Ósáttur við frekjuna í hyskinu á landsbyggðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2014 17:36 "Og það væri landhreinsun fyrir okkur við Faxaflóann að losna við ríkisstjórnina og ráðuneytin og það. Good riddance!“ Vísir/GVA Einar Kárason, rithöfundur og Reykvíkingur, er allt annað en sáttur við umræðuna um Reykjavíkurflugvöll. Hann hafi búið í nágrenni við flugvöllinn í áratugi og hafi alls ekki vondar tilfinningar í hans garð. „En frekjan í hyskinu af landsbyggðinni sem heimtar að fá að stjórna nærumhverfi okkar sem hér búum er svo yfirgengileg að mér finnst að við ættum segja þeim að gjöra svo vel að gera Þórshöfn á Langanesi að höfuðborg (eða hvaða þorp sem þeir kjósa),“ segir Einar í opinni færslu á Fésbókinni. Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins lögðu á fimmtudag fram frumvarp á Alþingi um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að skipulagsvald yfir flugvellinum verði flutt frá borginni og til Alþingis. „Þótt Reykjavíkurflugvöllur sé staðsettur í miðborg Reykjavíkur er hann eftir sem áður flugvöllur þjóðarinnar allrar," segir í greinargerðinni með frumvarpinu.. „Til þess stendur pólitískur vilji að Alþingi hafi áhrif á skipulag og mannvirkjagerð á Reykjavíkurflugvelli.” Ráðherrar Framsóknarflokksins eru ekki á meðal flutningsmanna frumvarpsins. Þá telur oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, Halldór Halldórsson, litlar líkur á að meirihluti sé fyrir frumvarpinu á Alþingi. Hann sé þess utan ekki sammála frumvarpinu þó hann telji að hann eigi að vera um kyrrt í borginni. Einar minnir á að á Þórshöfn sé að finna fínan flugvöll, nokkuð nýjan sem sé að flestu leyti betur búinn en Reykjavíkurflugvöll að því hann telji. Auk þess sé örstutt í enn fínni flugvöll á Húsavík sem gæti nýst sem varaflugvöllur. Flugvellirnir séu að vísu „aldrei notaðir.“ „Og það væri landhreinsun fyrir okkur við Faxaflóann að losna við ríkisstjórnina og ráðuneytin og það. Good riddance!“Leiðrétt klukkan 19:57 Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að ráðherra Framsóknar væru ekki stuðningsmenn frumvarpsins. Hið rétta er að þeir eru ekki á meðal flutningsmanna. Tengdar fréttir Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20 Pólitískt útspil sem setur skipulagsmál í vitleysu Borgarstjóri segir það ekki góða hugmynd að Alþingi grípi inn í deilur um skipulagsmál með því að taka þau yfir. Það leiði til vitleysu í skipulagsmálum. 7. nóvember 2014 19:44 Vildu virða þverpólitíska sátt um Reykjavíkurflugvöll Fulltrúar sjálfstæðismanna í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur greiddu á fundi ráðsins í morgun atkvæði gegn tillögu meirihluta þess um að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli víki fyrir íbúðabyggð á hinu fyrirhugaða Hlíðarendasvæði við Vatnsmýri. 5. nóvember 2014 18:20 „Mér þykir stórkostlega vænt um landsbyggðina og allt það fólk sem þar býr“ Ekkert mál er líklegra til að koma landsmönnum úr jafnvægi en flugvallarmálið. Þetta segir rithöfundurinn Einar Kárason sem hefur fengið fjölda hótunarbréfa eftir að hann gagnrýndi málflutning flugvallarsinna á landsbyggðinni. 9. nóvember 2014 21:08 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
Einar Kárason, rithöfundur og Reykvíkingur, er allt annað en sáttur við umræðuna um Reykjavíkurflugvöll. Hann hafi búið í nágrenni við flugvöllinn í áratugi og hafi alls ekki vondar tilfinningar í hans garð. „En frekjan í hyskinu af landsbyggðinni sem heimtar að fá að stjórna nærumhverfi okkar sem hér búum er svo yfirgengileg að mér finnst að við ættum segja þeim að gjöra svo vel að gera Þórshöfn á Langanesi að höfuðborg (eða hvaða þorp sem þeir kjósa),“ segir Einar í opinni færslu á Fésbókinni. Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins lögðu á fimmtudag fram frumvarp á Alþingi um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að skipulagsvald yfir flugvellinum verði flutt frá borginni og til Alþingis. „Þótt Reykjavíkurflugvöllur sé staðsettur í miðborg Reykjavíkur er hann eftir sem áður flugvöllur þjóðarinnar allrar," segir í greinargerðinni með frumvarpinu.. „Til þess stendur pólitískur vilji að Alþingi hafi áhrif á skipulag og mannvirkjagerð á Reykjavíkurflugvelli.” Ráðherrar Framsóknarflokksins eru ekki á meðal flutningsmanna frumvarpsins. Þá telur oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, Halldór Halldórsson, litlar líkur á að meirihluti sé fyrir frumvarpinu á Alþingi. Hann sé þess utan ekki sammála frumvarpinu þó hann telji að hann eigi að vera um kyrrt í borginni. Einar minnir á að á Þórshöfn sé að finna fínan flugvöll, nokkuð nýjan sem sé að flestu leyti betur búinn en Reykjavíkurflugvöll að því hann telji. Auk þess sé örstutt í enn fínni flugvöll á Húsavík sem gæti nýst sem varaflugvöllur. Flugvellirnir séu að vísu „aldrei notaðir.“ „Og það væri landhreinsun fyrir okkur við Faxaflóann að losna við ríkisstjórnina og ráðuneytin og það. Good riddance!“Leiðrétt klukkan 19:57 Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að ráðherra Framsóknar væru ekki stuðningsmenn frumvarpsins. Hið rétta er að þeir eru ekki á meðal flutningsmanna.
Tengdar fréttir Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20 Pólitískt útspil sem setur skipulagsmál í vitleysu Borgarstjóri segir það ekki góða hugmynd að Alþingi grípi inn í deilur um skipulagsmál með því að taka þau yfir. Það leiði til vitleysu í skipulagsmálum. 7. nóvember 2014 19:44 Vildu virða þverpólitíska sátt um Reykjavíkurflugvöll Fulltrúar sjálfstæðismanna í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur greiddu á fundi ráðsins í morgun atkvæði gegn tillögu meirihluta þess um að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli víki fyrir íbúðabyggð á hinu fyrirhugaða Hlíðarendasvæði við Vatnsmýri. 5. nóvember 2014 18:20 „Mér þykir stórkostlega vænt um landsbyggðina og allt það fólk sem þar býr“ Ekkert mál er líklegra til að koma landsmönnum úr jafnvægi en flugvallarmálið. Þetta segir rithöfundurinn Einar Kárason sem hefur fengið fjölda hótunarbréfa eftir að hann gagnrýndi málflutning flugvallarsinna á landsbyggðinni. 9. nóvember 2014 21:08 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20
Pólitískt útspil sem setur skipulagsmál í vitleysu Borgarstjóri segir það ekki góða hugmynd að Alþingi grípi inn í deilur um skipulagsmál með því að taka þau yfir. Það leiði til vitleysu í skipulagsmálum. 7. nóvember 2014 19:44
Vildu virða þverpólitíska sátt um Reykjavíkurflugvöll Fulltrúar sjálfstæðismanna í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur greiddu á fundi ráðsins í morgun atkvæði gegn tillögu meirihluta þess um að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli víki fyrir íbúðabyggð á hinu fyrirhugaða Hlíðarendasvæði við Vatnsmýri. 5. nóvember 2014 18:20
„Mér þykir stórkostlega vænt um landsbyggðina og allt það fólk sem þar býr“ Ekkert mál er líklegra til að koma landsmönnum úr jafnvægi en flugvallarmálið. Þetta segir rithöfundurinn Einar Kárason sem hefur fengið fjölda hótunarbréfa eftir að hann gagnrýndi málflutning flugvallarsinna á landsbyggðinni. 9. nóvember 2014 21:08
Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46