Lars: Áttum gott spjall við Eyjólf Tómas Þór Þórðarsson í Laugardalnum skrifar 3. október 2014 09:40 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson á fundinum í dag. vísir/valli Lars Lagerbäck og HeimirHallgrímsson, landsliðsþjálfarar í fótbolta, kynntu hópinn sem mætir Lettum og Hollendingum í næstu viku í undankeppni EM 2016 á blaðamannafundi í dag. Fátt kom á óvart, en hópurinn er nánast sá sami og mætti Tyrkjum í fyrsta leik undankeppninnar sem vannst, 3-0. Alfreð Finnbogason kemur þó inn fyrir KR-inginn Hauk Heiðar Hauksson. „Það var frekar auðvelt að velja hópinn að þessu sinni. Fyrir utan Birki Má eru allir að spila mikið og standa sig vel. Svo eru nokkrir strákar þarna til vara sem við höfum verið að fylgjast með,“ sagði Lars Lagerbäck við Vísi í Laugardalnum í dag. Stóra málið var hvort Jón Daði Böðvarsson yrði með A-landsliðinu í næstu verkefnum eða U21 árs landsliðinu sem mætir Dönum í umspili um sæti á EM 2015 á sama tíma. Vísir greindi frá því í gær að Jón Daði hefði verið valinn í A-landsliðið eins og kom á daginn. Lars og Heimir ræddu við EyjólfSverrisson, þjálfara U21 árs liðsins, en Eyjólfur fékk að njóta krafta nokkurra af bestu leikmanna A-landsliðsins þegar sama staða kom upp fyrir fjórum árum. „Við áttum gott spjall um þetta, en við reynum alltaf að tala mikið saman. Á meðan við teljum að leikmaður eigi mögulega á að byrja fyrir A-landsliðið þá gengur það fyrir jafnvel þó U21 árs liðið eigi fyrir höndum erfiða leiki og mikilvæga fyrir íslenskan fótbolta. En Eyjólfur er að fá sterkan framherja til baka og er ekki á flæðiskeri staddur,“ sagði Lars sem er ánægður með Jón Daða. „Hann hefur tekið miklum framförum. Hann er leikmaður með marga góða kosti þannig ég er ánægður með að hafa hann í hópnum.“Hjörtur Logi Valgarðsson hefur verið að spila mjög vel í norsku úrvalsdeildinni, en er ekki valinn nema sem varamaður þó það vanti í raun alvöru bakvörð til að styðja við Ara Frey Skúlason sem hefur eignað sér vinstri bakvarðarstöðuna. „Hjörtur var í myndinni hjá okkur. Hann er að standa sig mjög vel en við ákváðum að halda okkur við þessa menn. Það er erfitt fyrir menn að sanna sig með landsliðinu þegar við fáum svona fáa landsleiki. Hann fær vonandi tækifæri í nóvember eða í byrjun næsta ár,“ sagði Lars. Ísland mætir Lettlandi á föstudaginn í næstu viku og Hollendingum þremur dögum síðar. Þetta nýja leikjafyrirkomulag undankeppninnar kemur illa við minni liðin sem hafa úr færri leikmönnum að velja. „Með fullri virðingu fyrir okkar leikmönnum þá er Holland með sterkari hóp þannig þetta er verra fyrir okkur. Nú þurfum við bara að skipuleggja okkur vel. KSÍ er búið að leigja flugvél sem flýgur með okkur beint heim frá Lettlandi og eftir það fara allir leikmennirnir í mikla endurhæfingu. Við gerum eflaust ekki margar breytingar, en ef einhver er rosalega þreyttur þá erum við með góða menn á bekknum líka. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu. Við verðum bara að taka þessu,“ sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben, van Persie og Sneijder eru allir í hollenska hópnum sem mætir Íslandi Guus Hiddink er búinn að velja landsliðshóp Hollands sem mætir Kasakhstan og Íslandi síðar í þessum mánuði. 3. október 2014 10:20 Kuyt hættur í landsliðinu Dirk Kuyt er búinn að setja punktinn fyrir aftan langan landsliðsferil. 3. október 2014 10:00 Hefðbundið val hjá Lars og Heimi | Sex leikmenn til vara Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru búnir að velja íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Hollandi í næstu leikjum í undankeppni EM 2016. 3. október 2014 13:14 Einn nýliði í U-21 árs landsliðinu Eyjólfur Sverrisson hefur valið hópinn hjá íslenska U-21 árs landsliðinu sem mætir Danmörku í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM 2015 í Tékklandi. 3. október 2014 13:17 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Lars Lagerbäck og HeimirHallgrímsson, landsliðsþjálfarar í fótbolta, kynntu hópinn sem mætir Lettum og Hollendingum í næstu viku í undankeppni EM 2016 á blaðamannafundi í dag. Fátt kom á óvart, en hópurinn er nánast sá sami og mætti Tyrkjum í fyrsta leik undankeppninnar sem vannst, 3-0. Alfreð Finnbogason kemur þó inn fyrir KR-inginn Hauk Heiðar Hauksson. „Það var frekar auðvelt að velja hópinn að þessu sinni. Fyrir utan Birki Má eru allir að spila mikið og standa sig vel. Svo eru nokkrir strákar þarna til vara sem við höfum verið að fylgjast með,“ sagði Lars Lagerbäck við Vísi í Laugardalnum í dag. Stóra málið var hvort Jón Daði Böðvarsson yrði með A-landsliðinu í næstu verkefnum eða U21 árs landsliðinu sem mætir Dönum í umspili um sæti á EM 2015 á sama tíma. Vísir greindi frá því í gær að Jón Daði hefði verið valinn í A-landsliðið eins og kom á daginn. Lars og Heimir ræddu við EyjólfSverrisson, þjálfara U21 árs liðsins, en Eyjólfur fékk að njóta krafta nokkurra af bestu leikmanna A-landsliðsins þegar sama staða kom upp fyrir fjórum árum. „Við áttum gott spjall um þetta, en við reynum alltaf að tala mikið saman. Á meðan við teljum að leikmaður eigi mögulega á að byrja fyrir A-landsliðið þá gengur það fyrir jafnvel þó U21 árs liðið eigi fyrir höndum erfiða leiki og mikilvæga fyrir íslenskan fótbolta. En Eyjólfur er að fá sterkan framherja til baka og er ekki á flæðiskeri staddur,“ sagði Lars sem er ánægður með Jón Daða. „Hann hefur tekið miklum framförum. Hann er leikmaður með marga góða kosti þannig ég er ánægður með að hafa hann í hópnum.“Hjörtur Logi Valgarðsson hefur verið að spila mjög vel í norsku úrvalsdeildinni, en er ekki valinn nema sem varamaður þó það vanti í raun alvöru bakvörð til að styðja við Ara Frey Skúlason sem hefur eignað sér vinstri bakvarðarstöðuna. „Hjörtur var í myndinni hjá okkur. Hann er að standa sig mjög vel en við ákváðum að halda okkur við þessa menn. Það er erfitt fyrir menn að sanna sig með landsliðinu þegar við fáum svona fáa landsleiki. Hann fær vonandi tækifæri í nóvember eða í byrjun næsta ár,“ sagði Lars. Ísland mætir Lettlandi á föstudaginn í næstu viku og Hollendingum þremur dögum síðar. Þetta nýja leikjafyrirkomulag undankeppninnar kemur illa við minni liðin sem hafa úr færri leikmönnum að velja. „Með fullri virðingu fyrir okkar leikmönnum þá er Holland með sterkari hóp þannig þetta er verra fyrir okkur. Nú þurfum við bara að skipuleggja okkur vel. KSÍ er búið að leigja flugvél sem flýgur með okkur beint heim frá Lettlandi og eftir það fara allir leikmennirnir í mikla endurhæfingu. Við gerum eflaust ekki margar breytingar, en ef einhver er rosalega þreyttur þá erum við með góða menn á bekknum líka. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu. Við verðum bara að taka þessu,“ sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben, van Persie og Sneijder eru allir í hollenska hópnum sem mætir Íslandi Guus Hiddink er búinn að velja landsliðshóp Hollands sem mætir Kasakhstan og Íslandi síðar í þessum mánuði. 3. október 2014 10:20 Kuyt hættur í landsliðinu Dirk Kuyt er búinn að setja punktinn fyrir aftan langan landsliðsferil. 3. október 2014 10:00 Hefðbundið val hjá Lars og Heimi | Sex leikmenn til vara Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru búnir að velja íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Hollandi í næstu leikjum í undankeppni EM 2016. 3. október 2014 13:14 Einn nýliði í U-21 árs landsliðinu Eyjólfur Sverrisson hefur valið hópinn hjá íslenska U-21 árs landsliðinu sem mætir Danmörku í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM 2015 í Tékklandi. 3. október 2014 13:17 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Robben, van Persie og Sneijder eru allir í hollenska hópnum sem mætir Íslandi Guus Hiddink er búinn að velja landsliðshóp Hollands sem mætir Kasakhstan og Íslandi síðar í þessum mánuði. 3. október 2014 10:20
Kuyt hættur í landsliðinu Dirk Kuyt er búinn að setja punktinn fyrir aftan langan landsliðsferil. 3. október 2014 10:00
Hefðbundið val hjá Lars og Heimi | Sex leikmenn til vara Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru búnir að velja íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Hollandi í næstu leikjum í undankeppni EM 2016. 3. október 2014 13:14
Einn nýliði í U-21 árs landsliðinu Eyjólfur Sverrisson hefur valið hópinn hjá íslenska U-21 árs landsliðinu sem mætir Danmörku í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM 2015 í Tékklandi. 3. október 2014 13:17