Framsóknarmenn andsnúnir ýmsu í fjárlagafrumvarpinu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. september 2014 10:15 Fáir stjórnarliðar hafa talað jafn opinskátt um andstöðu sína við fjárlagafrumvarpið og Karl Garðarsson. Vísir / GVA Framsóknarmenn eru óánægðir með ýmsa hluti í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Framsóknarmenn mynda meirihluta á þingi með Sjálfstæðisflokki og standa því að fjárlagafrumvarpinu. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, er meðal Framsóknarmanna sem gagnrýnt hefur tillögur frumvarpsins en líklega hefur enginn verið jafn duglegur í gagnrýni sinni og Karl Garðarsson, þingmaður flokksins í Reykjavík. Gert er ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs í fjárlagafrumvarpinu annað árið í röð. Áfram er gerð rík aðhaldskrafa á ráðuneytin og undirstofnanir þeirra en gefið er í á nokkrum stöðum. Skiptar skoðanir eru á frumvarpinu, líkt og áður. Óvenju mikil óánægja er hinsvegar í stjórnarliðinu og má búast við breytingum á frumvarpinu í meðförum þingsins. Vísir tók saman fjórar breytingar sem gerðar eru í fjárlagafrumvarpinu sem ekki er einhugur um í stjórnarliðinu.Fallið er frá sérstakri skattlagningu á sykur í fjárlagafrumvarpi næsta árs.Kristin DuvallSykurskatturinnFrosti Sigurjónsson lýsti yfir efasemdum um lækkun sykurskatts á Facebook-síðu sinni. Sagði hann rök vera fyrir því að þeir sem borði mikinn sykur borgi fyrir það sérstakan skatt þar sem óhófleg sykurneysla gæti haft alvarlegar heilsufarsafleiðingar. Það yki svo kostnað í heilbrigðiskerfinu.Vísir / Vilhelm GunnarssonMatarskatturinn Fjölmargir Framsóknarmenn, til að mynda Vigdís Hauksdóttir, Karl Garðarsson og Elsa Lára Arnardóttir, hafa lýst sig andsnúna við hækkun virðisaukaskatts á matvæli. Óánægjan er svo mikil að samtal er hafið á milli stjórnarflokkanna að hætta við eða draga úr fyrirhuguðum hækkunum.„Ég mun berjast gegn þessum niðurskurði í fjárlaganefnd þingsins,“ segir Karl um niðurskurðinn.Vísir / Anton BrinkKynferðisbrot Karl Garðarsson lýsti undrun sinni á forgangsröðun fjármuna í fjárlagafrumvarpinu og benti á að fella ætti niður framlög til að tryggja skilvirk úrræði þolenda kynferðisbrota. Hann og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vinna nú að frumvarpi sem á að styrkja stöðu þeirra sem þurfa að sæta heimilisofbeldi.Halda á áfram átaksverkefni skattrannsóknarstjóra en skera niður fjárframlög.Vísir / Arnþór BirkissonSkattaeftirlit Eitt málið til viðbótar sem Karl Garðarsson hefur lýst sig andsnúinn er niðurskurður á fjárframlögum til skattrannsóknarstjóra. „Þessi ráðstöfun verður þeim mun undarlegri í ljósi þess að í frumvarpinu er viðurkennt að átaksverkefni skattrannsóknarstjóra hafi skilað miklum árangri,“ sagði hann um málið á Facebook. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00 Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52 Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Framsóknarmenn eru óánægðir með ýmsa hluti í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Framsóknarmenn mynda meirihluta á þingi með Sjálfstæðisflokki og standa því að fjárlagafrumvarpinu. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, er meðal Framsóknarmanna sem gagnrýnt hefur tillögur frumvarpsins en líklega hefur enginn verið jafn duglegur í gagnrýni sinni og Karl Garðarsson, þingmaður flokksins í Reykjavík. Gert er ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs í fjárlagafrumvarpinu annað árið í röð. Áfram er gerð rík aðhaldskrafa á ráðuneytin og undirstofnanir þeirra en gefið er í á nokkrum stöðum. Skiptar skoðanir eru á frumvarpinu, líkt og áður. Óvenju mikil óánægja er hinsvegar í stjórnarliðinu og má búast við breytingum á frumvarpinu í meðförum þingsins. Vísir tók saman fjórar breytingar sem gerðar eru í fjárlagafrumvarpinu sem ekki er einhugur um í stjórnarliðinu.Fallið er frá sérstakri skattlagningu á sykur í fjárlagafrumvarpi næsta árs.Kristin DuvallSykurskatturinnFrosti Sigurjónsson lýsti yfir efasemdum um lækkun sykurskatts á Facebook-síðu sinni. Sagði hann rök vera fyrir því að þeir sem borði mikinn sykur borgi fyrir það sérstakan skatt þar sem óhófleg sykurneysla gæti haft alvarlegar heilsufarsafleiðingar. Það yki svo kostnað í heilbrigðiskerfinu.Vísir / Vilhelm GunnarssonMatarskatturinn Fjölmargir Framsóknarmenn, til að mynda Vigdís Hauksdóttir, Karl Garðarsson og Elsa Lára Arnardóttir, hafa lýst sig andsnúna við hækkun virðisaukaskatts á matvæli. Óánægjan er svo mikil að samtal er hafið á milli stjórnarflokkanna að hætta við eða draga úr fyrirhuguðum hækkunum.„Ég mun berjast gegn þessum niðurskurði í fjárlaganefnd þingsins,“ segir Karl um niðurskurðinn.Vísir / Anton BrinkKynferðisbrot Karl Garðarsson lýsti undrun sinni á forgangsröðun fjármuna í fjárlagafrumvarpinu og benti á að fella ætti niður framlög til að tryggja skilvirk úrræði þolenda kynferðisbrota. Hann og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vinna nú að frumvarpi sem á að styrkja stöðu þeirra sem þurfa að sæta heimilisofbeldi.Halda á áfram átaksverkefni skattrannsóknarstjóra en skera niður fjárframlög.Vísir / Arnþór BirkissonSkattaeftirlit Eitt málið til viðbótar sem Karl Garðarsson hefur lýst sig andsnúinn er niðurskurður á fjárframlögum til skattrannsóknarstjóra. „Þessi ráðstöfun verður þeim mun undarlegri í ljósi þess að í frumvarpinu er viðurkennt að átaksverkefni skattrannsóknarstjóra hafi skilað miklum árangri,“ sagði hann um málið á Facebook.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00 Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52 Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00
Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00
Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52
Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41