Totti: Hef enn margt fram að færa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2014 15:45 Totti hefur spilað með Roma í rúma tvo áratugi. Vísir/Getty Fransesco Totti, fyrirliði Roma, er spenntur fyrir því að spila í Meistaradeild Evrópu á ný, en ítalska liðið mætir CSKA Moskvu á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld. Rúm þrjú ár eru síðan Roma lék síðast í Meistaradeildinni, en það var gegn Shakhtar Donetsk 8. mars 2011. Sá leikur fór ekki vel fyrir Totti og félaga sem máttu þola 3-0 tap fyrir úkraínska liðinu. Totti, sem verður 38 ára þarnæsta laugardag, segir að hann geti enn komið að gagni þrátt fyrir aldurinn. „Ég hef enn trú á sjálfum mér og er ánægður með það sem ég hef gert og er enn að gera,“ sagði Totti á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn CSKA Moskvu. „Mér finnst ég enn hafa margt fram að færa og ég verð sá fyrsti til að stíga til hliðar ef mér finnst ég ekki vera nógu góður fyrir liðið. En það er ánægjulegt fyrir mig og allan hópinn að vera kominn aftur í Meistaradeildina. Þetta eru leikirnir sem Roma á að vera að spila á hverju ári.“ Rómverjar voru ekki heppnir með riðil, en auk þeirra og CSKA Moskvu eru Þýskalandsmeistarar Bayern München og Englandsmeistarar Manchester City í riðlinum. Þrátt fyrir þennan erfiða riðil segir Totti að Roma eigi góða möguleika á að komast áfram í útsláttarkeppnina. „Við viljum komast eins langt og mögulegt er,“ sagði fyrirliðinn. „Við lentum í erfiðum riðli, en ég er ánægður með það. Við eigum möguleika gegn hvaða liði sem er. Ég vona að Roma komist lengra en undir stjórn Luciano Spalletti.“ Umræddur Spalletti kom Roma í átta-liða úrslit Meistaradeildarinnar tímabilin 2006-07 og 2007-08, en Manchester United sló ítalska liðið úr keppni í bæði skiptin. Roma tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeildinni með því að lenda í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Rómverjar hafa unnið báða leiki sína í deildinni heima fyrir til þessa.Totti bæði leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Roma.Vísir/Getty Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Fransesco Totti, fyrirliði Roma, er spenntur fyrir því að spila í Meistaradeild Evrópu á ný, en ítalska liðið mætir CSKA Moskvu á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld. Rúm þrjú ár eru síðan Roma lék síðast í Meistaradeildinni, en það var gegn Shakhtar Donetsk 8. mars 2011. Sá leikur fór ekki vel fyrir Totti og félaga sem máttu þola 3-0 tap fyrir úkraínska liðinu. Totti, sem verður 38 ára þarnæsta laugardag, segir að hann geti enn komið að gagni þrátt fyrir aldurinn. „Ég hef enn trú á sjálfum mér og er ánægður með það sem ég hef gert og er enn að gera,“ sagði Totti á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn CSKA Moskvu. „Mér finnst ég enn hafa margt fram að færa og ég verð sá fyrsti til að stíga til hliðar ef mér finnst ég ekki vera nógu góður fyrir liðið. En það er ánægjulegt fyrir mig og allan hópinn að vera kominn aftur í Meistaradeildina. Þetta eru leikirnir sem Roma á að vera að spila á hverju ári.“ Rómverjar voru ekki heppnir með riðil, en auk þeirra og CSKA Moskvu eru Þýskalandsmeistarar Bayern München og Englandsmeistarar Manchester City í riðlinum. Þrátt fyrir þennan erfiða riðil segir Totti að Roma eigi góða möguleika á að komast áfram í útsláttarkeppnina. „Við viljum komast eins langt og mögulegt er,“ sagði fyrirliðinn. „Við lentum í erfiðum riðli, en ég er ánægður með það. Við eigum möguleika gegn hvaða liði sem er. Ég vona að Roma komist lengra en undir stjórn Luciano Spalletti.“ Umræddur Spalletti kom Roma í átta-liða úrslit Meistaradeildarinnar tímabilin 2006-07 og 2007-08, en Manchester United sló ítalska liðið úr keppni í bæði skiptin. Roma tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeildinni með því að lenda í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Rómverjar hafa unnið báða leiki sína í deildinni heima fyrir til þessa.Totti bæði leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Roma.Vísir/Getty
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira