Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur 22. september 2014 14:18 Harjit er illa farinn eftir fallið og verður marga mánuði að ná fullri heilsu. vísir/einar Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. Harjit féll fram yfir handrið stúkunnar fyrir rúmri viku síðan í aðdraganda viðureignar Þórs og FH í Pepsi-deild karla. Harjit lenti með andlitið á steypukanti. Er hann illa farinn eftir fallið. „Hið hörmulega slys verður því á engan hátt rakið til þess að öryggi hafi verið ábótavant,“ segir í yfirlýsingu frá Akureyrar sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Þar segir að handriðið sé 120 cm á hæð og standist allar kröfur.Í viðtali á Stöð 2 í gær gagnrýndi Harjit öryggi áhorfenda á vellinum og sagðist vera að skoða réttarstöðu sína. Harjit sagðist efast um að stúkan uppfyllti öryggisstaðla og sagði stúkuna vera hættulega fimm ára börnum meðal annars. Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, furðaði sig á gagnrýni FH-ingsins í samtali við Vísi í morgun. „Mér fannst þau bara alls ekki við hæfi. Ég hefði frekar búist við því að þessi maður hefði þakkað skjót og góð viðbrögð þeirra sem komu í veg fyrir að ekki fór verr. Það hefðu mér fundist eðlileg ummæli frá þessum einstaklingi sem hegðaði sér frekar ósæmilega fyrir þennan atburð. Hann mætti kenna sér sjálfum um og þakka öðrum fyrir að ekki fór verr.“ Aðspurður hvað hann meinar með Delay hafi hegðað sér ósæmilega svarar Aðalsteinn: „Ég meina ekkert meira en það. Þetta var bara í alla staði ósæmileg hegðun. Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það. Hann veit sjálfur hvað hann var að gera - ef hann man þá eftir því hvað hann var að gera.“ Akureyrarbær, sem á stúkuna, vísar þeirri gagnrýni algjörlega á bug og segir stúkuna standast allar öryggiskröfur. Tilkynningu Akureyrarbæjar má sjá hér að neðan:„Akureyrarbær harmar slys er varð á Þórsvelli 14. september sl. og óskar stuðningsmanni FH góðs bata.Öll mannvirki sem reist eru á vegum Fasteigna Akureyrarbæjar, íþróttamannvirki sem og önnur, eru sem gefur að skilja hönnuð og byggð samkvæmt byggingareglugerðum og standast öll þau viðmið sem þar eru sett.Stúkan á Þórsvellinum á Akureyri stenst allar öryggiskröfur m.a. með 120 sm háu handriði fremst. Á vellinum hafa farið fram fjórir leikir á vegum Evrópska knattspyrnusambandsins UEFA en leikir á vegum sambandsins fara einvörðungu fram á völlum sem standast ítrustu öryggiskröfur.Hið hörmulega slys verður því á engan hátt rakið til þess að öryggi hafi verið ábótavant." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Fleiri fréttir Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. Harjit féll fram yfir handrið stúkunnar fyrir rúmri viku síðan í aðdraganda viðureignar Þórs og FH í Pepsi-deild karla. Harjit lenti með andlitið á steypukanti. Er hann illa farinn eftir fallið. „Hið hörmulega slys verður því á engan hátt rakið til þess að öryggi hafi verið ábótavant,“ segir í yfirlýsingu frá Akureyrar sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Þar segir að handriðið sé 120 cm á hæð og standist allar kröfur.Í viðtali á Stöð 2 í gær gagnrýndi Harjit öryggi áhorfenda á vellinum og sagðist vera að skoða réttarstöðu sína. Harjit sagðist efast um að stúkan uppfyllti öryggisstaðla og sagði stúkuna vera hættulega fimm ára börnum meðal annars. Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, furðaði sig á gagnrýni FH-ingsins í samtali við Vísi í morgun. „Mér fannst þau bara alls ekki við hæfi. Ég hefði frekar búist við því að þessi maður hefði þakkað skjót og góð viðbrögð þeirra sem komu í veg fyrir að ekki fór verr. Það hefðu mér fundist eðlileg ummæli frá þessum einstaklingi sem hegðaði sér frekar ósæmilega fyrir þennan atburð. Hann mætti kenna sér sjálfum um og þakka öðrum fyrir að ekki fór verr.“ Aðspurður hvað hann meinar með Delay hafi hegðað sér ósæmilega svarar Aðalsteinn: „Ég meina ekkert meira en það. Þetta var bara í alla staði ósæmileg hegðun. Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það. Hann veit sjálfur hvað hann var að gera - ef hann man þá eftir því hvað hann var að gera.“ Akureyrarbær, sem á stúkuna, vísar þeirri gagnrýni algjörlega á bug og segir stúkuna standast allar öryggiskröfur. Tilkynningu Akureyrarbæjar má sjá hér að neðan:„Akureyrarbær harmar slys er varð á Þórsvelli 14. september sl. og óskar stuðningsmanni FH góðs bata.Öll mannvirki sem reist eru á vegum Fasteigna Akureyrarbæjar, íþróttamannvirki sem og önnur, eru sem gefur að skilja hönnuð og byggð samkvæmt byggingareglugerðum og standast öll þau viðmið sem þar eru sett.Stúkan á Þórsvellinum á Akureyri stenst allar öryggiskröfur m.a. með 120 sm háu handriði fremst. Á vellinum hafa farið fram fjórir leikir á vegum Evrópska knattspyrnusambandsins UEFA en leikir á vegum sambandsins fara einvörðungu fram á völlum sem standast ítrustu öryggiskröfur.Hið hörmulega slys verður því á engan hátt rakið til þess að öryggi hafi verið ábótavant."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Fleiri fréttir Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32
Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00
Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45
Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12