Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2014 22:30 Írski bardagakappinn Conor McGregor, góðvinur GunnarsNelson, berst í fyrsta sinn á UFC-bardagakvöldi í Las Vegas á laugardaginn þar sem hann mætir Bandaríkjamanninum Dustin Poirier. Eins og sást í aðdraganda bardagakvöldsins í Dyflinni þar sem hann og Gunnar deildu sviðsljósinu er Írinn með munninn fyrir neðan nefið og segir allt nákvæmlega það sem honum finnst. Hann mætti með látum á viðburð þar sem aðdáendur UFC fengu að spyrja kappana sem berjast á laugardaginn spjörunum úr og þar fór McGregor hamförum. Hann gjörsamlega urðaði yfir andstæðing sinn sem honum finnst ekkert koma til og lét ekki staðar numið þar. Fyrst var hann spurður hvort hann nyti lífsins í Bandaríkjunum. „Nei, ekkert sérstaklega. Ég er Dublin-maður og elska minn heimabæ. Ég er bara mættur hingað til að sinna viðskiptum og mér er sama um allt annað,“ svaraði hann. Hann sagðist ætla að rota Poirer í fyrstu lotu og Bandaríkjamaðurinn myndi komast að því að hann væri ekki bara allur í kjaftinum þegar þeir stíga inn í búrið. „Ég er bara ég sjálfur. Mér finnst skemmilegast að líta vel út og berja menn. Ég er ekki að reyna vera neinn annar en ég er. Þann 27. september mun ég rífa hausinn af DustinPoirer. Dustin heldur að ég sé bara kjafturinn, en þegar hann vaknar með nefið öfugu megin á andlitinu fattar hann að ég er ekki bara að rífa kjaft.“ Margir Bandaríkjamenn eru viðkæmir fyrir því þegar talað er um að fjölbragðaglíman sem er svo vinsæl þar í landi sé ekki alvöru, en McGregor er alveg sama. „Ég hafði gaman af þessu ég var þriggja ára. En það er plat - þetta er alvöru skítur,“ svaraði hann aðspurður hvort hann hefði gaman að því að horfa á þetta. McGregor var svo spurður út í orð þýska bardagakapapns Dennis Siver sem var dæmdur í bann vegna lyfjanotkunar á dögunum. Siver finnst lítið til McGregors koma og skilur ekki af hverju hann er kominn í topp tíu á styrkleikalistanum. „Hann er dvergvaxinn, þýskur sterahaus,“ sagði McGregor um Siver. „Það er það sem mér finnst um hann. Þú óskar mér til hamingju með að vera kominn í níunda sæti styrkleikalistans. Ef þú heldur að ég fagni því hefur þú rangt fyrir þér. Mér er drullusama um styrkleikalista. Ég er númer eitt og þegar hausinn á Dustin rúllar um búrið munu allir sjá það.“Bardagakvöldið á laugardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Sjá meira
Írski bardagakappinn Conor McGregor, góðvinur GunnarsNelson, berst í fyrsta sinn á UFC-bardagakvöldi í Las Vegas á laugardaginn þar sem hann mætir Bandaríkjamanninum Dustin Poirier. Eins og sást í aðdraganda bardagakvöldsins í Dyflinni þar sem hann og Gunnar deildu sviðsljósinu er Írinn með munninn fyrir neðan nefið og segir allt nákvæmlega það sem honum finnst. Hann mætti með látum á viðburð þar sem aðdáendur UFC fengu að spyrja kappana sem berjast á laugardaginn spjörunum úr og þar fór McGregor hamförum. Hann gjörsamlega urðaði yfir andstæðing sinn sem honum finnst ekkert koma til og lét ekki staðar numið þar. Fyrst var hann spurður hvort hann nyti lífsins í Bandaríkjunum. „Nei, ekkert sérstaklega. Ég er Dublin-maður og elska minn heimabæ. Ég er bara mættur hingað til að sinna viðskiptum og mér er sama um allt annað,“ svaraði hann. Hann sagðist ætla að rota Poirer í fyrstu lotu og Bandaríkjamaðurinn myndi komast að því að hann væri ekki bara allur í kjaftinum þegar þeir stíga inn í búrið. „Ég er bara ég sjálfur. Mér finnst skemmilegast að líta vel út og berja menn. Ég er ekki að reyna vera neinn annar en ég er. Þann 27. september mun ég rífa hausinn af DustinPoirer. Dustin heldur að ég sé bara kjafturinn, en þegar hann vaknar með nefið öfugu megin á andlitinu fattar hann að ég er ekki bara að rífa kjaft.“ Margir Bandaríkjamenn eru viðkæmir fyrir því þegar talað er um að fjölbragðaglíman sem er svo vinsæl þar í landi sé ekki alvöru, en McGregor er alveg sama. „Ég hafði gaman af þessu ég var þriggja ára. En það er plat - þetta er alvöru skítur,“ svaraði hann aðspurður hvort hann hefði gaman að því að horfa á þetta. McGregor var svo spurður út í orð þýska bardagakapapns Dennis Siver sem var dæmdur í bann vegna lyfjanotkunar á dögunum. Siver finnst lítið til McGregors koma og skilur ekki af hverju hann er kominn í topp tíu á styrkleikalistanum. „Hann er dvergvaxinn, þýskur sterahaus,“ sagði McGregor um Siver. „Það er það sem mér finnst um hann. Þú óskar mér til hamingju með að vera kominn í níunda sæti styrkleikalistans. Ef þú heldur að ég fagni því hefur þú rangt fyrir þér. Mér er drullusama um styrkleikalista. Ég er númer eitt og þegar hausinn á Dustin rúllar um búrið munu allir sjá það.“Bardagakvöldið á laugardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Sjá meira