Lego í samstarf með Ferrari, Porsche og McLaren Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2014 09:16 McLaren bíll frá Lego. Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur hafið samstarf við sportbílaframleiðendurna Ferrari, Porsche og McLaren og mun framleiða leikfangabíla sem eru eftirlíkingar bíla þeirra. Sjö mismunandi bílar og fylgihlutir framleiðendanna verða í boði, sem ætti að færa heilmikinn bílahasar á gólf barnaherbergja um allan heim. Bílarnir sem Logo ætlar að framleiða eru Ferrari F14 T keppnisbíll ásamt Ferrari flutningabíl fyrir hann, McLaren Mercedes MP4-29 keppnisbíl ásamt „pitstop“-setti með ljósum, sem og Porsche 911 RSR og 911 GT3 R Hybrid bíla. Að auki verða aðrir ónefndir 4 bílar framleiðendanna gerðir. Eru þessi leikföng ætluð börnum á aldrinum 5-11 ára. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent
Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur hafið samstarf við sportbílaframleiðendurna Ferrari, Porsche og McLaren og mun framleiða leikfangabíla sem eru eftirlíkingar bíla þeirra. Sjö mismunandi bílar og fylgihlutir framleiðendanna verða í boði, sem ætti að færa heilmikinn bílahasar á gólf barnaherbergja um allan heim. Bílarnir sem Logo ætlar að framleiða eru Ferrari F14 T keppnisbíll ásamt Ferrari flutningabíl fyrir hann, McLaren Mercedes MP4-29 keppnisbíl ásamt „pitstop“-setti með ljósum, sem og Porsche 911 RSR og 911 GT3 R Hybrid bíla. Að auki verða aðrir ónefndir 4 bílar framleiðendanna gerðir. Eru þessi leikföng ætluð börnum á aldrinum 5-11 ára.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent