Nýr forstjóri WHO í Afríku skipaður í vikunni Bjarki Ármannsson skrifar 3. nóvember 2014 23:33 Margaret Chan, framkvæmdastjóri WHO, tilkynnti um ákvörðun stofnunarinnar í dag. Vísir/AFP Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) mun í vikunni skipa nýjan svæðisstjóra yfir Afríku. Stofnunin hefur þegar viðurkennt að viðbrögðin við ebólufaraldrinum í vesturhluta álfunnar hafi engan veginn verið nógu góð og margir segja það löngu tímabært að skipt sé um stjóra.Útibúið í Afríku þykir það vanmáttugasta af öllum sex útibúum WHO. Í skýrslu sem stofnunin vann innanhúss, en fréttastofan AP hefur undir höndum, kemur fram að stofnunin kennir starfsfólki sínu í Afríku um að ekki hafi rétt verið tekið á ebólufaraldrinum í byrjun. Stór hluti starfsfólksins á svæðinu er sagður skipaður á pólitískum forsendum og gert er grein fyrir mörgum kvörtunum yfir starfi þeirra. Hver sá sem verður valinn sem nýr svæðisstjóri WHO í Afríku mun sennilega ekki hafa mikil völd í baráttunni gegn ebólu þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa nú tekið að sér að reyna að halda faraldrinum í skefjum. Hann gæti hinsvegar tryggt að svipað klúður eigi sér ekki aftur stað í náinni framtíð. Dr. Luis Sambo er fráfarandi forstjóri WHO í Afríku. Hann hafnaði því að breytinga væri þörf þegar hann tók við starfinu árið 2005 þrátt fyrir að sérfræðingar segi útibúið hafa á sér slæmt orðspor fyrir spillingu og ógagnsæi. Hann hafði yfirumsjón með viðbragðsaðgerðum gegn ebólu. Í ræðu sinni í dag lét Margaret Chan, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, það vera að gagnrýna stjórnartíð Sambo og þakkaði honum í staðinn fyrir starf hans í þágu stofnunarinnar og velferðar Afríkubúa. Ebóla Tengdar fréttir Ebóla greind í sjötta landi Afríku Malí er sjötta ríki Vestur-Afríku þar sem upp kemur tilfelli ebólusmits eftir að veiran greindist í dag í smábarni sem nýverið kom til landsins. 24. október 2014 23:15 Ebóla gæti rústað efnahag Vestur-Afríkuríkja Alþjóðabankinn telur mögulegt að takmarka kostnað faraldursins, takist að hrinda alþjóðlegri viðbragðsáætlun í framkvæmd. 17. september 2014 16:35 Fyrsta ebólutilfellið komið upp í Malí Tveggja ára stúlka greindist með veiruna, sem er nýkomin til landsins frá Gíneu. 24. október 2014 08:24 Kanada lokar á ferðamenn frá Vestur-Afríku Í tilkynningu frá heilbrigðisráðherra Kanada segir að þeirra helsta markmið sé að vernda íbúa Kanada. 31. október 2014 22:32 Grunur um ebólusmit í New York Starfsfólk á spítala í New York rannsakar nú hvort læknir í borginni sé smitaður af Ebólu. Þetta kemur fram í frétt hjá Sky News. 23. október 2014 19:50 Krafa um sóttkví hefur áhrif á Lækna án landamæra Stjórnendur samtakanna ræða hvort hætta þurfi verkefnum í ebóluhrjáðum löndum. 31. október 2014 07:00 Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00 1.900 hafa nú látist úr ebóluveiru í Vestur-Afríku Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að mögulegt sé að ná tökum á útbreiðslunni. 3. september 2014 22:01 Nígería laus við ebólu Síðasta ebólutilfelli í landinu var uppgötvað þann 5. september. 20. október 2014 07:44 WHO ræðir hertari ferðatakmarkanir Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar mun koma saman til að ræða frekari viðbrögð vegna ebólufaraldursins. 22. október 2014 14:16 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) mun í vikunni skipa nýjan svæðisstjóra yfir Afríku. Stofnunin hefur þegar viðurkennt að viðbrögðin við ebólufaraldrinum í vesturhluta álfunnar hafi engan veginn verið nógu góð og margir segja það löngu tímabært að skipt sé um stjóra.Útibúið í Afríku þykir það vanmáttugasta af öllum sex útibúum WHO. Í skýrslu sem stofnunin vann innanhúss, en fréttastofan AP hefur undir höndum, kemur fram að stofnunin kennir starfsfólki sínu í Afríku um að ekki hafi rétt verið tekið á ebólufaraldrinum í byrjun. Stór hluti starfsfólksins á svæðinu er sagður skipaður á pólitískum forsendum og gert er grein fyrir mörgum kvörtunum yfir starfi þeirra. Hver sá sem verður valinn sem nýr svæðisstjóri WHO í Afríku mun sennilega ekki hafa mikil völd í baráttunni gegn ebólu þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa nú tekið að sér að reyna að halda faraldrinum í skefjum. Hann gæti hinsvegar tryggt að svipað klúður eigi sér ekki aftur stað í náinni framtíð. Dr. Luis Sambo er fráfarandi forstjóri WHO í Afríku. Hann hafnaði því að breytinga væri þörf þegar hann tók við starfinu árið 2005 þrátt fyrir að sérfræðingar segi útibúið hafa á sér slæmt orðspor fyrir spillingu og ógagnsæi. Hann hafði yfirumsjón með viðbragðsaðgerðum gegn ebólu. Í ræðu sinni í dag lét Margaret Chan, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, það vera að gagnrýna stjórnartíð Sambo og þakkaði honum í staðinn fyrir starf hans í þágu stofnunarinnar og velferðar Afríkubúa.
Ebóla Tengdar fréttir Ebóla greind í sjötta landi Afríku Malí er sjötta ríki Vestur-Afríku þar sem upp kemur tilfelli ebólusmits eftir að veiran greindist í dag í smábarni sem nýverið kom til landsins. 24. október 2014 23:15 Ebóla gæti rústað efnahag Vestur-Afríkuríkja Alþjóðabankinn telur mögulegt að takmarka kostnað faraldursins, takist að hrinda alþjóðlegri viðbragðsáætlun í framkvæmd. 17. september 2014 16:35 Fyrsta ebólutilfellið komið upp í Malí Tveggja ára stúlka greindist með veiruna, sem er nýkomin til landsins frá Gíneu. 24. október 2014 08:24 Kanada lokar á ferðamenn frá Vestur-Afríku Í tilkynningu frá heilbrigðisráðherra Kanada segir að þeirra helsta markmið sé að vernda íbúa Kanada. 31. október 2014 22:32 Grunur um ebólusmit í New York Starfsfólk á spítala í New York rannsakar nú hvort læknir í borginni sé smitaður af Ebólu. Þetta kemur fram í frétt hjá Sky News. 23. október 2014 19:50 Krafa um sóttkví hefur áhrif á Lækna án landamæra Stjórnendur samtakanna ræða hvort hætta þurfi verkefnum í ebóluhrjáðum löndum. 31. október 2014 07:00 Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00 1.900 hafa nú látist úr ebóluveiru í Vestur-Afríku Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að mögulegt sé að ná tökum á útbreiðslunni. 3. september 2014 22:01 Nígería laus við ebólu Síðasta ebólutilfelli í landinu var uppgötvað þann 5. september. 20. október 2014 07:44 WHO ræðir hertari ferðatakmarkanir Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar mun koma saman til að ræða frekari viðbrögð vegna ebólufaraldursins. 22. október 2014 14:16 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Ebóla greind í sjötta landi Afríku Malí er sjötta ríki Vestur-Afríku þar sem upp kemur tilfelli ebólusmits eftir að veiran greindist í dag í smábarni sem nýverið kom til landsins. 24. október 2014 23:15
Ebóla gæti rústað efnahag Vestur-Afríkuríkja Alþjóðabankinn telur mögulegt að takmarka kostnað faraldursins, takist að hrinda alþjóðlegri viðbragðsáætlun í framkvæmd. 17. september 2014 16:35
Fyrsta ebólutilfellið komið upp í Malí Tveggja ára stúlka greindist með veiruna, sem er nýkomin til landsins frá Gíneu. 24. október 2014 08:24
Kanada lokar á ferðamenn frá Vestur-Afríku Í tilkynningu frá heilbrigðisráðherra Kanada segir að þeirra helsta markmið sé að vernda íbúa Kanada. 31. október 2014 22:32
Grunur um ebólusmit í New York Starfsfólk á spítala í New York rannsakar nú hvort læknir í borginni sé smitaður af Ebólu. Þetta kemur fram í frétt hjá Sky News. 23. október 2014 19:50
Krafa um sóttkví hefur áhrif á Lækna án landamæra Stjórnendur samtakanna ræða hvort hætta þurfi verkefnum í ebóluhrjáðum löndum. 31. október 2014 07:00
Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00
1.900 hafa nú látist úr ebóluveiru í Vestur-Afríku Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að mögulegt sé að ná tökum á útbreiðslunni. 3. september 2014 22:01
Nígería laus við ebólu Síðasta ebólutilfelli í landinu var uppgötvað þann 5. september. 20. október 2014 07:44
WHO ræðir hertari ferðatakmarkanir Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar mun koma saman til að ræða frekari viðbrögð vegna ebólufaraldursins. 22. október 2014 14:16