Öflugasti blæjubíll heims Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2014 09:52 Ferrari 458 Speciale A. Ferrari mun kynna öflugasta blæjubíl sem fjöldaframleiddur hefur verið á bílasýningunni í París í næstu viku. Bíllinn heitir Ferrari 458 Speciale A og stendur A fyrir Aperta á ítölsku sem þýðir opinn. Hann þjáist sannarlega ekki af aflleysi því hestöflin eru 597 og koma frá 4,5 lítra V8 vél og tog hennar er 540 Nm. Hann er ekki nema sléttar 3 sekúndur í hundrað kílómeta hraða og 9,5 sekúndur í 200. Ferrari segir að bjæjuútfærsla bílsins sé 50 kílóum þyngri en venjulegur Ferrari 458 og að það taki aðeins 14 sekúndur að opna eða loka blæjunni. Í yfirbyggingu bílsins eru koltrefjar mikið notaðar til að létta bílinn. Meiningin er að framleiða 499 númeruð eintök af þessum aflmikla blæjubíl og verður Ferrari vafalaust ekki í vandræðum með að finna kaupendur sem fyrr. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent
Ferrari mun kynna öflugasta blæjubíl sem fjöldaframleiddur hefur verið á bílasýningunni í París í næstu viku. Bíllinn heitir Ferrari 458 Speciale A og stendur A fyrir Aperta á ítölsku sem þýðir opinn. Hann þjáist sannarlega ekki af aflleysi því hestöflin eru 597 og koma frá 4,5 lítra V8 vél og tog hennar er 540 Nm. Hann er ekki nema sléttar 3 sekúndur í hundrað kílómeta hraða og 9,5 sekúndur í 200. Ferrari segir að bjæjuútfærsla bílsins sé 50 kílóum þyngri en venjulegur Ferrari 458 og að það taki aðeins 14 sekúndur að opna eða loka blæjunni. Í yfirbyggingu bílsins eru koltrefjar mikið notaðar til að létta bílinn. Meiningin er að framleiða 499 númeruð eintök af þessum aflmikla blæjubíl og verður Ferrari vafalaust ekki í vandræðum með að finna kaupendur sem fyrr.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent