Jóhann fyrstur í bann: Þetta er helvíti hart Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2014 13:15 Jóhann Jóhannsson skoraði þrjú mörkí fyrstu umferð á móti Stjörnunni og fjögur á móti Val. vísir/valli Jóhann Jóhannsson, stórskytta Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta, var fyrstur manna úrskurðaður í leikbann á nýrri leiktíð á fyrsta fundi aganefndar HSÍ í gær. Jóhann fékk rautt spjald með skýrslu á 57. mínútu leiksins þegar hann virtist ýta GeirGuðmundssyni, leikmanni Vals, til jarðar. Geir fékk sjálfur rautt fyrir að stöðva Pétur Júníusson, línumann Aftureldingar, í hraðaupphlaupi og varð uppi smá æsingur eftir brotið. Jóhann kom á fullri ferð til að blanda sér í lætin en rann hálfpartinn til og ýtti við Geir sem féll til jarðar. Allt virkar þetta mjög klaufalegt eins og sjá má hér eftir eina mínútu og 17 sekúndur. „Ég er sammála því. Kannski fékk ég rautt því við rukum allir að þessu. Aðstæðurnar voru bara þannig. En þetta er helvíti hart samt,“ segir Jóhann sem ætlaði sér ekki að hrinda Geir. „Þetta er allt óviljandi. Við runnum allir þarna nokkra metra. Ég kíkti aðeins á þetta aftur í gær. Mér finnst þetta voðalega saklaust. Ég veit ekki hvort Geir rennur þarna sjálfur eða hvað gerist alveg. Ég ýti við honum eiginlega bara til að stöðva mig.“ Jóhann er þó engan veginn ósáttur við dómarana, hann er bara svekktur að missa af stórleiknum gegn ÍBV á laugardaginn í ljósi þess að Mosfellingar fara vel af stað og eru búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína. „Dómararnir gerðu bara það sem þeir héldu að væri rétt. Það var kominn smá æsingur í leikinn þannig þeir settu tvö rauð spjöld á loft. Ég var samt ánægður með þá í leiknum. Það er bara helvíti leiðinlegt að missa af leiknum gegn ÍBV því við erum á góðum skriði,“ segir Jóhann sem er vitaskuld ánægður með byrjun Aftureldingar. „Heldur betur. Það er frábært að byrja á tveimur sigrum. Við erum með flott lið og góðan móral. Einar Andri þjálfari er líka með þetta. Hann er seigur karlinn,“ segir Jóhann Jóhannsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 18-23 | Nýliðarnir skelltu Valsmönnum Afturelding vann sinn annan sigur í jafnmörgum leikjum þegar þeir lögðu Val af af velli á Hlíðarenda í kvöld. 21. september 2014 00:01 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira
Jóhann Jóhannsson, stórskytta Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta, var fyrstur manna úrskurðaður í leikbann á nýrri leiktíð á fyrsta fundi aganefndar HSÍ í gær. Jóhann fékk rautt spjald með skýrslu á 57. mínútu leiksins þegar hann virtist ýta GeirGuðmundssyni, leikmanni Vals, til jarðar. Geir fékk sjálfur rautt fyrir að stöðva Pétur Júníusson, línumann Aftureldingar, í hraðaupphlaupi og varð uppi smá æsingur eftir brotið. Jóhann kom á fullri ferð til að blanda sér í lætin en rann hálfpartinn til og ýtti við Geir sem féll til jarðar. Allt virkar þetta mjög klaufalegt eins og sjá má hér eftir eina mínútu og 17 sekúndur. „Ég er sammála því. Kannski fékk ég rautt því við rukum allir að þessu. Aðstæðurnar voru bara þannig. En þetta er helvíti hart samt,“ segir Jóhann sem ætlaði sér ekki að hrinda Geir. „Þetta er allt óviljandi. Við runnum allir þarna nokkra metra. Ég kíkti aðeins á þetta aftur í gær. Mér finnst þetta voðalega saklaust. Ég veit ekki hvort Geir rennur þarna sjálfur eða hvað gerist alveg. Ég ýti við honum eiginlega bara til að stöðva mig.“ Jóhann er þó engan veginn ósáttur við dómarana, hann er bara svekktur að missa af stórleiknum gegn ÍBV á laugardaginn í ljósi þess að Mosfellingar fara vel af stað og eru búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína. „Dómararnir gerðu bara það sem þeir héldu að væri rétt. Það var kominn smá æsingur í leikinn þannig þeir settu tvö rauð spjöld á loft. Ég var samt ánægður með þá í leiknum. Það er bara helvíti leiðinlegt að missa af leiknum gegn ÍBV því við erum á góðum skriði,“ segir Jóhann sem er vitaskuld ánægður með byrjun Aftureldingar. „Heldur betur. Það er frábært að byrja á tveimur sigrum. Við erum með flott lið og góðan móral. Einar Andri þjálfari er líka með þetta. Hann er seigur karlinn,“ segir Jóhann Jóhannsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 18-23 | Nýliðarnir skelltu Valsmönnum Afturelding vann sinn annan sigur í jafnmörgum leikjum þegar þeir lögðu Val af af velli á Hlíðarenda í kvöld. 21. september 2014 00:01 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 18-23 | Nýliðarnir skelltu Valsmönnum Afturelding vann sinn annan sigur í jafnmörgum leikjum þegar þeir lögðu Val af af velli á Hlíðarenda í kvöld. 21. september 2014 00:01