Lewis Hamilton vann fjórða kappaksturinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2014 12:46 Lewis Hamilton. Vísir/Getty Bretinn Lewis Hamilton vann öruggan sigur í rússneska kappakstrinum í formúlu eitt sem fór fram í Sotsjí í dag og jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna upp í 17 stig. Þetta var góður dagur fyrir Mercedes því liðið vann tvöfaldan sigur í níunda sinn á tímabilinu. Þetta var sögulegur dagur því þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í Rússlandi. Mercedes-liðið tryggði sér heimsmeistaratitlinn með þessum tvöfalda sigri en það eru enn eftir þrjár keppnir í Bandaríkjunum, í Brasilíu og Sameinuðu Furstadæmunum. Það er hinsvegar mikil spenna í keppni ökumanna þar sem liðsfélagarnir bítast um sigurinn. Lewis Hamilton og Mercedes eru í frábæru formi þessi misserin því þetta var fjórði kappaksturinn í röð sem hann kemur fyrstu í mark og þá er Hamilton alls búinn að vinna níu keppnir á tímabilinu. Hamilton er nú kominn með 291 stig en Nico Rosberg er 17 stigum á eftir honum með 274 stig. Rosberg var með 29 stiga forskot á Hamilton fyrir þessar fjóra sigra Lewis Hamilton í röð. Rosberg þekkir það vel að vera í öðru sæti á þessu tímabili en hann var nú annar í níunda skipti. Finninn Valtteri Bottas á Williams-Mercedes varð þriðji en þetta í fimmta sinn í síðustu níu keppnum þar sem hann kemst upp á pall. Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton vann öruggan sigur í rússneska kappakstrinum í formúlu eitt sem fór fram í Sotsjí í dag og jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna upp í 17 stig. Þetta var góður dagur fyrir Mercedes því liðið vann tvöfaldan sigur í níunda sinn á tímabilinu. Þetta var sögulegur dagur því þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í Rússlandi. Mercedes-liðið tryggði sér heimsmeistaratitlinn með þessum tvöfalda sigri en það eru enn eftir þrjár keppnir í Bandaríkjunum, í Brasilíu og Sameinuðu Furstadæmunum. Það er hinsvegar mikil spenna í keppni ökumanna þar sem liðsfélagarnir bítast um sigurinn. Lewis Hamilton og Mercedes eru í frábæru formi þessi misserin því þetta var fjórði kappaksturinn í röð sem hann kemur fyrstu í mark og þá er Hamilton alls búinn að vinna níu keppnir á tímabilinu. Hamilton er nú kominn með 291 stig en Nico Rosberg er 17 stigum á eftir honum með 274 stig. Rosberg var með 29 stiga forskot á Hamilton fyrir þessar fjóra sigra Lewis Hamilton í röð. Rosberg þekkir það vel að vera í öðru sæti á þessu tímabili en hann var nú annar í níunda skipti. Finninn Valtteri Bottas á Williams-Mercedes varð þriðji en þetta í fimmta sinn í síðustu níu keppnum þar sem hann kemst upp á pall.
Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira