Lego í samstarf með Ferrari, Porsche og McLaren Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2014 09:16 McLaren bíll frá Lego. Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur hafið samstarf við sportbílaframleiðendurna Ferrari, Porsche og McLaren og mun framleiða leikfangabíla sem eru eftirlíkingar bíla þeirra. Sjö mismunandi bílar og fylgihlutir framleiðendanna verða í boði, sem ætti að færa heilmikinn bílahasar á gólf barnaherbergja um allan heim. Bílarnir sem Logo ætlar að framleiða eru Ferrari F14 T keppnisbíll ásamt Ferrari flutningabíl fyrir hann, McLaren Mercedes MP4-29 keppnisbíl ásamt „pitstop“-setti með ljósum, sem og Porsche 911 RSR og 911 GT3 R Hybrid bíla. Að auki verða aðrir ónefndir 4 bílar framleiðendanna gerðir. Eru þessi leikföng ætluð börnum á aldrinum 5-11 ára. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent
Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur hafið samstarf við sportbílaframleiðendurna Ferrari, Porsche og McLaren og mun framleiða leikfangabíla sem eru eftirlíkingar bíla þeirra. Sjö mismunandi bílar og fylgihlutir framleiðendanna verða í boði, sem ætti að færa heilmikinn bílahasar á gólf barnaherbergja um allan heim. Bílarnir sem Logo ætlar að framleiða eru Ferrari F14 T keppnisbíll ásamt Ferrari flutningabíl fyrir hann, McLaren Mercedes MP4-29 keppnisbíl ásamt „pitstop“-setti með ljósum, sem og Porsche 911 RSR og 911 GT3 R Hybrid bíla. Að auki verða aðrir ónefndir 4 bílar framleiðendanna gerðir. Eru þessi leikföng ætluð börnum á aldrinum 5-11 ára.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent