Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2014 22:30 Írski bardagakappinn Conor McGregor, góðvinur GunnarsNelson, berst í fyrsta sinn á UFC-bardagakvöldi í Las Vegas á laugardaginn þar sem hann mætir Bandaríkjamanninum Dustin Poirier. Eins og sást í aðdraganda bardagakvöldsins í Dyflinni þar sem hann og Gunnar deildu sviðsljósinu er Írinn með munninn fyrir neðan nefið og segir allt nákvæmlega það sem honum finnst. Hann mætti með látum á viðburð þar sem aðdáendur UFC fengu að spyrja kappana sem berjast á laugardaginn spjörunum úr og þar fór McGregor hamförum. Hann gjörsamlega urðaði yfir andstæðing sinn sem honum finnst ekkert koma til og lét ekki staðar numið þar. Fyrst var hann spurður hvort hann nyti lífsins í Bandaríkjunum. „Nei, ekkert sérstaklega. Ég er Dublin-maður og elska minn heimabæ. Ég er bara mættur hingað til að sinna viðskiptum og mér er sama um allt annað,“ svaraði hann. Hann sagðist ætla að rota Poirer í fyrstu lotu og Bandaríkjamaðurinn myndi komast að því að hann væri ekki bara allur í kjaftinum þegar þeir stíga inn í búrið. „Ég er bara ég sjálfur. Mér finnst skemmilegast að líta vel út og berja menn. Ég er ekki að reyna vera neinn annar en ég er. Þann 27. september mun ég rífa hausinn af DustinPoirer. Dustin heldur að ég sé bara kjafturinn, en þegar hann vaknar með nefið öfugu megin á andlitinu fattar hann að ég er ekki bara að rífa kjaft.“ Margir Bandaríkjamenn eru viðkæmir fyrir því þegar talað er um að fjölbragðaglíman sem er svo vinsæl þar í landi sé ekki alvöru, en McGregor er alveg sama. „Ég hafði gaman af þessu ég var þriggja ára. En það er plat - þetta er alvöru skítur,“ svaraði hann aðspurður hvort hann hefði gaman að því að horfa á þetta. McGregor var svo spurður út í orð þýska bardagakapapns Dennis Siver sem var dæmdur í bann vegna lyfjanotkunar á dögunum. Siver finnst lítið til McGregors koma og skilur ekki af hverju hann er kominn í topp tíu á styrkleikalistanum. „Hann er dvergvaxinn, þýskur sterahaus,“ sagði McGregor um Siver. „Það er það sem mér finnst um hann. Þú óskar mér til hamingju með að vera kominn í níunda sæti styrkleikalistans. Ef þú heldur að ég fagni því hefur þú rangt fyrir þér. Mér er drullusama um styrkleikalista. Ég er númer eitt og þegar hausinn á Dustin rúllar um búrið munu allir sjá það.“Bardagakvöldið á laugardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira
Írski bardagakappinn Conor McGregor, góðvinur GunnarsNelson, berst í fyrsta sinn á UFC-bardagakvöldi í Las Vegas á laugardaginn þar sem hann mætir Bandaríkjamanninum Dustin Poirier. Eins og sást í aðdraganda bardagakvöldsins í Dyflinni þar sem hann og Gunnar deildu sviðsljósinu er Írinn með munninn fyrir neðan nefið og segir allt nákvæmlega það sem honum finnst. Hann mætti með látum á viðburð þar sem aðdáendur UFC fengu að spyrja kappana sem berjast á laugardaginn spjörunum úr og þar fór McGregor hamförum. Hann gjörsamlega urðaði yfir andstæðing sinn sem honum finnst ekkert koma til og lét ekki staðar numið þar. Fyrst var hann spurður hvort hann nyti lífsins í Bandaríkjunum. „Nei, ekkert sérstaklega. Ég er Dublin-maður og elska minn heimabæ. Ég er bara mættur hingað til að sinna viðskiptum og mér er sama um allt annað,“ svaraði hann. Hann sagðist ætla að rota Poirer í fyrstu lotu og Bandaríkjamaðurinn myndi komast að því að hann væri ekki bara allur í kjaftinum þegar þeir stíga inn í búrið. „Ég er bara ég sjálfur. Mér finnst skemmilegast að líta vel út og berja menn. Ég er ekki að reyna vera neinn annar en ég er. Þann 27. september mun ég rífa hausinn af DustinPoirer. Dustin heldur að ég sé bara kjafturinn, en þegar hann vaknar með nefið öfugu megin á andlitinu fattar hann að ég er ekki bara að rífa kjaft.“ Margir Bandaríkjamenn eru viðkæmir fyrir því þegar talað er um að fjölbragðaglíman sem er svo vinsæl þar í landi sé ekki alvöru, en McGregor er alveg sama. „Ég hafði gaman af þessu ég var þriggja ára. En það er plat - þetta er alvöru skítur,“ svaraði hann aðspurður hvort hann hefði gaman að því að horfa á þetta. McGregor var svo spurður út í orð þýska bardagakapapns Dennis Siver sem var dæmdur í bann vegna lyfjanotkunar á dögunum. Siver finnst lítið til McGregors koma og skilur ekki af hverju hann er kominn í topp tíu á styrkleikalistanum. „Hann er dvergvaxinn, þýskur sterahaus,“ sagði McGregor um Siver. „Það er það sem mér finnst um hann. Þú óskar mér til hamingju með að vera kominn í níunda sæti styrkleikalistans. Ef þú heldur að ég fagni því hefur þú rangt fyrir þér. Mér er drullusama um styrkleikalista. Ég er númer eitt og þegar hausinn á Dustin rúllar um búrið munu allir sjá það.“Bardagakvöldið á laugardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira