Valur og Keflavík mætast í úrslitum Lengjubikarsins | Myndir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2014 22:55 Það verða Valur og Keflavík sem mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í körfubolta, en undanúrslitaleikirnir fóru fram í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Þar mættust annars vegar Valur og Íslandsmeistarar Snæfells og hins vegar Keflavík og Haukar.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í kvöld og smellti af myndum sem sjá má hér fyrir neðan. Snæfell byrjaði leikinn mun betur og náði mest níu stiga forystu í fyrsta leikhluta. Valskonur náðu þó fljótlega áttum og þær leiddu með þremur stigum, 27-24, eftir fyrsta leikhluta. Valur hélt uppteknum hætti framan af öðrum leikhluta, en liðið náði tvívegis níu stiga forystu. Snæfellskonur vöknuðu þá til lífsins og minnkuðu muninn, en staðan var 42-41, Val í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Jafnt var á flestum tölum í þriðja leikhluta og staðan að honum loknum var jöfn, 64-64. Áfram var jafnræði með liðunum í fjórða leikhluta, en Valskonur sigu fram úr undir lokin og munaði þar miklu um framlag Joannu Harden sem skoraði alls 36 stig í leiknum. Lokatölur voru 84-80, Val í vil. Harden var stigahæst í liði Vals, en Ragna MargrétBrynjarsdóttir kom næst með 16 stig, auk þess sem hún tók níu fráköst.Kristen McCarthy var atkvæðamest í liði Íslandsmeistranna með 34 stig og 13 fráköst. Ellefu af 34 stigum McCarthy komu af vítalínunni, en hún hitti aðeins úr 30% af tveggja stiga skotum sínum í leiknum.Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 16 stig. HildurSigurðardóttir gældi við þrefalda tvennu (12-7-8), en líkt og McCarthy var hún í vandræðum með að hitta utan af velli. Haukar leiddu eftir fyrsta leikhluta í seinni leik kvöldsins, 16-17, en Keflavíkurkonur voru öflugari í öðrum leikhluta sem þær unnu með níu stigum. Keflavík leiddi í hálfleik, 44-36. Haukakonur komu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik, skoruðu fyrstu níu stigin og náðu forystunni, 44-45. Keflvíkurkonur tóku þó fljótlega við sér og komust átta stigum yfir um miðjan þriðja leikhluta, 55-47. Hafnarfjarðarliðið endaði leikhlutann betur og fyrir lokaleikhlutann var staðan 61-57, Keflavík í vil. Suðurnesjastúlkur tóku völdin í sínar hendur í upphafi fjórða leikhluta og náðu góðu forskoti sem Haukum tókst ekki að brúa. Keflavík vann að lokum með níu stigum, 94-83.Sara Rún Hinriksdóttir átti frábæran leik fyrir Keflavík; skoraði 26 stig, tók átta stig og gaf fimm stoðsendingar. Bríet Sif Hinriksdóttir kom næst með 14 stig.Lele Hardy var einu sinni sem oftar atkvæðamest í liði Hauka með 38 stig, 16 fráköst og fimm stoðsendingar. María Lind Sigurðardóttir skoraði tíu stig og Sylvía Rún Hálfdanardóttir skoraði sjö stig, tók sjö fráköst og varði þrjú skot. Úrslitaleikurinn verður í Ásgarði klukkan 14:00 á laugardaginn.Tölfræðin úr leikjum kvöldsins:Valur-Snæfell 84-80 (27-24, 15-17, 22-23, 20-16)Valur: Joanna Harden 36/5 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 16/9 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/6 fráköst/11 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 6/12 fráköst/3 varin skot, Margrét Ósk Einarsdóttir 4, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Rannveig María Björnsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Bergdís Sigurðardóttir 0.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 34/13 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 16/5 fráköst, Hildur Sigurdardottir 12/7 fráköst/8 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, María Björnsdóttir 2, Rósa Indriðadóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0, Aníta Rún Sæþórsdóttir 0.Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Aðalsteinn HrafnkelssonKeflavík-Haukar 94-83 (16-17, 28-19, 17-21, 33-26)Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 26/8 fráköst/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14, Ingunn Embla Kristínardóttir 14/5 stoðsendingar, Marín Laufey Davíðsdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 9/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Lovísa Falsdóttir 3/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2, Elfa Falsdottir 1, Irena Sól Jónsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.Haukar: LeLe Hardy 38/16 fráköst/5 stoðsendingar, María Lind Sigurðardóttir 10, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 7/7 fráköst/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 6, Dagbjört Samúelsdóttir 5, Inga Rún Svansdóttir 4, Dýrfinna Arnardóttir 3, Inga Sif Sigfúsdóttir 2, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0.Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Halldor Geir JenssonKristrún Sigurjónsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir eigast við í leik Vals og Snæfells.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli Dominos-deild kvenna Mest lesið Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Sjá meira
Það verða Valur og Keflavík sem mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í körfubolta, en undanúrslitaleikirnir fóru fram í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Þar mættust annars vegar Valur og Íslandsmeistarar Snæfells og hins vegar Keflavík og Haukar.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í kvöld og smellti af myndum sem sjá má hér fyrir neðan. Snæfell byrjaði leikinn mun betur og náði mest níu stiga forystu í fyrsta leikhluta. Valskonur náðu þó fljótlega áttum og þær leiddu með þremur stigum, 27-24, eftir fyrsta leikhluta. Valur hélt uppteknum hætti framan af öðrum leikhluta, en liðið náði tvívegis níu stiga forystu. Snæfellskonur vöknuðu þá til lífsins og minnkuðu muninn, en staðan var 42-41, Val í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Jafnt var á flestum tölum í þriðja leikhluta og staðan að honum loknum var jöfn, 64-64. Áfram var jafnræði með liðunum í fjórða leikhluta, en Valskonur sigu fram úr undir lokin og munaði þar miklu um framlag Joannu Harden sem skoraði alls 36 stig í leiknum. Lokatölur voru 84-80, Val í vil. Harden var stigahæst í liði Vals, en Ragna MargrétBrynjarsdóttir kom næst með 16 stig, auk þess sem hún tók níu fráköst.Kristen McCarthy var atkvæðamest í liði Íslandsmeistranna með 34 stig og 13 fráköst. Ellefu af 34 stigum McCarthy komu af vítalínunni, en hún hitti aðeins úr 30% af tveggja stiga skotum sínum í leiknum.Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 16 stig. HildurSigurðardóttir gældi við þrefalda tvennu (12-7-8), en líkt og McCarthy var hún í vandræðum með að hitta utan af velli. Haukar leiddu eftir fyrsta leikhluta í seinni leik kvöldsins, 16-17, en Keflavíkurkonur voru öflugari í öðrum leikhluta sem þær unnu með níu stigum. Keflavík leiddi í hálfleik, 44-36. Haukakonur komu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik, skoruðu fyrstu níu stigin og náðu forystunni, 44-45. Keflvíkurkonur tóku þó fljótlega við sér og komust átta stigum yfir um miðjan þriðja leikhluta, 55-47. Hafnarfjarðarliðið endaði leikhlutann betur og fyrir lokaleikhlutann var staðan 61-57, Keflavík í vil. Suðurnesjastúlkur tóku völdin í sínar hendur í upphafi fjórða leikhluta og náðu góðu forskoti sem Haukum tókst ekki að brúa. Keflavík vann að lokum með níu stigum, 94-83.Sara Rún Hinriksdóttir átti frábæran leik fyrir Keflavík; skoraði 26 stig, tók átta stig og gaf fimm stoðsendingar. Bríet Sif Hinriksdóttir kom næst með 14 stig.Lele Hardy var einu sinni sem oftar atkvæðamest í liði Hauka með 38 stig, 16 fráköst og fimm stoðsendingar. María Lind Sigurðardóttir skoraði tíu stig og Sylvía Rún Hálfdanardóttir skoraði sjö stig, tók sjö fráköst og varði þrjú skot. Úrslitaleikurinn verður í Ásgarði klukkan 14:00 á laugardaginn.Tölfræðin úr leikjum kvöldsins:Valur-Snæfell 84-80 (27-24, 15-17, 22-23, 20-16)Valur: Joanna Harden 36/5 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 16/9 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/6 fráköst/11 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 6/12 fráköst/3 varin skot, Margrét Ósk Einarsdóttir 4, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Rannveig María Björnsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Bergdís Sigurðardóttir 0.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 34/13 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 16/5 fráköst, Hildur Sigurdardottir 12/7 fráköst/8 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, María Björnsdóttir 2, Rósa Indriðadóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0, Aníta Rún Sæþórsdóttir 0.Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Aðalsteinn HrafnkelssonKeflavík-Haukar 94-83 (16-17, 28-19, 17-21, 33-26)Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 26/8 fráköst/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14, Ingunn Embla Kristínardóttir 14/5 stoðsendingar, Marín Laufey Davíðsdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 9/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Lovísa Falsdóttir 3/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2, Elfa Falsdottir 1, Irena Sól Jónsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.Haukar: LeLe Hardy 38/16 fráköst/5 stoðsendingar, María Lind Sigurðardóttir 10, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 7/7 fráköst/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 6, Dagbjört Samúelsdóttir 5, Inga Rún Svansdóttir 4, Dýrfinna Arnardóttir 3, Inga Sif Sigfúsdóttir 2, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0.Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Halldor Geir JenssonKristrún Sigurjónsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir eigast við í leik Vals og Snæfells.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Sjá meira