Fótbolti

Anton Ari kallaður inn í U21

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Alex er tæpur fyrir leikinn á þriðjudag.
Rúnar Alex er tæpur fyrir leikinn á þriðjudag. Vísir/Anton Brink
Anton Ari Einarsson, markvörður Vals, var í gærkvöldi kallaður inn í U21-árs landsliðshóp Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Dönum á þriðjudag.

Vefsíðan Fótbolti.net greinir frá því að Rúnar Alex Rúnarsson, aðalmarkvörðurinn, glími við smávægileg meiðsli og óvíst er hvort hann geti spilað í síðari umspilssleiknum sem fram fer á þriðjudag.

Anton Ari kom inn í lið Vals um mitt mót, spilaði alls 6 leiki og stóð sig vel. Hann er uppalinn í Mosfellsbæ þar sem hann spilað með Aftureldingu.

Úrslitin ráðast á Laugardalsvelli á þriðjudag, en fyrri leikur liðanna endaði með 0-0 jafntefli ytra. Leikurinn hefst klukkan 16:15 og verður lýst í Boltavaktinni hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×