseti UEFA, fyrrum franski miðjumaðurinn Michel Platini, sagði að UEFA myndi setja Ribery í bann kæmi til þess að hann myndi neita að leika með franska landsliðinu.

„Hann getur ekki einfaldlega ákveðið hvort hann leikur með landsliðinu, það er hlutverk Didier Deschamps að ákveða það,“ sagði Platini en Rummenigge segir að það sé þegar búið að leysa þetta.

„Rétt eins og þegar Lahm lagði landsliðsskónna á hilluna var þetta unnið í samstarfi við knattspyrnusambandið. Deschamps mun ekki kalla hann í landsliðið þótt að Platini sé að hóta einhverju.“


Tengdar fréttir

Ribery hættur með franska landsliðinu

Franski kantmaðurinn hefur ákveðið að leggja landsliðsskónna á hilluna til þess að geta einbeitt sér að ferlinum með Bayern Munchen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×