Landsliðsmaður vill hjálpa efnaminni foreldrum Anton Ingi Leifsson skrifar 18. október 2014 11:30 Vísir/Andri Marinó Jón Daði Böðvarsson, landsliðsframherji Íslands, hefur sett af stað Styrktarsjóð sem ber nafnið: Knattspyrna fyrir alla. Þar vill Jón Daði hjálpa þeim sem eiga minna á milli handanna að spila þessa fallegu íþrótt. „Ég var vanur að fara á flesta landsleik iþegar ég var yngri. Síðan er maður allt í einu farinn að spila í bláu treyjunni og ef ég ætti að reyna að setja upplifunina, hvernig það er að vera inni á vellinum, í orð þá er þetta adrenalínsprauta allar 90 mínúturnar – sérstaklega núna gegn Hollendingum. Stuðningurinn og hvatningin úr stúkunni var svo geggjuð,“ sagði Jón Daði í viðtali við Morgunblaðið. Jón Daði lýsir félagi hans í Noregi dálítið eins og Liverpool; miklar væntingar, en rætist lítið úr þeim. „Viking er svolítið líkt Liverpool á Englandi. Það eru gerðar alveg rosalega miklar væntingar til félagsins en svo verður lítið úr þeim. Það eru oft mikil vonbrigði eftir tímabilin. Þetta er lið sem stefnir á toppinn en það hefur ekki gengið undanfarin ár. Þetta er stór klúbbur og mikil pressa á leikmönnum liðsins.“ „Við byrjuðum vel, eiginlega alveg fáránlega vel. Svo skyndilega hvarf meðbyrinn og við erum búnir að tapa fimm leikjum í röð – sem er mjög dapurt. Það þarf að setjast niður eftir tímabilið og fara yfir hvað við þurfum að gera." „Ég hef ekkert heyrt. Ég er með umboðsmann og það er yfirleitt sest niður eftir tímabilið. Ég nenni ekki að pæla í næstu skrefum fyrr en tímabilið er búið, en ég er bjartsýnn á að það sé einhver áhugi.“„Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð.“ Jón Daði hefur sett á laggirnar styrktarsjóð sem ber nafnið Knattspyrna fyrir alla þar sem hann vill hjálpa þeim sem minna mega sín að geta stundað knattspyrnu, þrátt fyrir fjárhag. „Ég þekki það alveg að það getur verið erfitt fyrir fjölskyldur að kaupa takkaskó og borga keppnisferðir fyrir krakka. Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð. Það var stundum vesen að borga fyrirkeppnisferðir, takkaskór eru dýrir og allt þetta aukalega er mjög dýrt." „Mig langaði að geta hjálpað krökkum sem eru í þannig aðstæðum .Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Sjóðurinn er ekki alveg kominn á koppinn en uppleggið er þannig að fólk mætir og sækir um styrk, svo er það metið og fólkinu rétt hjálparhönd." „Kannski vantar þessa litlu hluti sem geta samt verið svo stórir fyrir fólk sem er ekki með mikið á milli handanna. Þetta er dýr íþrótt og mikið tilstand á bak við hvert mót. Æfingar, gallar, takkaskór,nesti, þjálfarar, gisting og fleira. Þetta safnast saman og er ekkert endilega á allrafæri," sagði Jón Daði að lokum í samtali við Benedikt Bóas á Morgunblaðinu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, landsliðsframherji Íslands, hefur sett af stað Styrktarsjóð sem ber nafnið: Knattspyrna fyrir alla. Þar vill Jón Daði hjálpa þeim sem eiga minna á milli handanna að spila þessa fallegu íþrótt. „Ég var vanur að fara á flesta landsleik iþegar ég var yngri. Síðan er maður allt í einu farinn að spila í bláu treyjunni og ef ég ætti að reyna að setja upplifunina, hvernig það er að vera inni á vellinum, í orð þá er þetta adrenalínsprauta allar 90 mínúturnar – sérstaklega núna gegn Hollendingum. Stuðningurinn og hvatningin úr stúkunni var svo geggjuð,“ sagði Jón Daði í viðtali við Morgunblaðið. Jón Daði lýsir félagi hans í Noregi dálítið eins og Liverpool; miklar væntingar, en rætist lítið úr þeim. „Viking er svolítið líkt Liverpool á Englandi. Það eru gerðar alveg rosalega miklar væntingar til félagsins en svo verður lítið úr þeim. Það eru oft mikil vonbrigði eftir tímabilin. Þetta er lið sem stefnir á toppinn en það hefur ekki gengið undanfarin ár. Þetta er stór klúbbur og mikil pressa á leikmönnum liðsins.“ „Við byrjuðum vel, eiginlega alveg fáránlega vel. Svo skyndilega hvarf meðbyrinn og við erum búnir að tapa fimm leikjum í röð – sem er mjög dapurt. Það þarf að setjast niður eftir tímabilið og fara yfir hvað við þurfum að gera." „Ég hef ekkert heyrt. Ég er með umboðsmann og það er yfirleitt sest niður eftir tímabilið. Ég nenni ekki að pæla í næstu skrefum fyrr en tímabilið er búið, en ég er bjartsýnn á að það sé einhver áhugi.“„Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð.“ Jón Daði hefur sett á laggirnar styrktarsjóð sem ber nafnið Knattspyrna fyrir alla þar sem hann vill hjálpa þeim sem minna mega sín að geta stundað knattspyrnu, þrátt fyrir fjárhag. „Ég þekki það alveg að það getur verið erfitt fyrir fjölskyldur að kaupa takkaskó og borga keppnisferðir fyrir krakka. Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð. Það var stundum vesen að borga fyrirkeppnisferðir, takkaskór eru dýrir og allt þetta aukalega er mjög dýrt." „Mig langaði að geta hjálpað krökkum sem eru í þannig aðstæðum .Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Sjóðurinn er ekki alveg kominn á koppinn en uppleggið er þannig að fólk mætir og sækir um styrk, svo er það metið og fólkinu rétt hjálparhönd." „Kannski vantar þessa litlu hluti sem geta samt verið svo stórir fyrir fólk sem er ekki með mikið á milli handanna. Þetta er dýr íþrótt og mikið tilstand á bak við hvert mót. Æfingar, gallar, takkaskór,nesti, þjálfarar, gisting og fleira. Þetta safnast saman og er ekkert endilega á allrafæri," sagði Jón Daði að lokum í samtali við Benedikt Bóas á Morgunblaðinu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Sjá meira