Geir: Ráðning Lars ein farsælasta ákvörðunin mín Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2014 09:30 Geir Þorsteinsson réð Lars Lagerbäck til starfa í október 2011. vísir/daníel/anton Strákarnir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu eru í 28. sæti á nýjum FIFA-lista sem gefinn var út í morgun, en Ísland er efsta Norðurlandaþjóðin á listanum í fyrsta skipti í sögunni. Ísland hefur hækkað sig um 103 sæti frá því í apríl 2012 eftir fyrstu tvo leiki Lars Lagerbäcks í starfi landsliðsþjálfara, en hann og HeimirHallgrímsson hafa náð ótrúlegum árangri saman. Íslenska liðið er í efsta sæti A-riðils undankeppni EM 2016 með níu stig eða fullt hús eftir flotta sigra á Tyrkjum, Lettum og Hollendingum. Þá á Ísland enn eftir að fá á sig mark. Það liggur ljóst fyrir að ráðningin á Lars Lagerbäck eru kaflaskil í íslenskri knattspyrnusögu og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er eðlilega hæstánægður með sinn mann. „Ég held að ráðningin á Lars sé ein af þeim farsælli ákvörðunum sem við höfum tekið. Ég veit ekki hvort hún er sú besta, en jú, segjum það bara. Hún er sú besta í dag,“ sagði Geir í viðtali við útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 977 síðasta laugardag. Geir var þá í sjöunda himni eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi, en strákarnir okkar skelltu bronsliði HM og allir vita á Laugardalsvellinum. Formaðurinn sagðist hafa fastmótaðar hugmyndir um hverja hann vildi fá inn í landsliðsstarfið og réð aðstoðarmanninn í raun áður en hann réð aðalþjálfarann. „Ég var búinn að tala við Heimi Hallgrímsson og biðja hann um að koma að starfinu. Það gerði ég þegar hann sagðist ætla að hætta hjá ÍBV. Ég var með ákveðnar hugmyndir um hvern ég vildi fá í starfið. Ég tel ráðninguna á Heimi líka mjög farsæla ákvörðun. Þeir vinna vel saman,“ sagði Geir. Fleiri menn voru orðaðir við starfið á sínum tíma, menn á borð við Bretana SteveCoppell og Roy Keane. „Ég ræddi ekki við Steve Coppell, en ég fundaði með Roy Keane. Í mínum huga var það alveg ljós að Lars var númer eitt. Það var líka því ég hef kynnst honum í gegnum mitt starf,“ sagði Geir. „Eftir að Lars lét vita að hann hefði áhuag á starfinu var þetta bara spurning um fjárhagslegu hliðina þá var þetta ekki spurning og hún gekk upp,“ sagði Geir Þorsteinsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu eru í 28. sæti á nýjum FIFA-lista sem gefinn var út í morgun, en Ísland er efsta Norðurlandaþjóðin á listanum í fyrsta skipti í sögunni. Ísland hefur hækkað sig um 103 sæti frá því í apríl 2012 eftir fyrstu tvo leiki Lars Lagerbäcks í starfi landsliðsþjálfara, en hann og HeimirHallgrímsson hafa náð ótrúlegum árangri saman. Íslenska liðið er í efsta sæti A-riðils undankeppni EM 2016 með níu stig eða fullt hús eftir flotta sigra á Tyrkjum, Lettum og Hollendingum. Þá á Ísland enn eftir að fá á sig mark. Það liggur ljóst fyrir að ráðningin á Lars Lagerbäck eru kaflaskil í íslenskri knattspyrnusögu og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er eðlilega hæstánægður með sinn mann. „Ég held að ráðningin á Lars sé ein af þeim farsælli ákvörðunum sem við höfum tekið. Ég veit ekki hvort hún er sú besta, en jú, segjum það bara. Hún er sú besta í dag,“ sagði Geir í viðtali við útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 977 síðasta laugardag. Geir var þá í sjöunda himni eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi, en strákarnir okkar skelltu bronsliði HM og allir vita á Laugardalsvellinum. Formaðurinn sagðist hafa fastmótaðar hugmyndir um hverja hann vildi fá inn í landsliðsstarfið og réð aðstoðarmanninn í raun áður en hann réð aðalþjálfarann. „Ég var búinn að tala við Heimi Hallgrímsson og biðja hann um að koma að starfinu. Það gerði ég þegar hann sagðist ætla að hætta hjá ÍBV. Ég var með ákveðnar hugmyndir um hvern ég vildi fá í starfið. Ég tel ráðninguna á Heimi líka mjög farsæla ákvörðun. Þeir vinna vel saman,“ sagði Geir. Fleiri menn voru orðaðir við starfið á sínum tíma, menn á borð við Bretana SteveCoppell og Roy Keane. „Ég ræddi ekki við Steve Coppell, en ég fundaði með Roy Keane. Í mínum huga var það alveg ljós að Lars var númer eitt. Það var líka því ég hef kynnst honum í gegnum mitt starf,“ sagði Geir. „Eftir að Lars lét vita að hann hefði áhuag á starfinu var þetta bara spurning um fjárhagslegu hliðina þá var þetta ekki spurning og hún gekk upp,“ sagði Geir Þorsteinsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Sjá meira
Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15