Gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni mun berast til suðurs í dag, eða frá Eyjafjöllum í vestri að Öræfum í austri þannig að mengunargeirinn verður fremur þröngur í dag.
Töluverð skjálftavirkni var í Bárðarbungu í gær og í nótt, en þar mældust tveir skjálftar á bilinu fjögur til fimm stig í gær. Gosið virðist halda fyrri krafti. Loftgæði voru í morgun með ágætum á öllum mælum, sem á annað borð sendu niðurstöður mælinga.
