Innlent

Sjáðu hvaðan tekjur af veiðigjöldum koma

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Gagnvirk útgáfa af kortinu er neðst í fréttinni.
Gagnvirk útgáfa af kortinu er neðst í fréttinni. Vísir / CartoDB
Rúmir níu milljarðar innheimtust í veiðigjöld og sérstök veiðigjöld fiskveiðiárið 2013-2014. Þetta kom fram í svörum Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á Alþingi í vikunni. Þar kom einnig fram að 1,4 milljarðar hefðu verið veittir í afslátt af sérstöku veiðigjaldi vegna vaxtakostnaðar við kaup á aflahlutdeildum.

Gögnin í svari Sigurðar Inga eru sundurgreind eftir hvar á landinu greiðendur veiðigjaldanna eru.

Á kortinu hér fyrir neðan sést hvar af landinu peningarnir koma. Þeim mun stærri sem kúlurnar á kortinu eru þeim mun meiri peningar koma þaðan. Með því að smella á staðina á kortinu getur þú fengið upplýsingar um hversu háar fjárhæðir aðilar á viðkomandi stöðum greiddu í veiðigjald, hvað þeir áttu að greiða í sérstakt veiðigjald, hvað þeir fengu mikla lækkun af sérstaka gjaldinu og hvað þeir greiddu í heildina.

Kortið má líka sjá í stærri útgáfu hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×