Ronaldo með 24 þrennur fyrir Real og nálgast fullt af markametum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2014 13:00 Cristiano Ronaldo raðar inn mörkum. vísir/getty Cristiano Ronaldo er svo sannarlega mættur aftur til leiks í fullu fjöri eftir meiðslin í sumar, en hann skoraði þrennu fyrir Real Madrid þegar liðið valtaði yfir Deportivo La Coruna, 8-2, síðastliðinn laugardag. Þetta var hvorki meira né minna en 24. þrennan sem Ronaldo skorar fyrir Real Madrid og komst hann með henni fram úr ungversku goðsögninni FerencPuskas sem skoraði 23 þrennur á sínum ferli með Madrídarliðinu. Alfredo di Stéfano á metið, en hann skoraði 28 þrennur fyrir Real Madrid. Ronaldo virðist hæglega getað ná því, og hvað þá metinu yfir flestar þrennur í spænsku 1. deildinni. Það met á Di Stefáno og Bilbao-goðsögnin TelmoZarra, en báðir skoruðu 22 þrennur í deildinni. Ronaldo er búinn að skora 20 þrennur í spænsku 1. deildinni og Messi 19. Ronaldo skoraði 17 mörk í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð þegar Real Madrid vann hana í tíunda sinn og bætti þar markametið sem Messi átti, en hann skoraði 14 mörk eina leiktíðina í Meistaradeildinni. Portúgalinn er í heildina búinn að skora 68 mörk í Meistaradeildinni, þremur minna en Spánverjinn Raúl sem skoraði 71 mark fyrir Real Madrid og Schalke. Ronaldo ætti að bæta það á þessari leiktíð. Kannski bara í næsta leik. Hann er líka að elta metið yfir flest mörk í Evrópukeppnum, en eftir að skora tvö gegn Sevilla í leiknum um Stórbikarinn í ágúst er hann nú kominn með 71 mark í Evrópu. Hann komst með því fram úr Filippo Inzaghi, fyrrverandi leikmanni Juventus og AC Milan. Raúl á það met líka sem eru 76 mörk. Ronaldo hefur sagst ætla að enda sem markahæsti leikmaður Real Madrid frá upphafi, en hann er búinn að skora 260 mörk fyrir liðið. Raúl er þar einnig markahæstur með 323 mörk, en Ronaldo er í fjórða sæti á eftir Di Stéfano (308) og Santillana (290). Raúl skoraði 323 mörk í 741 leik en Ronaldo skoraði sín 260 í 253 sem gerir aðeins meira en eitt mark í leik. Það er betri árangur en nokkur maður á topp tíu listanum yfir markahæstu menn Real Madrid frá upphafi.Tölfræði Cristiano Ronaldo með Real Madrid: Leikir: 253 Mörk: 260 Þrennur: 24 Þrennur í deildinni: 20 Mörk í Meistaradeildinni: 68Goal.com tók saman. Spænski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo er svo sannarlega mættur aftur til leiks í fullu fjöri eftir meiðslin í sumar, en hann skoraði þrennu fyrir Real Madrid þegar liðið valtaði yfir Deportivo La Coruna, 8-2, síðastliðinn laugardag. Þetta var hvorki meira né minna en 24. þrennan sem Ronaldo skorar fyrir Real Madrid og komst hann með henni fram úr ungversku goðsögninni FerencPuskas sem skoraði 23 þrennur á sínum ferli með Madrídarliðinu. Alfredo di Stéfano á metið, en hann skoraði 28 þrennur fyrir Real Madrid. Ronaldo virðist hæglega getað ná því, og hvað þá metinu yfir flestar þrennur í spænsku 1. deildinni. Það met á Di Stefáno og Bilbao-goðsögnin TelmoZarra, en báðir skoruðu 22 þrennur í deildinni. Ronaldo er búinn að skora 20 þrennur í spænsku 1. deildinni og Messi 19. Ronaldo skoraði 17 mörk í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð þegar Real Madrid vann hana í tíunda sinn og bætti þar markametið sem Messi átti, en hann skoraði 14 mörk eina leiktíðina í Meistaradeildinni. Portúgalinn er í heildina búinn að skora 68 mörk í Meistaradeildinni, þremur minna en Spánverjinn Raúl sem skoraði 71 mark fyrir Real Madrid og Schalke. Ronaldo ætti að bæta það á þessari leiktíð. Kannski bara í næsta leik. Hann er líka að elta metið yfir flest mörk í Evrópukeppnum, en eftir að skora tvö gegn Sevilla í leiknum um Stórbikarinn í ágúst er hann nú kominn með 71 mark í Evrópu. Hann komst með því fram úr Filippo Inzaghi, fyrrverandi leikmanni Juventus og AC Milan. Raúl á það met líka sem eru 76 mörk. Ronaldo hefur sagst ætla að enda sem markahæsti leikmaður Real Madrid frá upphafi, en hann er búinn að skora 260 mörk fyrir liðið. Raúl er þar einnig markahæstur með 323 mörk, en Ronaldo er í fjórða sæti á eftir Di Stéfano (308) og Santillana (290). Raúl skoraði 323 mörk í 741 leik en Ronaldo skoraði sín 260 í 253 sem gerir aðeins meira en eitt mark í leik. Það er betri árangur en nokkur maður á topp tíu listanum yfir markahæstu menn Real Madrid frá upphafi.Tölfræði Cristiano Ronaldo með Real Madrid: Leikir: 253 Mörk: 260 Þrennur: 24 Þrennur í deildinni: 20 Mörk í Meistaradeildinni: 68Goal.com tók saman.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Sjá meira
Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15