Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 29-29 | Ragnar tryggði FH stig gegn meisturunum Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 19. september 2014 14:51 Selfyssingurinn Einar Sverrisson er mættur í ÍBV og átti fínan leik í kvöld. Vísir/Andri Marinó Ragnar Jóhannsson tryggði FH stig gegn Íslandsmeisturum ÍBV með því að skora síðasta mark leiksins þegar FH og ÍBV gerðu 29-29 jafntefli í fyrstu umferð Olís deildar karla. Talsverður haustbragur var á leik beggja liða, en það er óhætt að segja að varnarleikurinn hafi ekki verið í fyrirrúmi í Kaplakrika í kvöld, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og eftir 12. mínútna leik var staðan orðin 4-7, ÍBV í vil. Þá var HalldóriJóhanni Sigfússyni, þjálfara FH, nóg boðið og tók leikhlé. Það skilaði þó litlu fyrst um sinn, en ÍBV komst mest fjórum mörkum yfir, 8-12 og 9-13. Varnarleikur FH var slakur og markverðir liðsins vörðu sitt fyrsta skot fyrr en á 22. mínútu.Einar Sverrisson, vinstri skytta Eyjamanna, var sérlega öflugur á þessum kafla en hann skoraði alls fjögur mörk í fyrri hálfleik. Einars, sem kom frá Selfossi fyrir tímabilið, bíður erfitt verkefni að fylla skarð Róberts Arons Hostert, besta leikmanns Íslandsmótsins í fyrra, en byrjunin lofar allavega góðu. Einar gaf þó talsvert eftir í seinni hálfleik eins og öll útilína ÍBV. FH-ingar náðu ágætis spretti undir lok fyrri hálfleiks, en staðan að honum loknum var 15-17, ÍBV í vil.Ísak Rafnsson skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og minnkaði muninn í eitt mark, en Eyjamenn svöruðu með 5-1 kafla og þegar 21 mínúta var til leiksloka var staðan orðin 17-22.Theodór Sigurbjörnsson fór mikinn á þessum kafla og skoraði m.a. þrjú hraðaupphlaupsmörk í röð. Theodór lék afar vel og var markahæstur Eyjamanna í leiknum með átta mörk úr tíu skotum. Smám saman vöknuðu Hafnfirðingar úr rotinu og fóru að saxa á forskot gestanna. Benedikt Reynir Kristinsson var drjúgur og þá átti Ísak Rafnsson afbragðs leik, en hann skoraði sjö mörk fyrir FH og var markahæstur í liði heimamanna. Það var þó fyrr en sjö mínútum fyrir leikslok að FH-ingum tókst að jafna (26-26), en þar var að verki Magnús Óli Magnússon. Eyjamenn svöruðu með tveimur mörkum en aftur jöfnuðu FH-ingar í 28-28. Lokamínútan var gríðarlega spennandi. Magnús Stefánsson kom ÍBV yfir í 28-29 eftir vel útfærða sókn. FH-ingar tóku leikhlé og að því loknu tókst Ragnari Jóhannssyni að jafna metin í 29-29, eins og fyrr sagði. Eyjamenn náðu ekki að nýta lokasókn leiksins og liðin skildu því jöfn, 29-29. Eyjamenn taka á móti ÍR-ingum í næstu umferð á meðan FH-ingar sækja Framara heim.Magnús Óli Magnússon reynir skot að marki fyrir FH í kvöld.Vísir/Andri MarinóHalldór: Erfitt að spila á móti þessari vörn Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, segir að hans menn hafi sloppið vel með stig gegn Íslandsmeisturum ÍBV í kvöld. FH-ingar voru undir nær allan tímann, en Ragnar Jóhannsson tryggði þeim stig með því að skora síðasta mark leiksins á lokamínútunni. „Við vorum lengi í gang og mér fannst spennustigið vera of hátt hjá liðinu. Við gerðum of mikið af klaufalegum mistökum, bæði í vörn og sókn. Tapaðir boltar voru alltof margir. „Það er erfitt að spila á móti þessari vörn sem ÍBV spilar. Þeir setja leikmenn undir mikla pressu og ef menn eru ekki með kaldan haus gera þeir stór mistök. „Varnarleikurinn var til að byrja með ekki upp á marga fiska og það kom einnig óöryggi út af því að markvarslan var lítil,“ sagði Halldór sem var þó ánægður með að hans menn gáfust ekki upp. „Við unnum á og komust til baka, sem er jákvætt. Og það sýnir kannski að það sé karakter í liðinu og allt það, en frammistaðan var alltof sveiflukennd. „Við getum ekki verið ósáttir með þetta stig. Það hefði verið ósanngjarnt að stela tveimur stigum, en ég hefði glaður þegið þau,“ sagði Halldór að lokum.Eyjamenn voru hársbreidd frá sigri.Vísir/Andri MarinóGunnar: Sindri er ekkert að fara að spila strax Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, var að vonum ósáttur eftir að Eyjamanna misstu unnin leik gegn FH niður í jafntefli í kvöld. „Við fórum illa að ráði okkar og ég var ekki nógu ánægður með varnarleikinn í dag. „Sóknarleikurinn var lengst af góður, en það komu nokkrar sóknir í seinni hálfleik þar sem við vorum óagaðir og þeir refsuðu okkur um hæl,“ sagði Gunnar sem sá þó ýmislegt jákvætt við leik sinna manna. „Það er sterkt að koma á erfiðan útivöll og ná í stig. Fyrirfram hefði ég alveg þegið stigið. En miðað við hvernig leikurinn spilaðist vorum við klaufar að klára þetta ekki.“ En hvernig horfir framhaldið við Gunnari? „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður erfiður vetur og við hlökkum til að takast á við verkefnið. Þetta er maraþon, við þekkjum það, en við þurfum bara að bæta okkur í hverjum leik og verða betri með hverri vikunni sem líður. „Leikurinn var svipaður og ég bjóst við en ég hefði viljað halda þetta út. Við erum fullir sjálfstrauts og vitum að við getum unnið hvaða lið sem er, en að sama skapi getum við tapað fyrir hverjum sem er,“ sagði Gunnar. Sindri Haraldsson, varnarmaðurinn sterki, lék ekki með ÍBV í kvöld vegna meiðsla, en Gunnar segir að hann verði líklega lengi frá. „Sindri er meiddur á kvið og verður frá í einhvern tíma. Þetta lítur ekkert alltof vel út, hann er slæmur og er ekkert að fara að spila strax.“Theodór og Andri Heimir Friðriksson fagna marki þess fyrrnefnda í kvöld.Vísir/Andri MarinóTheodór: Ég var betri „Mér fannst við eiga að taka þennan leik, en við vorum klaufar að hafa ekki náð að klára þetta,“ sagði Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður íBV, eftir jafnteflið gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Eyjamenn voru yfir nær allan leikinn, en gáfu eftir undir lokin og FH-ingar gengu á lagið og tryggðu sér stig. „Þetta var fínn leikur og vel spilaður af okkar hálfu. Við köstuðum boltanum svolítið frá okkur í lokin sem gerði það að verkum að FH komst inn í leikinn. Úr varð hörkuleikur,“ sagði Theodór sem var markahæstur í liði ÍBV með átta mörk. Bróðir Theodórs, Eiður Aron, var einnig á skotskónum í kvöld, en hann skoraði mark Sandnes Ulf í 1-1 jafntefli gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. En hvor þeirra bræðra átti betra kvöld að mati Theodórs? „Hvað skoraði ég mörg mörk? Átta segirðu. Þá var ég betri,“ sagði Eyjamaðurinn léttur áður en hann hljóp út í rútu. Olís-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Ragnar Jóhannsson tryggði FH stig gegn Íslandsmeisturum ÍBV með því að skora síðasta mark leiksins þegar FH og ÍBV gerðu 29-29 jafntefli í fyrstu umferð Olís deildar karla. Talsverður haustbragur var á leik beggja liða, en það er óhætt að segja að varnarleikurinn hafi ekki verið í fyrirrúmi í Kaplakrika í kvöld, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og eftir 12. mínútna leik var staðan orðin 4-7, ÍBV í vil. Þá var HalldóriJóhanni Sigfússyni, þjálfara FH, nóg boðið og tók leikhlé. Það skilaði þó litlu fyrst um sinn, en ÍBV komst mest fjórum mörkum yfir, 8-12 og 9-13. Varnarleikur FH var slakur og markverðir liðsins vörðu sitt fyrsta skot fyrr en á 22. mínútu.Einar Sverrisson, vinstri skytta Eyjamanna, var sérlega öflugur á þessum kafla en hann skoraði alls fjögur mörk í fyrri hálfleik. Einars, sem kom frá Selfossi fyrir tímabilið, bíður erfitt verkefni að fylla skarð Róberts Arons Hostert, besta leikmanns Íslandsmótsins í fyrra, en byrjunin lofar allavega góðu. Einar gaf þó talsvert eftir í seinni hálfleik eins og öll útilína ÍBV. FH-ingar náðu ágætis spretti undir lok fyrri hálfleiks, en staðan að honum loknum var 15-17, ÍBV í vil.Ísak Rafnsson skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og minnkaði muninn í eitt mark, en Eyjamenn svöruðu með 5-1 kafla og þegar 21 mínúta var til leiksloka var staðan orðin 17-22.Theodór Sigurbjörnsson fór mikinn á þessum kafla og skoraði m.a. þrjú hraðaupphlaupsmörk í röð. Theodór lék afar vel og var markahæstur Eyjamanna í leiknum með átta mörk úr tíu skotum. Smám saman vöknuðu Hafnfirðingar úr rotinu og fóru að saxa á forskot gestanna. Benedikt Reynir Kristinsson var drjúgur og þá átti Ísak Rafnsson afbragðs leik, en hann skoraði sjö mörk fyrir FH og var markahæstur í liði heimamanna. Það var þó fyrr en sjö mínútum fyrir leikslok að FH-ingum tókst að jafna (26-26), en þar var að verki Magnús Óli Magnússon. Eyjamenn svöruðu með tveimur mörkum en aftur jöfnuðu FH-ingar í 28-28. Lokamínútan var gríðarlega spennandi. Magnús Stefánsson kom ÍBV yfir í 28-29 eftir vel útfærða sókn. FH-ingar tóku leikhlé og að því loknu tókst Ragnari Jóhannssyni að jafna metin í 29-29, eins og fyrr sagði. Eyjamenn náðu ekki að nýta lokasókn leiksins og liðin skildu því jöfn, 29-29. Eyjamenn taka á móti ÍR-ingum í næstu umferð á meðan FH-ingar sækja Framara heim.Magnús Óli Magnússon reynir skot að marki fyrir FH í kvöld.Vísir/Andri MarinóHalldór: Erfitt að spila á móti þessari vörn Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, segir að hans menn hafi sloppið vel með stig gegn Íslandsmeisturum ÍBV í kvöld. FH-ingar voru undir nær allan tímann, en Ragnar Jóhannsson tryggði þeim stig með því að skora síðasta mark leiksins á lokamínútunni. „Við vorum lengi í gang og mér fannst spennustigið vera of hátt hjá liðinu. Við gerðum of mikið af klaufalegum mistökum, bæði í vörn og sókn. Tapaðir boltar voru alltof margir. „Það er erfitt að spila á móti þessari vörn sem ÍBV spilar. Þeir setja leikmenn undir mikla pressu og ef menn eru ekki með kaldan haus gera þeir stór mistök. „Varnarleikurinn var til að byrja með ekki upp á marga fiska og það kom einnig óöryggi út af því að markvarslan var lítil,“ sagði Halldór sem var þó ánægður með að hans menn gáfust ekki upp. „Við unnum á og komust til baka, sem er jákvætt. Og það sýnir kannski að það sé karakter í liðinu og allt það, en frammistaðan var alltof sveiflukennd. „Við getum ekki verið ósáttir með þetta stig. Það hefði verið ósanngjarnt að stela tveimur stigum, en ég hefði glaður þegið þau,“ sagði Halldór að lokum.Eyjamenn voru hársbreidd frá sigri.Vísir/Andri MarinóGunnar: Sindri er ekkert að fara að spila strax Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, var að vonum ósáttur eftir að Eyjamanna misstu unnin leik gegn FH niður í jafntefli í kvöld. „Við fórum illa að ráði okkar og ég var ekki nógu ánægður með varnarleikinn í dag. „Sóknarleikurinn var lengst af góður, en það komu nokkrar sóknir í seinni hálfleik þar sem við vorum óagaðir og þeir refsuðu okkur um hæl,“ sagði Gunnar sem sá þó ýmislegt jákvætt við leik sinna manna. „Það er sterkt að koma á erfiðan útivöll og ná í stig. Fyrirfram hefði ég alveg þegið stigið. En miðað við hvernig leikurinn spilaðist vorum við klaufar að klára þetta ekki.“ En hvernig horfir framhaldið við Gunnari? „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður erfiður vetur og við hlökkum til að takast á við verkefnið. Þetta er maraþon, við þekkjum það, en við þurfum bara að bæta okkur í hverjum leik og verða betri með hverri vikunni sem líður. „Leikurinn var svipaður og ég bjóst við en ég hefði viljað halda þetta út. Við erum fullir sjálfstrauts og vitum að við getum unnið hvaða lið sem er, en að sama skapi getum við tapað fyrir hverjum sem er,“ sagði Gunnar. Sindri Haraldsson, varnarmaðurinn sterki, lék ekki með ÍBV í kvöld vegna meiðsla, en Gunnar segir að hann verði líklega lengi frá. „Sindri er meiddur á kvið og verður frá í einhvern tíma. Þetta lítur ekkert alltof vel út, hann er slæmur og er ekkert að fara að spila strax.“Theodór og Andri Heimir Friðriksson fagna marki þess fyrrnefnda í kvöld.Vísir/Andri MarinóTheodór: Ég var betri „Mér fannst við eiga að taka þennan leik, en við vorum klaufar að hafa ekki náð að klára þetta,“ sagði Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður íBV, eftir jafnteflið gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Eyjamenn voru yfir nær allan leikinn, en gáfu eftir undir lokin og FH-ingar gengu á lagið og tryggðu sér stig. „Þetta var fínn leikur og vel spilaður af okkar hálfu. Við köstuðum boltanum svolítið frá okkur í lokin sem gerði það að verkum að FH komst inn í leikinn. Úr varð hörkuleikur,“ sagði Theodór sem var markahæstur í liði ÍBV með átta mörk. Bróðir Theodórs, Eiður Aron, var einnig á skotskónum í kvöld, en hann skoraði mark Sandnes Ulf í 1-1 jafntefli gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. En hvor þeirra bræðra átti betra kvöld að mati Theodórs? „Hvað skoraði ég mörg mörk? Átta segirðu. Þá var ég betri,“ sagði Eyjamaðurinn léttur áður en hann hljóp út í rútu.
Olís-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira