ISIS með skráð lén á Íslandi: "Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir þetta“ Stefán Árni Pálsson og Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. október 2014 13:12 Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC. Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. Hryðjuverkasamtök Íslamska ríkisins hafa verið í öllum helstu fjölmiðlum heims síðustu mánuði vegna ofbeldis og þjóðernishreinsanna í Írak og Sýrlandi. Ný vefsíða samstakanna, khilafah.is sem skráð var á Íslandi í september 2014, er hýst í Þýskalandi en er með íslensk lén og endar því á .is líkt og fjölmargar íslenskar vefsíður. Birgitta Jónsdóttir kafteinn Pírata, bendir á þetta á Twitter í morgun. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, segir að það komi sér ekki á óvart að samtökin séu búin að útvega sé íslenskt lén. „Lénið er skráð 14. september og maðurinn sem skráður er fyrir síðunni segist vera búsettur í Nýja-Sjálandi,“ segir Jens Pétur. „Staðan er þessi að við erum með lén sem er skráð undir .is hjá ISNIC og rétthafinn samkvæmt skráningunni býr Nýja-Sjálandi og nafnaþjónarnir sem hýsa lénið eru staðsettur í Hamburg í Þýskalandi.“ Jens Pétur segir ISNIC lítið annað geta gert en að fylgja því eftir hvort að skráning síðunnar sé rétt. „Í raun og veru getur hver sem er verið með .is lén og þannig hefur það alltaf verið. Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir það. Það er voðalega erfitt fyrir ISNIC að svara því hvort hægt sé að gera eitthvað í málinu og hvað sem sé svosem aðgengilegt á þessari vefsíðu kemur ISNIC ekkert við.“ Jens segir einu leiðinni til að taka lénið niður væri ef skráandinn hefði gefið upp falskar upplýsingar. „Þá gætum við krafið hann um að leiðrétta þær og ef hann myndi ekki gera það gætum við lokað léninu vegna rangrar skráningar. Ef ISNIC fær úrskurð frá íslenskum dómsstólum þá að sjálfsögðu verðum við við því. Það þýðir aftur á móti ekki að vefsíðan sé horfin af internetinu.“ „Það er borðleggjandi að þessi ending vekur áhuga þeirra og þá nafnsins vegna. Ég held að þetta hljóti að teljast óheppilegt fyrir okkur Íslendinga.“Is the #ISIS new media website hosted in #Iceland or is it just .is nic aka domain hosting in #Iceland? http://t.co/bzJX56Qqab @smarimc— Birgitta Jónsdóttir (@birgittaj) October 11, 2014 Mið-Austurlönd Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. Hryðjuverkasamtök Íslamska ríkisins hafa verið í öllum helstu fjölmiðlum heims síðustu mánuði vegna ofbeldis og þjóðernishreinsanna í Írak og Sýrlandi. Ný vefsíða samstakanna, khilafah.is sem skráð var á Íslandi í september 2014, er hýst í Þýskalandi en er með íslensk lén og endar því á .is líkt og fjölmargar íslenskar vefsíður. Birgitta Jónsdóttir kafteinn Pírata, bendir á þetta á Twitter í morgun. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, segir að það komi sér ekki á óvart að samtökin séu búin að útvega sé íslenskt lén. „Lénið er skráð 14. september og maðurinn sem skráður er fyrir síðunni segist vera búsettur í Nýja-Sjálandi,“ segir Jens Pétur. „Staðan er þessi að við erum með lén sem er skráð undir .is hjá ISNIC og rétthafinn samkvæmt skráningunni býr Nýja-Sjálandi og nafnaþjónarnir sem hýsa lénið eru staðsettur í Hamburg í Þýskalandi.“ Jens Pétur segir ISNIC lítið annað geta gert en að fylgja því eftir hvort að skráning síðunnar sé rétt. „Í raun og veru getur hver sem er verið með .is lén og þannig hefur það alltaf verið. Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir það. Það er voðalega erfitt fyrir ISNIC að svara því hvort hægt sé að gera eitthvað í málinu og hvað sem sé svosem aðgengilegt á þessari vefsíðu kemur ISNIC ekkert við.“ Jens segir einu leiðinni til að taka lénið niður væri ef skráandinn hefði gefið upp falskar upplýsingar. „Þá gætum við krafið hann um að leiðrétta þær og ef hann myndi ekki gera það gætum við lokað léninu vegna rangrar skráningar. Ef ISNIC fær úrskurð frá íslenskum dómsstólum þá að sjálfsögðu verðum við við því. Það þýðir aftur á móti ekki að vefsíðan sé horfin af internetinu.“ „Það er borðleggjandi að þessi ending vekur áhuga þeirra og þá nafnsins vegna. Ég held að þetta hljóti að teljast óheppilegt fyrir okkur Íslendinga.“Is the #ISIS new media website hosted in #Iceland or is it just .is nic aka domain hosting in #Iceland? http://t.co/bzJX56Qqab @smarimc— Birgitta Jónsdóttir (@birgittaj) October 11, 2014
Mið-Austurlönd Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent