Bensínlítrinn á 107 krónur í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2014 09:34 Bandaríkjamenn dæla bensíninu glaðari en íbúar margra annarra heimshluta. Verð á bensíni hefur verið á niðurleið í Bandaríkjunum að undaförnu og ekki verið lægra á þessum tíma árs frá því árið 2010. Meðalverð á galloni bensíns er nú 3,45 dollarar, eða 107 krónur á hvern lítra. Er það innan við 44% af bensínverði hér á landi. Bensínverð vestanhafs hefur lækkað um fjórðung dollars frá því í júní, eða um ríflega 7%. Samsvarandi lækkun hérlendis myndi breyta bensínverði úr 244 í 227 krónur. Helsta ástæðan fyrir lækkun bensínverðs í Bandaríkjunum nú er lækkun verðs á olíu sem unnin er í Norðusjó. Einnig hefur aukin framleiðsla á olíu frá Líbíu haft áhrif til lækkunar verðs. Það eru því ekki innlendar ástæður sem liggja að baki lækkun bensínverðs vestanhafs. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent
Verð á bensíni hefur verið á niðurleið í Bandaríkjunum að undaförnu og ekki verið lægra á þessum tíma árs frá því árið 2010. Meðalverð á galloni bensíns er nú 3,45 dollarar, eða 107 krónur á hvern lítra. Er það innan við 44% af bensínverði hér á landi. Bensínverð vestanhafs hefur lækkað um fjórðung dollars frá því í júní, eða um ríflega 7%. Samsvarandi lækkun hérlendis myndi breyta bensínverði úr 244 í 227 krónur. Helsta ástæðan fyrir lækkun bensínverðs í Bandaríkjunum nú er lækkun verðs á olíu sem unnin er í Norðusjó. Einnig hefur aukin framleiðsla á olíu frá Líbíu haft áhrif til lækkunar verðs. Það eru því ekki innlendar ástæður sem liggja að baki lækkun bensínverðs vestanhafs.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent