Cleveland aftur á sigurbraut | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2014 10:41 James og félagar í Cleveland Cavaliers gerðu góða ferð til Denver í gær. Vísir/Getty Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Denver Nuggets, 110-101, á einum erfiðasta útivelli deildarinnar. Alls skoruðu sjö leikmenn Cleveland tíu stig eða fleiri og það kom því ekki að sök að James, Kevin Love og Kyrie Irving hittu aðeins samtals úr 19 af 45 skotum sínum. Randy Foye var stigahæstur í liði Denver með 28 stig, auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar, en Denver hefur aðeins krækt í einn sigur það sem af er tímabili. Memphis Grizzlies heldur áfram að gera gott mót, en liðið vann sinn sjötta sigur í jafnmörgum leikjum á löskuðu liði Oklahoma City Thunder á útivelli. Lokatölur 91-89. Leikstjórnendur liðanna voru í aðalhlutverki í Chesapeake Energy Arena í Oklahoma í nótt. Mike Conley var stigahæstur gestanna með 20 stig, en hinum megin var Reggie Jackson atkvæðamestur með 22 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit í leik Sacramento Kings og Phoenix Suns í Arizona. Sacramento hafði að lokum betur, 114-112, en Rudy Gay skoraði mikilvægustu körfu leiksins þegar hann kom Kóngunum einu stigi yfir, 113-112, þegar rúm mínúta var eftir. DeMarcus Cousins var stigahæstur í liði Sacramento með 25 stig, auk þess að rífa niður 18 fráköst. Bakverðirnir Goran Dragic og Eric Bledsoe fóru fyrir liði Phoenix, sá fyrrnefndi skoraði 22 stig, en sá síðarnefndi 23 stig, auk þess sem hann tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Leikur Atlanta Hawks og Charlotte Hornets var einnig tvíframlengdur, en það var Lance Stephenson sem tryggði Charlotte sigurinn með ótrúlegri þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út í seinni framlengingunni. Lokatölur 119-122, Charlotte í vil. Miðherjinn Al Jefferson skoraði mest fyrir Charlotte eða 34 stig, auk þess að taka níu fráköst. Gary Neal kom næstur með 23 stig og Stephenson skilaði 17 stigum og 13 fráköstum. Al Horford og Jeff Teague voru atkvæðamestir í liði Atlanta; Horford skoraði 24 stig og tók tíu fráköst og Teague skoraði 22 stig og gaf 15 stoðsendingar. Þá vann Brooklyn Nets ellefu stiga sigur á New York Knicks í New York-slagnum. Brooklyn hafði undirtökin allt frá byrjun og náði mest 22 stiga forystu í leiknum. Leikstjórnandinn Deron Williams átti sinn besta leik á tímabilinu, skoraði 29 stig fyrir Brooklyn og gaf sex stoðsendingar. Brook Lopez bætti 20 stigum og níu fráköstum í sarpinn. Carmelo Anthony var einu sinni sem oftar stigahæstur í liði New York með 19 stig.Öll úrslit næturinnar: Atlanta Hawks 119-122 Charlotte Hornets Minnesota Timberwolves 103-112 Orlando Magic Chicago Bulls 118-115 Philadelphia 76ers Indiana Pacers 98-101 Boston Celtics New York Knicks 99-110 Brooklyn Nets Milwaukee Bucks 95-98 Detroit Pistons Washington Wizards 84-103 Toronto Raptors Memphis Grizzlies 91-89 Oklahoma City Thunder Sacramento Kings 114-112 Phoenix Suns Dallas Mavericks 105-82 Utah Jazz Cleveland Cavaliers 110-101 Denver NuggetsFlottustu tilþrif næturinnar Mögnuð tilþrif hjá J.R. Smith Sigurkarfa Lance Stephenson gegn Atlanta NBA Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Denver Nuggets, 110-101, á einum erfiðasta útivelli deildarinnar. Alls skoruðu sjö leikmenn Cleveland tíu stig eða fleiri og það kom því ekki að sök að James, Kevin Love og Kyrie Irving hittu aðeins samtals úr 19 af 45 skotum sínum. Randy Foye var stigahæstur í liði Denver með 28 stig, auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar, en Denver hefur aðeins krækt í einn sigur það sem af er tímabili. Memphis Grizzlies heldur áfram að gera gott mót, en liðið vann sinn sjötta sigur í jafnmörgum leikjum á löskuðu liði Oklahoma City Thunder á útivelli. Lokatölur 91-89. Leikstjórnendur liðanna voru í aðalhlutverki í Chesapeake Energy Arena í Oklahoma í nótt. Mike Conley var stigahæstur gestanna með 20 stig, en hinum megin var Reggie Jackson atkvæðamestur með 22 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit í leik Sacramento Kings og Phoenix Suns í Arizona. Sacramento hafði að lokum betur, 114-112, en Rudy Gay skoraði mikilvægustu körfu leiksins þegar hann kom Kóngunum einu stigi yfir, 113-112, þegar rúm mínúta var eftir. DeMarcus Cousins var stigahæstur í liði Sacramento með 25 stig, auk þess að rífa niður 18 fráköst. Bakverðirnir Goran Dragic og Eric Bledsoe fóru fyrir liði Phoenix, sá fyrrnefndi skoraði 22 stig, en sá síðarnefndi 23 stig, auk þess sem hann tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Leikur Atlanta Hawks og Charlotte Hornets var einnig tvíframlengdur, en það var Lance Stephenson sem tryggði Charlotte sigurinn með ótrúlegri þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út í seinni framlengingunni. Lokatölur 119-122, Charlotte í vil. Miðherjinn Al Jefferson skoraði mest fyrir Charlotte eða 34 stig, auk þess að taka níu fráköst. Gary Neal kom næstur með 23 stig og Stephenson skilaði 17 stigum og 13 fráköstum. Al Horford og Jeff Teague voru atkvæðamestir í liði Atlanta; Horford skoraði 24 stig og tók tíu fráköst og Teague skoraði 22 stig og gaf 15 stoðsendingar. Þá vann Brooklyn Nets ellefu stiga sigur á New York Knicks í New York-slagnum. Brooklyn hafði undirtökin allt frá byrjun og náði mest 22 stiga forystu í leiknum. Leikstjórnandinn Deron Williams átti sinn besta leik á tímabilinu, skoraði 29 stig fyrir Brooklyn og gaf sex stoðsendingar. Brook Lopez bætti 20 stigum og níu fráköstum í sarpinn. Carmelo Anthony var einu sinni sem oftar stigahæstur í liði New York með 19 stig.Öll úrslit næturinnar: Atlanta Hawks 119-122 Charlotte Hornets Minnesota Timberwolves 103-112 Orlando Magic Chicago Bulls 118-115 Philadelphia 76ers Indiana Pacers 98-101 Boston Celtics New York Knicks 99-110 Brooklyn Nets Milwaukee Bucks 95-98 Detroit Pistons Washington Wizards 84-103 Toronto Raptors Memphis Grizzlies 91-89 Oklahoma City Thunder Sacramento Kings 114-112 Phoenix Suns Dallas Mavericks 105-82 Utah Jazz Cleveland Cavaliers 110-101 Denver NuggetsFlottustu tilþrif næturinnar Mögnuð tilþrif hjá J.R. Smith Sigurkarfa Lance Stephenson gegn Atlanta
NBA Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira