McGregor ætlar að gera allt vitlaust í Brasilíu 23. október 2014 22:30 Conor er hér til hægri fyrir síðasta bardaga sinn gegn Dustin Poirier. vísir/getty Vélbyssukjafturinn frá Írlandi, Conor McGregor, heldur áfram að stela senunni fyrir UFC-bardagakvöld helgarinnar þó svo hann sé ekki að fara að keppa. Þá tekur heimsmeistarinn í fjaðurvigt, Jose Aldo, á móti Chad Mendes í Brasilíu. Sigurvegarinn mun svo líklega mæta McGregor í kjölfarið en hann hefur flogið upp styrkleikalistann síðustu mánuði. McGregor er á leið til Brasilíu þar sem hann ætlar að halda áfram að gera allt vitlaust og ögra bæði Aldo og Mendes. „Brasilísku áhorfendurnir eru eins og þeir írsku þannig að ég ætla að gera allt brjálað þarna," sagði McGregor. „Alvöru unnendur íþróttarinnar vita hver ég er. Það munu allir í húsinu þekkja mig. Ég stórefast um að ég muni fá góðar móttökur en ég mun njóta þess. Þetta er viðskipta- og skemmtiferð. Ég mun njóta þess að vera ekki að keppa en allt sem ég geri snýst um risaviðskipti. „Planið er að fara til Brasilíu í einkaþotu stjórnarformanns UFC en í mínum huga vil ég aðeins ferðast um í eigin einkaþotu." Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport á laugardag. Þetta er annar bardagi Aldo og Mendes en hvernig heldur McGregor að þetta fari? „Ég held að þetta verði svipað og síðast hjá þeim. Tæknin brást Mendes í fyrri bardaganum og hann hefur ekki enn lagað sinn stíl. Mér finnst Chad vera búinn að vera. Ég hef ekki mikið álit á hvorugum. Ég mun bara njóta þess að horfa." Hér að neðan má sjá tíst frá McGregor þar sem hann staðfestir að hann sé þegar orðinn stjarna bardagakvöldsins um helgina og er til í meira.UFC 178 - The McGregor Show. UFC 179 - The McGregor Show. UFC 180 - Just say the word and its done... @lorenzofertitta @danawhite.— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) October 23, 2014 MMA Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Vélbyssukjafturinn frá Írlandi, Conor McGregor, heldur áfram að stela senunni fyrir UFC-bardagakvöld helgarinnar þó svo hann sé ekki að fara að keppa. Þá tekur heimsmeistarinn í fjaðurvigt, Jose Aldo, á móti Chad Mendes í Brasilíu. Sigurvegarinn mun svo líklega mæta McGregor í kjölfarið en hann hefur flogið upp styrkleikalistann síðustu mánuði. McGregor er á leið til Brasilíu þar sem hann ætlar að halda áfram að gera allt vitlaust og ögra bæði Aldo og Mendes. „Brasilísku áhorfendurnir eru eins og þeir írsku þannig að ég ætla að gera allt brjálað þarna," sagði McGregor. „Alvöru unnendur íþróttarinnar vita hver ég er. Það munu allir í húsinu þekkja mig. Ég stórefast um að ég muni fá góðar móttökur en ég mun njóta þess. Þetta er viðskipta- og skemmtiferð. Ég mun njóta þess að vera ekki að keppa en allt sem ég geri snýst um risaviðskipti. „Planið er að fara til Brasilíu í einkaþotu stjórnarformanns UFC en í mínum huga vil ég aðeins ferðast um í eigin einkaþotu." Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport á laugardag. Þetta er annar bardagi Aldo og Mendes en hvernig heldur McGregor að þetta fari? „Ég held að þetta verði svipað og síðast hjá þeim. Tæknin brást Mendes í fyrri bardaganum og hann hefur ekki enn lagað sinn stíl. Mér finnst Chad vera búinn að vera. Ég hef ekki mikið álit á hvorugum. Ég mun bara njóta þess að horfa." Hér að neðan má sjá tíst frá McGregor þar sem hann staðfestir að hann sé þegar orðinn stjarna bardagakvöldsins um helgina og er til í meira.UFC 178 - The McGregor Show. UFC 179 - The McGregor Show. UFC 180 - Just say the word and its done... @lorenzofertitta @danawhite.— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) October 23, 2014
MMA Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira