Hiddink: Hætti ef við töpum fyrir Lettlandi

Hiddink er undir mikilli pressu en Holland hefur byrjað undankeppnina illa og er aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki. Hollendingar byrjuðu á því að tapa fyrir Tékklandi, unnu svo nauman sigur á Kasakstan áður en þeir lágu fyrir Íslendingum á Laugardalsvelli eins og frægt er.
Hiddink tók við hollenska liðinu eftir HM í Brasilíu þar sem Louis van Gaal leiddi það til bronsverðlauna. Þetta er í annað sinn sem Hiddink stýrir Hollandi, en hann var áður við stjórnvölinn á árunum 1994-1998. Þá kom hann Hollendingum m.a. í undanúrslit á HM 1998.
Leikurinn gegn Lettlandi fer fram í Hollandi 16. nóvember, en fjórum dögum áður mætir hollenska liðið því mexíkóska í vináttulandsleik.
Tengdar fréttir

Deilur Van Persie og Huntelaar í aðalhlutverki á blaðamannafundi Hiddink
Það er spenna í kringum hollenska landsliðið í fótbolta sem er komið til Íslands til að spila við íslenska landsliðið á Laugardalsvellinum á morgun.

Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum.

Van Persie á krísufundi með Hiddink eftir tapið gegn Íslandi
Landsliðsþjálfari Hollands heimsótti framherjann í Manchester.

Gekk betur hjá stranga skólakennaranum en vinalega frændanum
Hollenska landsliðinu hefur gengið illa eftir að hafa náð í bronsverðlaun á HM í sumar.

De Boer: Hiddink er búinn á því
Ronald de Boer, fyrrverandi leikmaður Ajax, Barcelona og hollenska landsliðsins, er lítt hrifinn af Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands.

Van Persie stendur með Hiddink
Þrátt fyrir þrjú töp í fyrstu fjórum leikjunum undir stjórn Guus Hiddink hefur Robin van Persie, landsliðsfyrirliði Hollands, trú á þjálfaranum reynda.

Koeman: Tek ekki við landsliðinu
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Southampton, segir að hann muni ekki taka við hollenska landsliðinu í fótbolta.

Hiddink: Svolítið öfundsjúkur út í íslenska liðið | Myndband
Guus Hiddink, þjálfari hollenska landsliðsins, hitti her hollenska blaðamanna fyrir æfingu liðsins í kvöld og blaðamannafundur hans fór að mestu fram á hollensku. Hiddink svaraði þó einni spurningu á ensku og hrósaði þar íslenska landsliðinu.