Landsliðsmaður vill hjálpa efnaminni foreldrum Anton Ingi Leifsson skrifar 18. október 2014 11:30 Vísir/Andri Marinó Jón Daði Böðvarsson, landsliðsframherji Íslands, hefur sett af stað Styrktarsjóð sem ber nafnið: Knattspyrna fyrir alla. Þar vill Jón Daði hjálpa þeim sem eiga minna á milli handanna að spila þessa fallegu íþrótt. „Ég var vanur að fara á flesta landsleik iþegar ég var yngri. Síðan er maður allt í einu farinn að spila í bláu treyjunni og ef ég ætti að reyna að setja upplifunina, hvernig það er að vera inni á vellinum, í orð þá er þetta adrenalínsprauta allar 90 mínúturnar – sérstaklega núna gegn Hollendingum. Stuðningurinn og hvatningin úr stúkunni var svo geggjuð,“ sagði Jón Daði í viðtali við Morgunblaðið. Jón Daði lýsir félagi hans í Noregi dálítið eins og Liverpool; miklar væntingar, en rætist lítið úr þeim. „Viking er svolítið líkt Liverpool á Englandi. Það eru gerðar alveg rosalega miklar væntingar til félagsins en svo verður lítið úr þeim. Það eru oft mikil vonbrigði eftir tímabilin. Þetta er lið sem stefnir á toppinn en það hefur ekki gengið undanfarin ár. Þetta er stór klúbbur og mikil pressa á leikmönnum liðsins.“ „Við byrjuðum vel, eiginlega alveg fáránlega vel. Svo skyndilega hvarf meðbyrinn og við erum búnir að tapa fimm leikjum í röð – sem er mjög dapurt. Það þarf að setjast niður eftir tímabilið og fara yfir hvað við þurfum að gera." „Ég hef ekkert heyrt. Ég er með umboðsmann og það er yfirleitt sest niður eftir tímabilið. Ég nenni ekki að pæla í næstu skrefum fyrr en tímabilið er búið, en ég er bjartsýnn á að það sé einhver áhugi.“„Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð.“ Jón Daði hefur sett á laggirnar styrktarsjóð sem ber nafnið Knattspyrna fyrir alla þar sem hann vill hjálpa þeim sem minna mega sín að geta stundað knattspyrnu, þrátt fyrir fjárhag. „Ég þekki það alveg að það getur verið erfitt fyrir fjölskyldur að kaupa takkaskó og borga keppnisferðir fyrir krakka. Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð. Það var stundum vesen að borga fyrirkeppnisferðir, takkaskór eru dýrir og allt þetta aukalega er mjög dýrt." „Mig langaði að geta hjálpað krökkum sem eru í þannig aðstæðum .Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Sjóðurinn er ekki alveg kominn á koppinn en uppleggið er þannig að fólk mætir og sækir um styrk, svo er það metið og fólkinu rétt hjálparhönd." „Kannski vantar þessa litlu hluti sem geta samt verið svo stórir fyrir fólk sem er ekki með mikið á milli handanna. Þetta er dýr íþrótt og mikið tilstand á bak við hvert mót. Æfingar, gallar, takkaskór,nesti, þjálfarar, gisting og fleira. Þetta safnast saman og er ekkert endilega á allrafæri," sagði Jón Daði að lokum í samtali við Benedikt Bóas á Morgunblaðinu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Enski boltinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, landsliðsframherji Íslands, hefur sett af stað Styrktarsjóð sem ber nafnið: Knattspyrna fyrir alla. Þar vill Jón Daði hjálpa þeim sem eiga minna á milli handanna að spila þessa fallegu íþrótt. „Ég var vanur að fara á flesta landsleik iþegar ég var yngri. Síðan er maður allt í einu farinn að spila í bláu treyjunni og ef ég ætti að reyna að setja upplifunina, hvernig það er að vera inni á vellinum, í orð þá er þetta adrenalínsprauta allar 90 mínúturnar – sérstaklega núna gegn Hollendingum. Stuðningurinn og hvatningin úr stúkunni var svo geggjuð,“ sagði Jón Daði í viðtali við Morgunblaðið. Jón Daði lýsir félagi hans í Noregi dálítið eins og Liverpool; miklar væntingar, en rætist lítið úr þeim. „Viking er svolítið líkt Liverpool á Englandi. Það eru gerðar alveg rosalega miklar væntingar til félagsins en svo verður lítið úr þeim. Það eru oft mikil vonbrigði eftir tímabilin. Þetta er lið sem stefnir á toppinn en það hefur ekki gengið undanfarin ár. Þetta er stór klúbbur og mikil pressa á leikmönnum liðsins.“ „Við byrjuðum vel, eiginlega alveg fáránlega vel. Svo skyndilega hvarf meðbyrinn og við erum búnir að tapa fimm leikjum í röð – sem er mjög dapurt. Það þarf að setjast niður eftir tímabilið og fara yfir hvað við þurfum að gera." „Ég hef ekkert heyrt. Ég er með umboðsmann og það er yfirleitt sest niður eftir tímabilið. Ég nenni ekki að pæla í næstu skrefum fyrr en tímabilið er búið, en ég er bjartsýnn á að það sé einhver áhugi.“„Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð.“ Jón Daði hefur sett á laggirnar styrktarsjóð sem ber nafnið Knattspyrna fyrir alla þar sem hann vill hjálpa þeim sem minna mega sín að geta stundað knattspyrnu, þrátt fyrir fjárhag. „Ég þekki það alveg að það getur verið erfitt fyrir fjölskyldur að kaupa takkaskó og borga keppnisferðir fyrir krakka. Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð. Það var stundum vesen að borga fyrirkeppnisferðir, takkaskór eru dýrir og allt þetta aukalega er mjög dýrt." „Mig langaði að geta hjálpað krökkum sem eru í þannig aðstæðum .Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Sjóðurinn er ekki alveg kominn á koppinn en uppleggið er þannig að fólk mætir og sækir um styrk, svo er það metið og fólkinu rétt hjálparhönd." „Kannski vantar þessa litlu hluti sem geta samt verið svo stórir fyrir fólk sem er ekki með mikið á milli handanna. Þetta er dýr íþrótt og mikið tilstand á bak við hvert mót. Æfingar, gallar, takkaskór,nesti, þjálfarar, gisting og fleira. Þetta safnast saman og er ekkert endilega á allrafæri," sagði Jón Daði að lokum í samtali við Benedikt Bóas á Morgunblaðinu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Enski boltinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira