Fimm dauðsföll vegna MDMA Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. október 2014 18:42 Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári, en þeim hefur fjölgað töluvert síðustu þrjú ár. Í fréttaskýringaþáttunum Brestum var í gær sögð saga rúmlega tvítugrar konu sem lést úr of stórum skammti af eiturlyfinu MDMA, eða Mollý eins og það er jafnan kallað. Eiturlyfið kom fyrst hingað til lands rétt fyrir aldamótin og var nokkuð vinsælt árin eftir. Við efnahagshrunið minnkaði notkun efnisins mikið en það fór svo aftur að gera vart við sig í miklum mæli um og upp úr 2011. Eins og greint var frá í fréttum okkar í gær hefur styrkur í MDMA neysluskömmtum allt að því tvöfaldast síðust ár, en neysluskammtur af Mollý er um 100 milligrömm og er grammið selt á 15 -20 þúsund krónur. Dauðaskammtur af MDMA er talinn vera um 500 milligrömm. Það fer þó eftir reynslu og þoli hvaða áhrif skamturinn hefur, auk þess sem neysla annarra vímugjafa spilar inn í. Lögreglu, bareigendum og sjúkraflutningamönnum sem fréttastofa hefur rætt við kemur saman um að efnið hafi náð mikilli dreifingu á skömmum tíma. Fram kom í Brestum í gær að fjölmörg ungmenni telji efnið skaðlaust, en samkvæmt krufningarskýrslum er hægt að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna frá aldamótum beint til neyslu MDMA eða náskyldra efna. Brestir Tengdar fréttir Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00 Skipulagði smygl innan úr fangelsinu Umfangsmikil aðgerð lögreglu leiddi til handtöku fanga á Kvíabryggju. Lögreglan lagði hald á stera, MDMA og peninga við húsleit vegna málsins. 9. október 2014 07:00 Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08 Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári, en þeim hefur fjölgað töluvert síðustu þrjú ár. Í fréttaskýringaþáttunum Brestum var í gær sögð saga rúmlega tvítugrar konu sem lést úr of stórum skammti af eiturlyfinu MDMA, eða Mollý eins og það er jafnan kallað. Eiturlyfið kom fyrst hingað til lands rétt fyrir aldamótin og var nokkuð vinsælt árin eftir. Við efnahagshrunið minnkaði notkun efnisins mikið en það fór svo aftur að gera vart við sig í miklum mæli um og upp úr 2011. Eins og greint var frá í fréttum okkar í gær hefur styrkur í MDMA neysluskömmtum allt að því tvöfaldast síðust ár, en neysluskammtur af Mollý er um 100 milligrömm og er grammið selt á 15 -20 þúsund krónur. Dauðaskammtur af MDMA er talinn vera um 500 milligrömm. Það fer þó eftir reynslu og þoli hvaða áhrif skamturinn hefur, auk þess sem neysla annarra vímugjafa spilar inn í. Lögreglu, bareigendum og sjúkraflutningamönnum sem fréttastofa hefur rætt við kemur saman um að efnið hafi náð mikilli dreifingu á skömmum tíma. Fram kom í Brestum í gær að fjölmörg ungmenni telji efnið skaðlaust, en samkvæmt krufningarskýrslum er hægt að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna frá aldamótum beint til neyslu MDMA eða náskyldra efna.
Brestir Tengdar fréttir Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00 Skipulagði smygl innan úr fangelsinu Umfangsmikil aðgerð lögreglu leiddi til handtöku fanga á Kvíabryggju. Lögreglan lagði hald á stera, MDMA og peninga við húsleit vegna málsins. 9. október 2014 07:00 Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08 Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00
Skipulagði smygl innan úr fangelsinu Umfangsmikil aðgerð lögreglu leiddi til handtöku fanga á Kvíabryggju. Lögreglan lagði hald á stera, MDMA og peninga við húsleit vegna málsins. 9. október 2014 07:00
Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08
Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00