Í undanúrslitunum mætir Wozniacki Peng Shuai frá Kína. Peng tryggði sér sæti í undanúrslitunum með því að leggja hina 17 ára gömlu Belindu Bencic frá Sviss í fjórðungsúrslitum. Þetta er í fyrsta sinn sem Peng kemst í undanúrslit á stórmóti.
Í dag kemur það svo í ljós hverjar mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni. Þá mætast annars vegar Serena Williams, sem situr í efsta sæti heimslistans, og Flavia Pennetta og hins vegar Victoria Azarenka og Ekaterina Makarova.

Stærsta leikurinn í átta-manna úrslitum er án vafa stórslagur Novaks Djokovic og Andys Murray, en þeir mættust í úrslitum Opna bandaríska fyrir tveimur árum.
Í hinum viðureignunum mætast Stan Wawrinka frá Sviss og Japaninn Kei Nishikori, Tékkinn Tomáš Berdych og Marin Čilić frá Króatíu, og Gaël Monfils frá Frakklandi og Svisslendingurinn Roger Federer.
Undanúrslit í kvennaflokki:
Caroline Wozniacki - Peng Shuai
Serena Williams/Flavia Pennetta - Victoria Azarenka/Ekaterina Makarova
Átta-manna úrslit í karlaflokki:
Novak Djokovic - Andy Murray
Stan Wawrinka - Kei Nishikori
Tomáš Berdych - Marin Čilić
Gaël Monfils - Roger Federer