UFC 178: Cat Zingano snýr aftur eftir erfiðasta tímabil lífs síns Óskar Örn Árnason skrifar 25. september 2014 15:00 Cat Zingano sigraði Miesha Tate eftir tæknilegt rothögg í fyrra. Vísir/Getty UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. Zingano snýr aftur í búrið á laugardaginn eftir erfiðustu 17 mánuði lífs hennar. Í sínum fyrsta bardaga í UFC sigraði hún Miesha Tate á tæknilegu rothöggi í bardaga sem var valinn bardagi kvöldsins. Þrátt fyrir stuttan feril var Zingano lofað bardaga við meistarann, Rondu Rousey. Hún átti að þjálfa andspænis henni í The Ultimate Fighter þegar allt fór úrskeiðis. Fljótlega eftir bardagann kom í ljós að hún þyrfti að fara í skurðaðgerð á báðum hnjám og hafa þau meiðsli haldið henni frá keppni í 17 mánuði. Cat Zingano fékk ekki að þjálfa The Ultimate Fighter gegn Rondu Rousey vegna meiðslanna og tók Miesha Tate hennar stað. Þarna missti Zingano af miklu tækifæri enda fá þjálfarar The Ultimate Fighter mikla athygli. Það reyndist lítið áfall miðað við það sem koma skyldi. Þann 13. janúar framdi eiginmaður hennar, Mauricio Zingano, sjálfsmorð. Mauricio var ekki bara eiginmaður hennar heldur einnig yfirþjálfari hennar og sá sem kynnti henni fyrir brasilísku jiu-jitsu í upphafi. Hann hafði ætíð fylgt henni í bardaga og verður bardaginn á laugardaginn fyrsti bardagi hennar án Mauricio.Þrátt fyrir alla erfiðleikana er Cat Zingano mætt til leiks aftur. Zingano mætir Amanda Nunes sem hefur sigrað sína fyrstu tvo bardaga í UFC með rothöggi í fyrstu lotu. Með sigri fær Zingano titilbardagann sem henni var lofað fyrir meiðslin gegn núverandi bantamvigtarmeistara kvenna, Rondu Rousey. Takist henni að sigra nú á laugardaginn verður það að teljast ótrúlegt afrek eftir verstu 17 mánuði í lífi hennar. Nánar má lesa um Zingano á vef MMA Frétta hér. UFC 178 bardagakvöldið hefst kl 2 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Titilbardagi í fluguvigt - Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso Léttvigt: Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez Fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Dustin Poirier Millivigt: Tim Kennedy gegn Yoel Romero Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Amanda Nunes MMA Tengdar fréttir Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Sjá meira
UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. Zingano snýr aftur í búrið á laugardaginn eftir erfiðustu 17 mánuði lífs hennar. Í sínum fyrsta bardaga í UFC sigraði hún Miesha Tate á tæknilegu rothöggi í bardaga sem var valinn bardagi kvöldsins. Þrátt fyrir stuttan feril var Zingano lofað bardaga við meistarann, Rondu Rousey. Hún átti að þjálfa andspænis henni í The Ultimate Fighter þegar allt fór úrskeiðis. Fljótlega eftir bardagann kom í ljós að hún þyrfti að fara í skurðaðgerð á báðum hnjám og hafa þau meiðsli haldið henni frá keppni í 17 mánuði. Cat Zingano fékk ekki að þjálfa The Ultimate Fighter gegn Rondu Rousey vegna meiðslanna og tók Miesha Tate hennar stað. Þarna missti Zingano af miklu tækifæri enda fá þjálfarar The Ultimate Fighter mikla athygli. Það reyndist lítið áfall miðað við það sem koma skyldi. Þann 13. janúar framdi eiginmaður hennar, Mauricio Zingano, sjálfsmorð. Mauricio var ekki bara eiginmaður hennar heldur einnig yfirþjálfari hennar og sá sem kynnti henni fyrir brasilísku jiu-jitsu í upphafi. Hann hafði ætíð fylgt henni í bardaga og verður bardaginn á laugardaginn fyrsti bardagi hennar án Mauricio.Þrátt fyrir alla erfiðleikana er Cat Zingano mætt til leiks aftur. Zingano mætir Amanda Nunes sem hefur sigrað sína fyrstu tvo bardaga í UFC með rothöggi í fyrstu lotu. Með sigri fær Zingano titilbardagann sem henni var lofað fyrir meiðslin gegn núverandi bantamvigtarmeistara kvenna, Rondu Rousey. Takist henni að sigra nú á laugardaginn verður það að teljast ótrúlegt afrek eftir verstu 17 mánuði í lífi hennar. Nánar má lesa um Zingano á vef MMA Frétta hér. UFC 178 bardagakvöldið hefst kl 2 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Titilbardagi í fluguvigt - Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso Léttvigt: Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez Fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Dustin Poirier Millivigt: Tim Kennedy gegn Yoel Romero Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Amanda Nunes
MMA Tengdar fréttir Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Sjá meira
Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30