Hraunið myndi þekja rúmlega hálfa París Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2014 12:01 visir/ómar ragnarsson/almannavarnardeild Margir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því hvað askja Bárðarbungu er stór. Eldstöðin hefur verið í fréttum daglega frá því umbrotin hófust þann 16. ágúst síðastliðinn og sérstaklega eftir að stórir jarðskjálftar, um og yfir 5,0 af stærð, fóru að mælast í öskjunni sjálfri og yfirborð hennar tók að síga. Sigið er nú yfir 40 metrar og jarðskjálftarnir yfir 5,0 að nálgast fimmta tuginn. Á síðu Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra kemur fram hversu stór Bárðarbunga er í raun og veru. Fjallið er 2009 metra hátt, sem gerir hana að næst hæsta fjalli landsins á eftir Hvannadalshnjúk. Askjan sjálf er um 10 kílómetrar í þvermál, milli 70-80 ferkílómetrar að flatarmáli og um 700 metra djúp. Önnur leið til þess að átta sig á þessum stærðum er að setja Bárðarbungu í samhengi við aðra hluti sem almenningur þekkir. Á kortinu hér að neðan, sem unnið er af Jarðvísindastofnun HÍ, má sjá Bárðarbungu, hraunið í Holuhrauni, Grímsvötn og Kverkfjöll í réttum hlutföllum við suðvesturhorn landsins. Eins og sjá má þekur Bárðarbunga stóran hluta Reykjavíkur og Álftaness, Holuhraun dreifir úr sér í botni Hvalfjarðar, Kverkfjöll eru austur á Þingvöllum og Grímsvötn á milli Kleifarvatns og Hlíðarvatns. Á kortinu þar fyrir neðan er mynd af hraunbreiðunni í Holuhrauni yfir París. Eins og sést á myndinni sem setur hlutina í samhengi við Parísarborg var flatarmál hraunsins í Holuhrauni 60,7 ferkílómetrar þann 19. október. Flatarmál Parísarborgar er 105,4 ferkílómetrar. visir/almannavarnardeildvisir/almannavarnardeild Bárðarbunga Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Margir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því hvað askja Bárðarbungu er stór. Eldstöðin hefur verið í fréttum daglega frá því umbrotin hófust þann 16. ágúst síðastliðinn og sérstaklega eftir að stórir jarðskjálftar, um og yfir 5,0 af stærð, fóru að mælast í öskjunni sjálfri og yfirborð hennar tók að síga. Sigið er nú yfir 40 metrar og jarðskjálftarnir yfir 5,0 að nálgast fimmta tuginn. Á síðu Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra kemur fram hversu stór Bárðarbunga er í raun og veru. Fjallið er 2009 metra hátt, sem gerir hana að næst hæsta fjalli landsins á eftir Hvannadalshnjúk. Askjan sjálf er um 10 kílómetrar í þvermál, milli 70-80 ferkílómetrar að flatarmáli og um 700 metra djúp. Önnur leið til þess að átta sig á þessum stærðum er að setja Bárðarbungu í samhengi við aðra hluti sem almenningur þekkir. Á kortinu hér að neðan, sem unnið er af Jarðvísindastofnun HÍ, má sjá Bárðarbungu, hraunið í Holuhrauni, Grímsvötn og Kverkfjöll í réttum hlutföllum við suðvesturhorn landsins. Eins og sjá má þekur Bárðarbunga stóran hluta Reykjavíkur og Álftaness, Holuhraun dreifir úr sér í botni Hvalfjarðar, Kverkfjöll eru austur á Þingvöllum og Grímsvötn á milli Kleifarvatns og Hlíðarvatns. Á kortinu þar fyrir neðan er mynd af hraunbreiðunni í Holuhrauni yfir París. Eins og sést á myndinni sem setur hlutina í samhengi við Parísarborg var flatarmál hraunsins í Holuhrauni 60,7 ferkílómetrar þann 19. október. Flatarmál Parísarborgar er 105,4 ferkílómetrar. visir/almannavarnardeildvisir/almannavarnardeild
Bárðarbunga Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira