Fótbolti

Guðmundur skoraði sigurmark eftir Cruyff-snúning

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðmundur Þórarinsson var hetja kvöldsins.
Guðmundur Þórarinsson var hetja kvöldsins. mynd/s08.no
Guðmundur Þórarinsson, leikmaður U21 árs landsliðs Íslands, var hetja sinna manna í Sarpsborg í kvöld þegar það lagði Brann, 2-1, í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Heimamenn í Brann, sem eru í næst neðsta sæti deildarinnar, komust yfir með marki Fredrik Haugen á 26. mínútu, 1-0, en gestirnir frá Sarpsborg jöfnuðu, 1-1, á 72. mínútu leiksins.

Tíu mínútum síðar skoraði Guðmundur sigurmarkið, 2-1, með bylmingsskoti úr teignum.

Markinu er lýst þannig á vef Verdens Gang að Selfyssingurinn hafi tekið Cruyff-snúninginn áður en hann lúðraði boltanum í netið. Ekki amalegt.

Birkir Már Sævarsson var kominn aftur í byrjunarlið Brann, en hann hefur þurft að sitja mikið á bekknum að undanförnu. Hans menn í vondum málum þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×