Viðskipti innlent

600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þorsteinn vill að ríkið ráðist í að kanna hagkvæmni þess að byggja áburðarverksmiðju.
Þorsteinn vill að ríkið ráðist í að kanna hagkvæmni þess að byggja áburðarverksmiðju. Vísir / Daníel
Áburðaverksmiðjan sem Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt til að ríkið kanni hagkvæmni og möguleika þess að reisa á að kosta 120 milljarða króna, samkvæmt áætlunum. Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpinu.



Í besta falli munu verða til 200 framtíðarstörf í verksmiðjunni. Það þýðir að 600 milljóna króna fjárfesting sé á bak við hvert framtíðarstarf, ef ekki er tekið tillit til afleiddra starfa sem mögulega verða til. Þess til viðbótar verða til allt að 600 tímabundin störf við byggingu sjálfrar verksmiðjunnar.



Ekki liggur ljóst fyrir hvaða aðilar eiga að fjármagna áburðarævintýrið en samkvæmt Þorsteini er til hópur áhugamanna um byggingu áburðarverksmiðju sem hefur unnið frumáætlun um byggingu verksmiðjunnar. Hann segir að þeir hafi gengið á fund ráðherra í síðustu ríkisstjórn en talað fyrir daufum eyrum.



Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×