„Krafa okkar er sú að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fari að haga sér eins og fagfólk“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2014 17:05 Svavar segir ríkisstjórnina sýna dólgshátt og yfirgang þegar hún fær á sig gagnrýni. Vísir/Anton Brink/GVA Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á mánudaginn vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Hátt í 3000 manns hafa boðað komu sína á Facebook-síðu mótmælanna sem bera yfirskriftina „Mótmælum aðgerðum ríkisstjórnarinnar“. Vísir hafði samband við tónlistarmanninn Svavar Knút, einn skipuleggjanda mótmælanna, og spurði hvers vegna boðað hafi verið til þeirra. „Fólk er reitt og sárt. Þessi ríkisstjórnin misbýður ákveðnum grunngildum trekk í trekk. Ofan á það sýnir hún eintóman skæting og leiðindi og dólgshátt þegar hún fær á sig gagnrýni,“ segir Svavar. Hann segir mótmælin algjörlega grasrótarsprottin en skipuleggjendur þeirra hittust í dag til að ræða málin. Hann segir hópinn ekki eiga neitt sameiginlegt annað en að misbjóða framkoma ríkisstjórnarinnar. „Við viljum hafa mótmælin fagleg, kurteisleg og yfirveguð. Fólk er samt reitt og við söknum bara þessa eðlilega viðhorfs að við hugsum um hvert annað. Við erum 328.000 manns sem búum í samfélagi, við erum ekki 328.000 einkahlutafélög. Við pössum hvort annað og það er bara verið að drulla yfir það.“ Svavar nefnir um dæmi um að verið sé að skerða tækifæri fólks til menntunar og að taka heilbrigðiskerfið í sundur. Hann segir Íslendinga vilja borga fyrir heilsu og lífsgæði hvers annars. „Krafa okkar er sú að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fari að haga sér eins og fagfólk. Þeir sýna enga auðmýkt gagnvart starfinu og enga virðingu gagnvart fólkinu heldur eru bara með yfirgang.“ Svavar segir að margir tónlistarmenn vilji koma fram á mótmælunum. Það sé stefnt að því að hafa rafmagn en ekki sé víst að það náist vegna lítils fyrirvara. Ef ekki verður rafmagn mun fólk bara mæta með gítarinn og trommurnar og spila af fingrum fram. Aðspurður hvort boðað verði til fleiri mótmæla segir Svavar: „Við viljum sjá þetta vaxa og við viljum að ríkisstjórnin hlusti á raddir fólksins. Við virðum lýðræði en ríkisstjórnin þarf að gera það líka. Við viljum bara fá þessi heilindi.“ Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á mánudaginn vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Hátt í 3000 manns hafa boðað komu sína á Facebook-síðu mótmælanna sem bera yfirskriftina „Mótmælum aðgerðum ríkisstjórnarinnar“. Vísir hafði samband við tónlistarmanninn Svavar Knút, einn skipuleggjanda mótmælanna, og spurði hvers vegna boðað hafi verið til þeirra. „Fólk er reitt og sárt. Þessi ríkisstjórnin misbýður ákveðnum grunngildum trekk í trekk. Ofan á það sýnir hún eintóman skæting og leiðindi og dólgshátt þegar hún fær á sig gagnrýni,“ segir Svavar. Hann segir mótmælin algjörlega grasrótarsprottin en skipuleggjendur þeirra hittust í dag til að ræða málin. Hann segir hópinn ekki eiga neitt sameiginlegt annað en að misbjóða framkoma ríkisstjórnarinnar. „Við viljum hafa mótmælin fagleg, kurteisleg og yfirveguð. Fólk er samt reitt og við söknum bara þessa eðlilega viðhorfs að við hugsum um hvert annað. Við erum 328.000 manns sem búum í samfélagi, við erum ekki 328.000 einkahlutafélög. Við pössum hvort annað og það er bara verið að drulla yfir það.“ Svavar nefnir um dæmi um að verið sé að skerða tækifæri fólks til menntunar og að taka heilbrigðiskerfið í sundur. Hann segir Íslendinga vilja borga fyrir heilsu og lífsgæði hvers annars. „Krafa okkar er sú að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fari að haga sér eins og fagfólk. Þeir sýna enga auðmýkt gagnvart starfinu og enga virðingu gagnvart fólkinu heldur eru bara með yfirgang.“ Svavar segir að margir tónlistarmenn vilji koma fram á mótmælunum. Það sé stefnt að því að hafa rafmagn en ekki sé víst að það náist vegna lítils fyrirvara. Ef ekki verður rafmagn mun fólk bara mæta með gítarinn og trommurnar og spila af fingrum fram. Aðspurður hvort boðað verði til fleiri mótmæla segir Svavar: „Við viljum sjá þetta vaxa og við viljum að ríkisstjórnin hlusti á raddir fólksins. Við virðum lýðræði en ríkisstjórnin þarf að gera það líka. Við viljum bara fá þessi heilindi.“
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira