Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2014 11:00 „Ég er einn af fáum sem varð vitni að þessu atviki. Ég stóð þarna fimm metrum frá þessu og horfði á þetta frá A-Ö,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, um slysið sem varð á Þórsvellinum fyrir rúmri viku þegar stuðningsmaður FH féll fram yfir handrið í stúkunni og slasaðist illa á andliti. Rætt var við stuðningsmanninn, sem er Breti að nafni HarjitDelay, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en þar fór hann ófögrum orðum um aðstöðuna á Þórsvellinum og sagði þetta slys sem hlaut að gerast. „Það er mín skoðun að það þurfi að yfirfara öryggismálin á þessum velli. Aðstaðan er býsna góð en öryggi fyrir áhorfendur er ekki fyrir hendi. Það er bara heppni að barn hafi ekki fallið þarna yfir. Þetta var slys sem hlaut að verða,“ sagði Delay og vildi meina að aðstaðan standist ekki gæðastaðla UEFA og FIFA. Aðalsteinn Ingi bendir á að þrír Evrópuleikir í karla- og kvennaflokki hafi verið spilaðir á Þórsvellinum á undanförnum árum og þar hafi menn frá UEFA komið og tekið völlinn út. „Ég er ekki sá sem á að svara fyrir þessa aðstöðu. Völlurinn er í eigu Akureyrarbæjar, en stúkan er nýlegt mannvirki og þarna hafa verið spilaðir Evrópuleikir. Ég veit ekki betur en að völlurinn standist alla öryggisstaðla UEFA. Ég veit ekki hvaða rök eru fyrir þessum ásökunum hans og hvort þau standist,“ segir formaðurinn. Í heildina er Aðalsteinn Ingi mjög ósáttur við ummæli Delay. „Mér fannst þau bara alls ekki við hæfi,“ segir hann og heldur áfram: „Ég hefði frekar búist við því að þessi maður hefði þakkað skjót og góð viðbrögð þeirra sem komu í veg fyrir að ekki fór verr. Það hefðu mér fundist eðlileg ummæli frá þessum einstaklingi sem hegðaði sér frekar ósæmilega fyrir þennan atburð. Hann mætti kenna sér sjálfum um og þakka öðrum fyrir að ekki fór verr.“ Aðspurður hvað hann meinar með Delay hafi hegðað sér ósæmilega svarar Aðalsteinn: „Ég meina ekkert meira en það. Þetta var bara í alla staði ósæmileg hegðun. Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það. Hann veit sjálfur hvað hann var að gera - ef hann man þá eftir því hvað hann var að gera.“ Formaðurinn segist að lokum ekki hafa neinar áhyggjur af því að Delay leiti réttar síns eins og hann talaði um í fréttinni á Stöð 2 í gærkvöldi. „Nei, engar. Auðvitað eiga menn að leita réttar síns og ég hvet hann til þess. Það er eins með þetta eins og allt annað í samfélaginu,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Sjá meira
„Ég er einn af fáum sem varð vitni að þessu atviki. Ég stóð þarna fimm metrum frá þessu og horfði á þetta frá A-Ö,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, um slysið sem varð á Þórsvellinum fyrir rúmri viku þegar stuðningsmaður FH féll fram yfir handrið í stúkunni og slasaðist illa á andliti. Rætt var við stuðningsmanninn, sem er Breti að nafni HarjitDelay, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en þar fór hann ófögrum orðum um aðstöðuna á Þórsvellinum og sagði þetta slys sem hlaut að gerast. „Það er mín skoðun að það þurfi að yfirfara öryggismálin á þessum velli. Aðstaðan er býsna góð en öryggi fyrir áhorfendur er ekki fyrir hendi. Það er bara heppni að barn hafi ekki fallið þarna yfir. Þetta var slys sem hlaut að verða,“ sagði Delay og vildi meina að aðstaðan standist ekki gæðastaðla UEFA og FIFA. Aðalsteinn Ingi bendir á að þrír Evrópuleikir í karla- og kvennaflokki hafi verið spilaðir á Þórsvellinum á undanförnum árum og þar hafi menn frá UEFA komið og tekið völlinn út. „Ég er ekki sá sem á að svara fyrir þessa aðstöðu. Völlurinn er í eigu Akureyrarbæjar, en stúkan er nýlegt mannvirki og þarna hafa verið spilaðir Evrópuleikir. Ég veit ekki betur en að völlurinn standist alla öryggisstaðla UEFA. Ég veit ekki hvaða rök eru fyrir þessum ásökunum hans og hvort þau standist,“ segir formaðurinn. Í heildina er Aðalsteinn Ingi mjög ósáttur við ummæli Delay. „Mér fannst þau bara alls ekki við hæfi,“ segir hann og heldur áfram: „Ég hefði frekar búist við því að þessi maður hefði þakkað skjót og góð viðbrögð þeirra sem komu í veg fyrir að ekki fór verr. Það hefðu mér fundist eðlileg ummæli frá þessum einstaklingi sem hegðaði sér frekar ósæmilega fyrir þennan atburð. Hann mætti kenna sér sjálfum um og þakka öðrum fyrir að ekki fór verr.“ Aðspurður hvað hann meinar með Delay hafi hegðað sér ósæmilega svarar Aðalsteinn: „Ég meina ekkert meira en það. Þetta var bara í alla staði ósæmileg hegðun. Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það. Hann veit sjálfur hvað hann var að gera - ef hann man þá eftir því hvað hann var að gera.“ Formaðurinn segist að lokum ekki hafa neinar áhyggjur af því að Delay leiti réttar síns eins og hann talaði um í fréttinni á Stöð 2 í gærkvöldi. „Nei, engar. Auðvitað eiga menn að leita réttar síns og ég hvet hann til þess. Það er eins með þetta eins og allt annað í samfélaginu,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Sjá meira
Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32
Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45