Fótbolti

Sara Björk spilaði í sextánda sigrinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara í eldlínunni með landsliðinu.
Sara í eldlínunni með landsliðinu. Vísir/Getty
Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði allan leikinn í stórsigri Rosengård á AIK í lokaleik sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Sara Björk bar fyrirliðabandið eins og venjulega, en hún komst ekki á blað í dag. K. Ven de van kom Rosengård yfir og Ramona Bachmann tvöfaldaði forystuna.

Marta skoraði svo í síðari hálfleik og Therese Sjögran rak síðasta naglann í líkkistu AIK, 4-0.

Þetta var 16 sigur Rosengård í átján leikjum á tímabilinu, en þær unnu deildina með tólf stiga mun. Magnaður árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×