Gunnar: Menn geta rifið kjaft eins og þeir vilja Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. september 2014 11:30 Gunnar Nelson í Stokkhólmi. vísir/getty Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Stokkhólmi 4. október, en hann er við æfingar í Dyflinni á Írlandi þessa dagana í æfingasal þjálfara síns, JohnKavanagh.Myndband af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. Hann veitti bardagasíðunni Severe MMA viðtal í búrinu í SBG-æfingasalnum og var fyrst spurður út í hvort hann hefði virkilega sýnt smá tilfinningar eftir sigurinn á ZakCummings í Dyflinni í júlí, en Gunnar er ekki þekktur fyrir að vera mjög æstur maður. „Já, það gæti vel verið, ég veit það ekki alveg samt. Eina sem ég veit, er að fólkið í salnum var alveg magnað. Þetta var eitthvað sem ég hef ekki fundið fyrir áður. Kannski missti ég mig aðeins,“ segir Gunnar. Gunnar hefur verið öflugur á Twitter undanfarna mánuði og notað þann samfélagsmiðil mun meira. Hann viðurkennir að faðir hans, Haraldur Nelson, kemur að Twitter-síðunni, en sjálfur er hann byrjaður á öðrum samfélagsmiðli. „Pabbi hjálpar mér á Twitter, en ég var að byrja á Instagram og sé um það sjálfur. Ég hef meira gaman að Instagram. Það eru bara myndir og smá texti,“ segir hann, en Gunnar ætlaði að taka sér smá frí áður en boðið um bardagann í Stokkhólmi barst. „Ég ætlaði að taka mér frí en þá bauðst mér þetta tækifæri og ég stökk á það. Ég, kærastan og fjölskyldan vorum sammála um að ég myndi berjast núna og fá svo smá frí fram á næsta ár.“vísir/gettyÞað er ekki óalgengt fyrir bardaga í UFC að menn keppist við að hrauna yfir hvorn annan í viðtölum, en Gunnar hefur aldrei stundað það. Hann var spurður hvort ekki mætti búast við að menn færu að senda honum tóninn til að reyna að koma honum meira úr jafnvægi. „Það gæti vel verið. Það hefur alveg verið í gangi í fortíðinni. Það hefur samt engin áhrif á mig. Menn geta sagt það sem þeir vilja, en þegar allt kemur til alls er þetta bara kjaftæði. Menn verða alltaf að stíga inn í búrið og gera það sem þeir þurfa að gera,“ segir Gunnar sem er farin að láta sig dreyma um UFC-bardagakvöld á Íslandi. „Ef UFC kemur til Íslands verð ég stór hluti af því. Það er engin spurning. Eins og staðan er þá eigum við enga staði til að berjast á í UFC, en ég ætla að fara að skoða þetta betur.“ „Eins og ég sé þetta þá er Ísland staður þar sem Bandaríkin getur mætt Evrópu. Þetta er mitt á milli. Þetta er styttra flug fyrir báða aðila,“ segir Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Bardagakappinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Stokkhólmi þar sem hann verður aðalstjarnan í byrjun október. 21. ágúst 2014 23:30 Rick Story: Vissi að Gunnar yrði stjarna frá því ég sá hann fyrst Gunnar Nelson og mótherji hans í viðtali í vinsælum MMA-hlaðvarpsþætti í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2014 14:45 Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND. 24. ágúst 2014 09:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Stokkhólmi 4. október, en hann er við æfingar í Dyflinni á Írlandi þessa dagana í æfingasal þjálfara síns, JohnKavanagh.Myndband af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. Hann veitti bardagasíðunni Severe MMA viðtal í búrinu í SBG-æfingasalnum og var fyrst spurður út í hvort hann hefði virkilega sýnt smá tilfinningar eftir sigurinn á ZakCummings í Dyflinni í júlí, en Gunnar er ekki þekktur fyrir að vera mjög æstur maður. „Já, það gæti vel verið, ég veit það ekki alveg samt. Eina sem ég veit, er að fólkið í salnum var alveg magnað. Þetta var eitthvað sem ég hef ekki fundið fyrir áður. Kannski missti ég mig aðeins,“ segir Gunnar. Gunnar hefur verið öflugur á Twitter undanfarna mánuði og notað þann samfélagsmiðil mun meira. Hann viðurkennir að faðir hans, Haraldur Nelson, kemur að Twitter-síðunni, en sjálfur er hann byrjaður á öðrum samfélagsmiðli. „Pabbi hjálpar mér á Twitter, en ég var að byrja á Instagram og sé um það sjálfur. Ég hef meira gaman að Instagram. Það eru bara myndir og smá texti,“ segir hann, en Gunnar ætlaði að taka sér smá frí áður en boðið um bardagann í Stokkhólmi barst. „Ég ætlaði að taka mér frí en þá bauðst mér þetta tækifæri og ég stökk á það. Ég, kærastan og fjölskyldan vorum sammála um að ég myndi berjast núna og fá svo smá frí fram á næsta ár.“vísir/gettyÞað er ekki óalgengt fyrir bardaga í UFC að menn keppist við að hrauna yfir hvorn annan í viðtölum, en Gunnar hefur aldrei stundað það. Hann var spurður hvort ekki mætti búast við að menn færu að senda honum tóninn til að reyna að koma honum meira úr jafnvægi. „Það gæti vel verið. Það hefur alveg verið í gangi í fortíðinni. Það hefur samt engin áhrif á mig. Menn geta sagt það sem þeir vilja, en þegar allt kemur til alls er þetta bara kjaftæði. Menn verða alltaf að stíga inn í búrið og gera það sem þeir þurfa að gera,“ segir Gunnar sem er farin að láta sig dreyma um UFC-bardagakvöld á Íslandi. „Ef UFC kemur til Íslands verð ég stór hluti af því. Það er engin spurning. Eins og staðan er þá eigum við enga staði til að berjast á í UFC, en ég ætla að fara að skoða þetta betur.“ „Eins og ég sé þetta þá er Ísland staður þar sem Bandaríkin getur mætt Evrópu. Þetta er mitt á milli. Þetta er styttra flug fyrir báða aðila,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Bardagakappinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Stokkhólmi þar sem hann verður aðalstjarnan í byrjun október. 21. ágúst 2014 23:30 Rick Story: Vissi að Gunnar yrði stjarna frá því ég sá hann fyrst Gunnar Nelson og mótherji hans í viðtali í vinsælum MMA-hlaðvarpsþætti í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2014 14:45 Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND. 24. ágúst 2014 09:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Bardagakappinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Stokkhólmi þar sem hann verður aðalstjarnan í byrjun október. 21. ágúst 2014 23:30
Rick Story: Vissi að Gunnar yrði stjarna frá því ég sá hann fyrst Gunnar Nelson og mótherji hans í viðtali í vinsælum MMA-hlaðvarpsþætti í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2014 14:45
Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND. 24. ágúst 2014 09:00