Robben: Verð bara betri með aldrinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2014 09:45 Arjen Robben verður í eldlínunni með Bayern gegn Roma í Meistaradeildinni í kvöld. vísir/getty Arjen Robben er einn af bestu knattspyrnumönnum heims í dag, en fyrir tveimur árum var allt niður á við hjá hollenska landsliðsmanninum. Bayern átti mögulega á að vinna þrennuna vorið 2012, en svo varð ekki og var Robben að stórum hluta kennt um það. Robben brenndi af víti í lykilleik gegn Dortmund sem á endanum færði lærisveinum Jürgens Klopps þýska Meistaratitilinn og þá brenndi hann einnig af úr víti í úrslitum Meistaradeildarinnar sem Chelsea vann. Bayern stóð uppi titlalaust. Hollendingurinn tók þátt í vináttuleik nokkrum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Allianz-vellinum og bauluðu stuðningsmenn Bayern á hann í hvert einasta skipti sem hann snerti boltann. Svo virtist sem hann væri á leið frá félaginu. En Robben sneri dæminu við og er nú búinn að vera frábær undanfarnar tvær leiktíðir. Á þeim tíma vann Bayern þýsku 1. deildinna tvisvar, bikarinn tvisvar, Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu. Þá skoraði hann úrslitamarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Dortmund. „Það sem kom fyrir mig er hluti af fóboltanum. Það mikilvæga er að trúa alltaf á sjálfan sig og vera jákvæður. Ég veit það er auðvelt að segja það eftir á, en svona er þetta bara,“ segir Robben í viðtali við Goal.com. „Maður verður að leggja mikið á sig og berjast fyrir sínu. Leiktíðin 2011/2012 var erfið, en lífið heldur áfram og við erum búnir að gera frábæra hluti síðan þá.“ „Þessi reynsla breytti mér ekkert sem persónu. Maður verður bara að nýta tækifærin í fótboltanum. Þegar maður er að spila vel og að vinna titla þá er lífið miklu betra,“ segir Robben sem er orðinn þrítugur og hefur líklega aldrei verið betri. „Kannski er þetta öðruvísi fyrir mig en aðra. Ég verð bara betri með aldrinum,“ segir Arjen Robben. Þýski boltinn Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Sjá meira
Arjen Robben er einn af bestu knattspyrnumönnum heims í dag, en fyrir tveimur árum var allt niður á við hjá hollenska landsliðsmanninum. Bayern átti mögulega á að vinna þrennuna vorið 2012, en svo varð ekki og var Robben að stórum hluta kennt um það. Robben brenndi af víti í lykilleik gegn Dortmund sem á endanum færði lærisveinum Jürgens Klopps þýska Meistaratitilinn og þá brenndi hann einnig af úr víti í úrslitum Meistaradeildarinnar sem Chelsea vann. Bayern stóð uppi titlalaust. Hollendingurinn tók þátt í vináttuleik nokkrum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Allianz-vellinum og bauluðu stuðningsmenn Bayern á hann í hvert einasta skipti sem hann snerti boltann. Svo virtist sem hann væri á leið frá félaginu. En Robben sneri dæminu við og er nú búinn að vera frábær undanfarnar tvær leiktíðir. Á þeim tíma vann Bayern þýsku 1. deildinna tvisvar, bikarinn tvisvar, Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu. Þá skoraði hann úrslitamarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Dortmund. „Það sem kom fyrir mig er hluti af fóboltanum. Það mikilvæga er að trúa alltaf á sjálfan sig og vera jákvæður. Ég veit það er auðvelt að segja það eftir á, en svona er þetta bara,“ segir Robben í viðtali við Goal.com. „Maður verður að leggja mikið á sig og berjast fyrir sínu. Leiktíðin 2011/2012 var erfið, en lífið heldur áfram og við erum búnir að gera frábæra hluti síðan þá.“ „Þessi reynsla breytti mér ekkert sem persónu. Maður verður bara að nýta tækifærin í fótboltanum. Þegar maður er að spila vel og að vinna titla þá er lífið miklu betra,“ segir Robben sem er orðinn þrítugur og hefur líklega aldrei verið betri. „Kannski er þetta öðruvísi fyrir mig en aðra. Ég verð bara betri með aldrinum,“ segir Arjen Robben.
Þýski boltinn Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Sjá meira