Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2014 22:30 Írski bardagakappinn Conor McGregor, góðvinur GunnarsNelson, berst í fyrsta sinn á UFC-bardagakvöldi í Las Vegas á laugardaginn þar sem hann mætir Bandaríkjamanninum Dustin Poirier. Eins og sást í aðdraganda bardagakvöldsins í Dyflinni þar sem hann og Gunnar deildu sviðsljósinu er Írinn með munninn fyrir neðan nefið og segir allt nákvæmlega það sem honum finnst. Hann mætti með látum á viðburð þar sem aðdáendur UFC fengu að spyrja kappana sem berjast á laugardaginn spjörunum úr og þar fór McGregor hamförum. Hann gjörsamlega urðaði yfir andstæðing sinn sem honum finnst ekkert koma til og lét ekki staðar numið þar. Fyrst var hann spurður hvort hann nyti lífsins í Bandaríkjunum. „Nei, ekkert sérstaklega. Ég er Dublin-maður og elska minn heimabæ. Ég er bara mættur hingað til að sinna viðskiptum og mér er sama um allt annað,“ svaraði hann. Hann sagðist ætla að rota Poirer í fyrstu lotu og Bandaríkjamaðurinn myndi komast að því að hann væri ekki bara allur í kjaftinum þegar þeir stíga inn í búrið. „Ég er bara ég sjálfur. Mér finnst skemmilegast að líta vel út og berja menn. Ég er ekki að reyna vera neinn annar en ég er. Þann 27. september mun ég rífa hausinn af DustinPoirer. Dustin heldur að ég sé bara kjafturinn, en þegar hann vaknar með nefið öfugu megin á andlitinu fattar hann að ég er ekki bara að rífa kjaft.“ Margir Bandaríkjamenn eru viðkæmir fyrir því þegar talað er um að fjölbragðaglíman sem er svo vinsæl þar í landi sé ekki alvöru, en McGregor er alveg sama. „Ég hafði gaman af þessu ég var þriggja ára. En það er plat - þetta er alvöru skítur,“ svaraði hann aðspurður hvort hann hefði gaman að því að horfa á þetta. McGregor var svo spurður út í orð þýska bardagakapapns Dennis Siver sem var dæmdur í bann vegna lyfjanotkunar á dögunum. Siver finnst lítið til McGregors koma og skilur ekki af hverju hann er kominn í topp tíu á styrkleikalistanum. „Hann er dvergvaxinn, þýskur sterahaus,“ sagði McGregor um Siver. „Það er það sem mér finnst um hann. Þú óskar mér til hamingju með að vera kominn í níunda sæti styrkleikalistans. Ef þú heldur að ég fagni því hefur þú rangt fyrir þér. Mér er drullusama um styrkleikalista. Ég er númer eitt og þegar hausinn á Dustin rúllar um búrið munu allir sjá það.“Bardagakvöldið á laugardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Írski bardagakappinn Conor McGregor, góðvinur GunnarsNelson, berst í fyrsta sinn á UFC-bardagakvöldi í Las Vegas á laugardaginn þar sem hann mætir Bandaríkjamanninum Dustin Poirier. Eins og sást í aðdraganda bardagakvöldsins í Dyflinni þar sem hann og Gunnar deildu sviðsljósinu er Írinn með munninn fyrir neðan nefið og segir allt nákvæmlega það sem honum finnst. Hann mætti með látum á viðburð þar sem aðdáendur UFC fengu að spyrja kappana sem berjast á laugardaginn spjörunum úr og þar fór McGregor hamförum. Hann gjörsamlega urðaði yfir andstæðing sinn sem honum finnst ekkert koma til og lét ekki staðar numið þar. Fyrst var hann spurður hvort hann nyti lífsins í Bandaríkjunum. „Nei, ekkert sérstaklega. Ég er Dublin-maður og elska minn heimabæ. Ég er bara mættur hingað til að sinna viðskiptum og mér er sama um allt annað,“ svaraði hann. Hann sagðist ætla að rota Poirer í fyrstu lotu og Bandaríkjamaðurinn myndi komast að því að hann væri ekki bara allur í kjaftinum þegar þeir stíga inn í búrið. „Ég er bara ég sjálfur. Mér finnst skemmilegast að líta vel út og berja menn. Ég er ekki að reyna vera neinn annar en ég er. Þann 27. september mun ég rífa hausinn af DustinPoirer. Dustin heldur að ég sé bara kjafturinn, en þegar hann vaknar með nefið öfugu megin á andlitinu fattar hann að ég er ekki bara að rífa kjaft.“ Margir Bandaríkjamenn eru viðkæmir fyrir því þegar talað er um að fjölbragðaglíman sem er svo vinsæl þar í landi sé ekki alvöru, en McGregor er alveg sama. „Ég hafði gaman af þessu ég var þriggja ára. En það er plat - þetta er alvöru skítur,“ svaraði hann aðspurður hvort hann hefði gaman að því að horfa á þetta. McGregor var svo spurður út í orð þýska bardagakapapns Dennis Siver sem var dæmdur í bann vegna lyfjanotkunar á dögunum. Siver finnst lítið til McGregors koma og skilur ekki af hverju hann er kominn í topp tíu á styrkleikalistanum. „Hann er dvergvaxinn, þýskur sterahaus,“ sagði McGregor um Siver. „Það er það sem mér finnst um hann. Þú óskar mér til hamingju með að vera kominn í níunda sæti styrkleikalistans. Ef þú heldur að ég fagni því hefur þú rangt fyrir þér. Mér er drullusama um styrkleikalista. Ég er númer eitt og þegar hausinn á Dustin rúllar um búrið munu allir sjá það.“Bardagakvöldið á laugardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira