Fótbolti

Elísa lagði upp mark í dramatískum sigri Kristianstad

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elísa Viðarsdóttir.
Elísa Viðarsdóttir. Vísir/Stefán
Elísabet Gunnarsdóttir og stelpurnar hennar í Kristianstad unnu í dag dramatískan 3-2 sigur á Kopparbergs/Göteborg á heimavelli í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Kristianstad jafnaði metin í tvígang og skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma.

Therese Björck skoraði sigurmark Kristianstad eftir sendingu frá Maja Norrhamn í uppbótartíma leiksins en með þessum sigri tryggði Kristianstad sér fimmta sætið í deildinni.

Elísa Viðarsdóttir, sem spilaði sem hægri bakvörður, lagði upp fyrsta mark Kristianstad sem fyrirliðinn Susanne Moberg skoraði á 55. mínútu.

Hollenski landsliðsframherjinn Manon Melis var erfið við að eiga fyrir Kristianstad-liðið í þessum leik því hún skoraði bæði mörk Kopparbergs/Göteborg í leiknum.

Rebecca Edwards tryggði Kristianstad jafnaði eftir sendingu frá Johönnu Rasmussen á 75. mínútu leiksins en mörk Melsi komu á 17. og 63. mínútu leiksins.

Elísa Viðarsdóttir var í byrjunarliði Kristianstad og spilaði allan leikinn. Guðný Björk Óðinsdóttir sat allan tímann á bekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×