Serena Williams komst rétt í þessu í úrslit Opna bandaríska meistaramótsins í tennis þriðja árið í röð eftir að hafa lagt Ekaterina Makarova að velli í undanúrslitum.
Fyrr í dag tryggði hin danska Carolina Wozniacki sér sæti í úrslitum með því að hafa betur í tveimur settum 7-6 og 4-3 gegn Peng Shuai sem neyddist til þess að hætta í öðru setti vegna meiðsla.
Serena sem er í dag efst á heimslistanum í tennis mætti Makarova í seinni leik dagsins. Serena sýndi gríðarlega yfirburði í fyrsta settinu sem hún vann 6-1 og fylgdi því eftir í öðru settinu sem hún vann 5-3.
Það verða því Serena og Carolina sem mætast í úrslitum á sunnudaginn en óhætt er að segja að Serena sé sigurstranglegri.
Carolina hefur aldrei unnið á einum af fjórum stórmótunum í tennis en Serena hefur sautján sinnum unnið á stórmóti, þar af fimm sinnum Opna bandaríska sem hún hefur unnið tvö ár í röð.
